Hver gerði Gerði grikk í sumar er frægt lag ... - Hveragerði er flottur bær - Myndir

Hér má sjá sundlaugina í Hveragerði. Nóg er til af vatninu og má segja að bærinn sé nánast byggður á einskonar eldavélahellu.

Sundlaugin í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við Hveragerði eru mörg falleg útivistarsvæði og eitt af þeim fegurri er þessi dalur hér:

Reykjadalur fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eftir Reykjadal rennur heitur lækur þar sem vinsælt er að baða sig í. Vinsæl gönguleið liggur frá Hveragerði inn þennan dal og upp á Ölkelduháls og er mikill jarðvarmi á þessari leið.

Ég hef farið mikið með ferðamenn um þetta svæði og má sjá nánar kort frá Orkuveitu Reykjavíkur af gönguleiðum um svæðið hér:
http://www.or.is/Forsida/Gestiroggangandi/Utivistarsvaedi/Hengilssvaedid/

Golfklúbbur Hveragerðis rekur í Gufudal níu holu golfvöll þar sem öll aðstaða er eins og best verður á kosið. Einnig má finna golfvöll við Hótel Örk.

Golfvöllur Hvergerðinga í Gufudal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Áin Varmá rennur í gegnum bæinn og dregur hún nafn sitt að öllum þeim heitu lækjum sem í hana renna.

Varmá í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í Varmá er þekktur foss sem heitir Reykjafoss og er hann lýstur fallega upp á kvöldin.

Reykjafoss í Varmá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við bakka Varmár neðan við fossinn má sjá leifar af gömlum húsgrunni. Þetta var eitt af fyrstu húsunum í bænum, en í því var ullarverksmiðja sem var reist árið 1902. Verksmiðjan nýtti fallorku fossins.

Í miðjum bænum er stórt og mikið hverasvæði og þar rétt hjá er bakarí sem selur brauð sem bakað er í hverum þarna á svæðinu.

Hverasvæði Hvergerðinga í miðjum bænum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er endurhæfingardeild og heilsuhæli í eigu Náttúrulækningafélags Íslands

Heilsuhælið hefur getið sér mjög gott orð og er það orðið þekkt fyrir góðan aðbúnað og einstaklega holt fæði sem kokkurinn Jónas ber ábyrgð á.

Heilsuhælið NLFÍ í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nokkur hótel eru á svæðinu og er þeirra stærst Hótel Örk

Hótel Örk í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hótel Frost og Funi, Hverhamar, er niður við ánna Varmá

Hótel Frost og Funi, Hverhamar, er niður við ánna Varmá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eldhestar eru ekki langt undan og taka þeir á móti mörgum ferðamönnum. Þeir eru með skipulagðar hestaferðir m.a. í Reykjadal þar sem hestamenn geta baðað sig eftir erfiðan útreiðatúr.

Hótel Eldhestar í Hveragerði

Hótel Eldhestar í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Byggingarfélagið SS eða Sveinbjörn Sveinbjörnsson byggði fyrir nokkrum árum litla verslunarmiðstöð. Þar má finna alla helstu þjónustu á sviði verslunnar.

Hótel Eldhestar í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo mynd í lokin af Braga Einarssyni ásamt ferðahópi. Bragi byggði upp einn af vinsælli ferðamannastöðum á Suðurlandi - Eden í Hveragerði. Myndin er tekin af hóp eldri borgara sem var á ferð við Hjálparfoss í Þjórsárdal stuttu áður en Einar fellur frá.

Bragi Einarsson frumkvöðul í ferðamennsku (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Finna má fleiri tengingar á Hveragerði og næsta nágrenni hér:
http://www.photo.is/07/05/2/index_14.html



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Magni hvetur vini sína til að flytja til Hveragerðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærar myndir, gaman að sjá Hveragerði frá nýju sjónarhorni.

Bestu kveðjur  úr blómabænum

Aldís Hafsteinsdóttir. 

Aldís Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 13:56

2 Smámynd: Kittý Sveins

Æðislegar myndir af bænum okkar :)

Kv Kittý - hvergerðingur

Kittý Sveins, 24.10.2007 kl. 15:48

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk.

Ég kem þarna mikið með ferðamenn og stoppa iðulega í Eden. Gaman að segja frá bananaframleiðslu, húsinu sem þurfti að fjarlægja því að það var virkur hver undir því og svo veit ég ekki hvort að það er satt að það sé í einhverju húsi þar sem hver kemur upp í eldhúsinu sem hægt er að nota til að elda mat í :)

Ef einhver er með örnefni og heiti á eitthvað af þessum myndum, þá má viðkomandi endilega senda mér nöfnin ásamt vefslóðinni á myndirnar.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.10.2007 kl. 17:30

4 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Flottar myndir enda flott myndefni.

Sé að þetta er allt rétt.

En veistu að í óktóber er sundlaugin "okkar" böðuð bleikum ljósum   Takk

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.10.2007 kl. 17:59

5 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Frábærar myndir og fallegur bær. Vil samt benda á að nokkrar myndanna eru úr nágrannasveitarfélaginu Ölfusi, sem er ört vaxandi og afskaplega álitllegt sveitarfélag að búa í...eins og Hveragerði.

Og þangað á Magni meira að segja sterkar taugar...

Sigþrúður Harðardóttir, 24.10.2007 kl. 18:07

6 Smámynd: Hulda Brynjólfsdóttir

Alltaf verið voðalega mikið hrifin af Hveragerði og fer oft í dalinn fyrir ofan bæinn. Þessar myndir eru magnaðar. Hef aldrei skilið af hverju sumir í nágrenninu kalla staðinn "Skítagerði" Finnst hann alls ekki eiga það skilið. - Trúlega bara öfund.  

En samt... "Hurdigurdi" Where does that come from?

Er ekki Magni fluttur í Hveragerði?

Hulda Brynjólfsdóttir, 28.10.2007 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband