16.10.2007 | 20:51
Hvar er Valahnúkur í Þórsmörk? Myndir og kort.
Hér er vaskur hópur eldri borgara frá Danmörku að ganga á Valahnúk í Þórsmörk. Á köplum getur leiðin verið brött en lagður hefur verið góður stígur sem liggur upp á toppinn og svo þaðan niður í Húsadal.
Gengið upp stíg sem liggur upp á Valahnúk í Þórsmörk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er vaskur hópur eldri borgara frá Danmörku komin á topp Valahnúks í Þórsmörk. Veðrið var magnað á staðnum þar sem sól og rigning var á víxl og myndaðist þessi fallegi regnbogi á meðan á göngunni stóð.
Hópmynd á Valahnúki með regnboga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stórkostlegt útsýni er af hnjúknum og er þar útsýnisskífa með örnefnum af fjallahringnum á svæðinu. Ýmis félagasamtök hafa verið dugleg við að koma upp svona skífum viða um land.
Útsýnisskífa á Valahnjúki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flott laug er í Húsadal og er gott að baða sig þar eftir gönguna á hnjúkinn
Laugin í Húsadal í Þórsmörk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Frægur hellir sem kenndur er við útilegumanninn Snorra er við gönguleiðina milli Húsadals og Langadals. Vinsælt er að reyna að komast upp í hellinn sem getur verið erfitt þó svo að höggvin hafa verið spor í móbergið til að auðvelda uppgönguna.
Hellirinn Snorraríki í Þórsmörk í Húsadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Útilegumaðurinn Snorri er sagður hafa flúið í hellinn Snorraríki þegar hann var á flótta undan heimamönnum sem hugðust taka hann fastan fyrir að stela sauðfé af bændum í sveitinni. Héraðsmenn náðu honum ekki því Snorri varnaði þeim uppgöngu í hellinn. Hugðu þeir þá svelta hann inni. Þegar hann átti aðeins eitt læri óétið eftir, þá kastaði hann því út. Töldu menn þá einsýnt að hann ætti nógan mat og hurfu frá.
Á árunum 1802 til 1803 var búið í Húsadal í Þórsmörk og voru lífskjör erfið.
Skógur á svæðinu var nýttur fram til 1950 og var fé haft á svæðinu fram á vetur. Gæslumenn sem pössuðu féð bjuggu í hellum.
Yfirlitskort af Þórsmörk
Kort af svæði við Mýrdalsjökul (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svo ein flott mynd í lokin af einum jeppa af gömlu kynslóðinni. En fyrsti bíll sem kom inn í mörkina var árið 1934.
Hér er ekið yfir Krossá á leið inn í Húsadal og eins og sjá má þá er mikið í ánni
Farið á vaði yfir Krossá á leið inn í Húsadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru svo tengingar á myndir sem teknar hafa verið í Mörkinni við ýmis tækifæri
http://www.photo.is/06/09/2/index_3.html
http://www.photo.is/06/08/4/index_9.html
http://www.photo.is/06/08/3/index_22.html
http://www.photo.is/06/07/6/
http://www.photo.is/06/04/1/index_2.html
http://www.photo.is/06/07/1/index_7.html
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Gengið upp stíg sem liggur upp á Valahnúk í Þórsmörk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er vaskur hópur eldri borgara frá Danmörku komin á topp Valahnúks í Þórsmörk. Veðrið var magnað á staðnum þar sem sól og rigning var á víxl og myndaðist þessi fallegi regnbogi á meðan á göngunni stóð.
Hópmynd á Valahnúki með regnboga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stórkostlegt útsýni er af hnjúknum og er þar útsýnisskífa með örnefnum af fjallahringnum á svæðinu. Ýmis félagasamtök hafa verið dugleg við að koma upp svona skífum viða um land.
Útsýnisskífa á Valahnjúki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flott laug er í Húsadal og er gott að baða sig þar eftir gönguna á hnjúkinn
Laugin í Húsadal í Þórsmörk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Frægur hellir sem kenndur er við útilegumanninn Snorra er við gönguleiðina milli Húsadals og Langadals. Vinsælt er að reyna að komast upp í hellinn sem getur verið erfitt þó svo að höggvin hafa verið spor í móbergið til að auðvelda uppgönguna.
Hellirinn Snorraríki í Þórsmörk í Húsadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Útilegumaðurinn Snorri er sagður hafa flúið í hellinn Snorraríki þegar hann var á flótta undan heimamönnum sem hugðust taka hann fastan fyrir að stela sauðfé af bændum í sveitinni. Héraðsmenn náðu honum ekki því Snorri varnaði þeim uppgöngu í hellinn. Hugðu þeir þá svelta hann inni. Þegar hann átti aðeins eitt læri óétið eftir, þá kastaði hann því út. Töldu menn þá einsýnt að hann ætti nógan mat og hurfu frá.
Á árunum 1802 til 1803 var búið í Húsadal í Þórsmörk og voru lífskjör erfið.
Skógur á svæðinu var nýttur fram til 1950 og var fé haft á svæðinu fram á vetur. Gæslumenn sem pössuðu féð bjuggu í hellum.
Yfirlitskort af Þórsmörk
Kort af svæði við Mýrdalsjökul (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svo ein flott mynd í lokin af einum jeppa af gömlu kynslóðinni. En fyrsti bíll sem kom inn í mörkina var árið 1934.
Hér er ekið yfir Krossá á leið inn í Húsadal og eins og sjá má þá er mikið í ánni
Farið á vaði yfir Krossá á leið inn í Húsadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru svo tengingar á myndir sem teknar hafa verið í Mörkinni við ýmis tækifæri
http://www.photo.is/06/09/2/index_3.html
http://www.photo.is/06/08/4/index_9.html
http://www.photo.is/06/08/3/index_22.html
http://www.photo.is/06/07/6/
http://www.photo.is/06/04/1/index_2.html
http://www.photo.is/06/07/1/index_7.html
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir göngumann til Þórsmerkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Innlitskvitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.