Myndasería frá Gígjökli. Er jökulinn að hopa?

Ég er ekki frá því að skriðjökulinn sé að hverfa. Um leið og fjallsbrúnin fer að koma betur og betur í ljós, þá aukast líkur á að jökulinn slitni og þarm með hverfi lónið með öllu. Fyrri myndin er tekin í júlí 2005.

Hér er gönguhópur á leið upp með Gígjökli að vestan verðu.

Gönguhópu gengur inn að Gígjökli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er mynd af jöklinum í Ágúst 2006

Gígjökull (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skriðjökulinn hefur borið mikið af auri og sand niður og myndað mikla ruðninga.

Hér er ferðahópur að labba niður að lóninu eftir einum sandruðningnum. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er verið að stunda ísklifur í jökultungunni

Ísklifur í Gígjökli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo í lokin, þá er hér mynd tekin í júní í sumar og þá leit jökulinn svona út

Hér er ferðahópur í myndatöku með Gígjökul í bakgrunni. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá kort af svæðinu og í dag er skriðjökulinn mun minni en kortið sínir

Gígjökull (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Spurning hvort að ástæðan fyrir hruninu úr jöklinum sé að hann sé að slitna í sundur frekar ofarlega.

Á sínum tíma fórst flugvél í jöklinum og má sjá leifarnar af flugvélinni á víð og dreif fyrir neðan skriðjökulinn í dag.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vart við hrun í Gígjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Kjartan,

flottar myndir hjá þér eins og ævinlega. Einhvers staðar á ég ca 25 ára ljósmynd af Gígjöklinum þar sem munurinn er sláandi. Sá hvergi leifarnar af flugvélinni í vor þegar ég var þarna síðast á ferð en á ljósmyndir af þeim teknar sumarið 2002.

Addý (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 05:00

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hæ Addý og takk fyrir síðast. Ef þú getur, þá máttu senda mér myndina og ég get bætt henni inn á bloggið til samanburðar.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.9.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband