Hvar eru Jökulheimar? Kort + myndir

Í Jökulheimum rétt vestan við jaðar Vatnajökuls er skáli Jöklarannsóknarfélagsins. Ekki langt þar frá eru upptök Tungnará í Vatnajökli.

Tungnáin breiðir töluvert úr sér þar sem hún rennur fyrir sunnan skálann og þar má finna vað fyrir þá sem vilja aka yfir Breiðbak og niður á Langasjó og svo þaðan inn á Fjallabak eða Skælingaleið. Þetta eru allt erfiðar 4x4 leiðir og ekki færar nema vel búnum fjallabílum.

Hér er mynd af upptökum Tungnár í 4x4 jeppaferð sem farin var 1996

4x4 vetrarferð inn í Jökulheima (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Venjulega er ekið upp í Jökulheima frá Veiðivatnasvæðinu. Frá Reykjavík er um 220 km eða um 3ja tíma akstur upp í skálann.

Kort sem sýnir skála Jöklarannsóknarfélagsins og hvar leiðin liggur yfir vað sem er á Tungnánni

Kort af Jökulheimum og næsta nágrenni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband