Átti þess kost að keyra þarna um fyrir 2 dögum síðan.

Ég átti leið um svæðið fyrir 2 dögum síðan. Veðrið var drungalegt þennan dag og ský sat á toppnum á Herðubreið, drottningu íslenskra fjalla.

Ég horfði löngunaraugum á svæðið þar sem að ég stoppaði með hóp af erlendum ferðamönum á leið inn í Öskju.

Ég var að sjálfsögðu búinn að lofa þetta allt og prísa fyrir hópnum og sagði þeim að gos væri líklega væntanlegt þarna þá og þegar, þar sem að ég benti út yfir auðnina.

En ekkert gerðist!

Og þó, stuttu seinna brotnaði gormur sem heldur við framhásinguna rétt áður en að ég kem inn í Dreka með hópinn og flugvél lendir í óhappi inn við Nýjadal.

En núna sit ég hér á Gullfosskaffi og snæði þessa æðislegu kjötsúpu, sem að þeir eru svo þekktir fyrir, rúmum 2 sólahringum síðar og hugsa um atburði síðustu 2 daga :|

En mér tókst að koma hópnum yfir Gæsavatnaleið og á Hótel Háland við gríðarlega erfiðar aðstæður og aka svo um nóttina í bæinn (7-800 km á einum sólahring) og laga það sem að þurfti og svo halda áfram inn á hálendið með hópinn.

Myndir og nánari lýsing kemur seinna.

Kjartan


mbl.is Minni skjáftavirkni við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð færsla. Hlakka til að sjá myndirnar.

Marta B Helgadóttir, 7.8.2007 kl. 13:41

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Segi bara ditto, Marta sagði það sem ég hugsaði. 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2007 kl. 21:39

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæl öll og takk fyrir innlitið.

Ég reyni að standa mig í því að koma þessum myndum á netið sem fyrst. En þrátt fyrir ýmis ljón á veginum í þessari ferð, þá var ferðin norður fyrir jökul stórkostleg í flottu veðri.

Við skulum vona að það fari nú að gjósa fljótlega þarna við Öskju þó ekki væri nema eins og eitt lítið túristagos :)

Ef ef það færi nú að gjósa þarna þar sem árnar renna, þá er spurning hvort að við fáum eitthvað í líkingu við Hljóðakletta og Kirkjuna aftur sem sjá má neðar í Jökulsá á Fjöllum?

En stuðlabergsmyndanirnar geta orðið stórkostlegar þar sem vatnið fær að leika um gossprunguna á meðan á gosi stendur. En líklega þurfum við gljúfur sem umlykur svæðið. En því er ekki fyrir að fara þar upfrá þar sem Upptyppingar eru.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.8.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband