28.7.2007 | 06:42
Húsavík hefur upp á margt fallegt og skemmtilegt að bjóða
Það er alltaf jafn gaman að koma til Húsavíkur
Hér er ég með hóp af Ameríkönum á hringferð um landið og að sjálfsögðu var stoppað á Húsavík til að fara í Hvalaskoðun.
Hér kíkir hópurinn út fyrir borðstokkinn á hvalinn sem veltir sér í sjávarborðinu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er greinilegt að Húsavík hefur upp á margt fallegt að bjóða. En þessi Húsavíkurmær var skipstjórinn á hvalaskoðunarbátnum.
Svei mér þá ef hún er ekki líka með rauðar freknur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér sitja tvö greinilega mjög ánægð með veðurblíðuna niður við bryggju
Hér er verið að njóta góða veðursins (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á góðum degi er setið úti og spjallað á næsta kaffihúsi
Hvað skyldu þær vera að ræða? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í kirkjunni á Húsavík er umdeilt málverk, málað af Sveini Þórarinssyni listmálara frá Kílakoti í Kelduhverfi. Hann málaði altaristöfluna 1930-31
Málverk eftir Sveinn Þórarinsson listmálari frá Kílakoti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Altaristaflan er fyrir margra hluta sakir merkileg. Landslag í bakgrunni hennar telja ýmsir sig þekkja úr íslensku umhverfi, m.a. keimlík fjöll úr Öxarfirði og hraungjár úr Kelduhverfi. Einnig var haft á orði að listamaðurinn notaði andlit sveitunga sinna sem fyrirmynd að fólki á altaristöflunni. Það er einnig merkilegt að Lasarus rís upp úr íslenskri gröf og má sjá hraungrýtið rísa beggja megin við Lasarus. Á tímum Lasarusar var venja að lík væru lögð í helli. Söguna um upprisu Lasarusar er hægt að lesa í Jóhannesarguðspjalli 11. kafla. Ekki voru allir á eitt sáttir um altaristöfluna. Nú þykir hún ein mesta prýði hennar.
Rögnvaldur Ólafsson arkitekt teiknaði kirkjuna sem var vígð 2. júní 1907.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. texti er að hluta til fengin frá http://www.skarpur.is/husavikurkirkja/husavikurkirkja.asp
Hér er ég með hóp af Ameríkönum á hringferð um landið og að sjálfsögðu var stoppað á Húsavík til að fara í Hvalaskoðun.
Hér kíkir hópurinn út fyrir borðstokkinn á hvalinn sem veltir sér í sjávarborðinu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er greinilegt að Húsavík hefur upp á margt fallegt að bjóða. En þessi Húsavíkurmær var skipstjórinn á hvalaskoðunarbátnum.
Svei mér þá ef hún er ekki líka með rauðar freknur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér sitja tvö greinilega mjög ánægð með veðurblíðuna niður við bryggju
Hér er verið að njóta góða veðursins (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á góðum degi er setið úti og spjallað á næsta kaffihúsi
Hvað skyldu þær vera að ræða? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í kirkjunni á Húsavík er umdeilt málverk, málað af Sveini Þórarinssyni listmálara frá Kílakoti í Kelduhverfi. Hann málaði altaristöfluna 1930-31
Málverk eftir Sveinn Þórarinsson listmálari frá Kílakoti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Altaristaflan er fyrir margra hluta sakir merkileg. Landslag í bakgrunni hennar telja ýmsir sig þekkja úr íslensku umhverfi, m.a. keimlík fjöll úr Öxarfirði og hraungjár úr Kelduhverfi. Einnig var haft á orði að listamaðurinn notaði andlit sveitunga sinna sem fyrirmynd að fólki á altaristöflunni. Það er einnig merkilegt að Lasarus rís upp úr íslenskri gröf og má sjá hraungrýtið rísa beggja megin við Lasarus. Á tímum Lasarusar var venja að lík væru lögð í helli. Söguna um upprisu Lasarusar er hægt að lesa í Jóhannesarguðspjalli 11. kafla. Ekki voru allir á eitt sáttir um altaristöfluna. Nú þykir hún ein mesta prýði hennar.
Rögnvaldur Ólafsson arkitekt teiknaði kirkjuna sem var vígð 2. júní 1907.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. texti er að hluta til fengin frá http://www.skarpur.is/husavikurkirkja/husavikurkirkja.asp
Loftbelgsferðir og hvalaskoðun frá Húsavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.