Akstur á malarvegum og fjallvegum

Ég hef keyrt töluvert í gegnum tíðina á malarvegum og fjallvegum. Sú aðferð sem að hefur reynst mér best er að vera ekki að hamast á bremsunni í tíma og ótíma. Vera frekar í réttum gír við réttar aðstæður og láta bílinn vinna sig í gegnum beygjuna. Þegar ég fer út úr sporunum út á lausamölina eins og þegar verið er að mæta bíl, þá slæ ég af og læt mótor aldrei vinna, heldur læt ég bílinn renna með inngjöfina uppi og er þá búið að minnka hættu á grjótkasti yfir á bílinn sem verið er að mæta til muna.

Ég prófaði að keyra Kjöl fyrir nokkrum dögum og setti mér þá reglu að nota aldrei bremsur alla leiðina og kom það furðu vel út. Þegar fólk finnur að það er að missa bílinn út í lausamöl og að það hefur ekki alveg fulla stjórn á ökutækinu, þá hefur mér reynst best að taka eins litla beygju með stýrinu og hægt er á meðan dekkin eru að grípa. Á þessu augnabliki kemur oft upp örvænting hjá sumum og byrja að reyna að taka krappari beygju og jafnvel bremsa í leiðinni og þá er skaðinn skeður!


mbl.is Algengt að erlendir ökumenn velti bílum á malarvegum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband