Lækjarbotnar við Lögbergsbrekku og tröllabörn!

Hér er loftmyndir af Lækjarbotnum og Lögbergsbrekku

Held að þetta sé rétt hjá mér :|

Suðurlandsvegur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er önnur loftmyndir af svæðinu og þar má sjá Waldorfskólann í Lækjarbotnum

Suðurlandsvegur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það eru kannski fáir sem vita af því að það eru tröllabörn (tröllaaugu?) þarna rétt við suðurlandsveginn sem vert er að skoða

Tröllaaugu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Tröllaaugu myndast þegar hraun rennur yfir mýri eða rakt svæði. En vatnið sem er undir fer að sjóða og gufusprengingar eiga sér stað. Þá myndast litlir gígar þar sem hraunið slettist upp á barmana og holur myndast í hrauninu.

Ekki langt þarna frá eru gervigígar sem heita Rauðhólar en þeir hafa myndast við svipaðar aðstæður. Margir halda að gos hafi átt sér stað á þessum stöðum – sem er ekki rétt. En hraunið getur verið komið langt að. Ekki er ólíklegt að þetta sé sama hraun og rann síðast í átt að Reykjavík. En það var fyrir um 4700 árum síðan.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Féll af vélhjóli og slasaðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband