Tíminn er naumur - hér er hugmynd :)

Áhugavert að fylgjast með umræðunni um brunarústirnar niður í miðbæ. Ég átti leið þar framhjá fyrir nokkru og þá var verið að girða svæðið af.

Datt mér þá í huga að sniðugt væri að skreyta aðeins útlitið á veggnum sem verið var að reisa í kringum svæðið.

Hugmyndin hélt áfram að þróast og því ekki að byggja flott glerhús með baklýsingu sem væri einstakt í veröldinni upp á nokkrar hæðir og þekja útveggi 100% með slíkum myndum. En svona hús baklýst að kvöldi myndi eflaust vekja mikla athygli á dimmum vetrarmánuðum

Í dag eru til gluggafilmur sem sést vel út um og því óþarfi að hafa sýnilega glugga á slíku húsi.

Til að byrja með, þá þyrfti að hreinsa allt í burtu og flytja upp í Árbæjarsafn og endurbyggja.

Svo væri möguleiki á að byggja hús á 1 hæð og þá með opnu útisvæði ofan á toppnum með kaffihúsaaðstöðu m.m.
Hugmyndir Kjartans P. Sigurðssonar um hús á 1 hæð
Hús á einni hæð og þá með möguleika á kaffiaðstöðu og jafnvel sviði til hljómleikahalds fyrir miðbæinn

Stór mynd má skoða hér

eða …

byggja hús 2 hæðum
Hugmyndir Kjartans P. Sigurðssonar um hús á 2 hæðum
Hús á tveimur hæðum og þá með möguleika á kaffiaðstöðu og jafnvel sviði til hljómleikahalds fyrir miðbæinn

Stóra mynd má skoða hér

Húsið yrði klætt með baklýstum 360° ljósmyndum úr íslensku landslagi. Sem myndi að sjálfsögðu lýsa fallega upp skammdegið og vekja mikla athygli.

Starfsemi: Alhliða upplýsingar fyrir ferðamenn, kaffihús, samkomuaðstaða og bókunarmiðstöð.

Í Húsinu yrðu nokkur herbergi með 360°hringmyndum sem yrði líka baklýst og væri þá t.d. hægt að labba inn í mismunandi rými með mismunandi þema. T.d. Íshellir, hraunhellir, jökulsárlón, eldgos, hverasvæði, foss eða önnur flott svæði á íslandi.

Svo mætti fá upplýsingar á tölvuskjáum eða hlusta á hljóðupplýsingar á mismunandi tungumálum.

Þetta hús er það sérstakt að eftir því yrði tekið - enda annað eins ekki sést áður


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. Þar sem reikna má með að um 3-500 þús. ferðamenn muni eiga leið um miðbæinn í sumar, þá er mikilvægt að ásýnd miðbæjarins sé smekkleg og ekki verra ef það er eitthvað fallegt sem gleður augað. En fljótlegt er að klæða núverandi svæði af með slíkri mynd.


Hægt er að skoða útfærslu á baklýstri risamynd 16m x 2.35m í nýja sýningarsalnum í Bílabúð Benna hér (3 myndir)
Skaftafell - Vatnajökull
Skaftafell - Vatnajökull



mbl.is Bruninn blási lífi í Lækjartorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er góð hugmynd. Kannski svolítið fyrirferðamikið, en fallegt engu að síður, sérstaklega á veturna. Hægt væri að opna örlítið á bakvið til að láta kaffihúsastemninguna blómstra.

ex354 (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 08:02

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hægt væri að vera með framhliðina opnanlega þar sem væri svið sem nota mætti undir veitingaraðstöðu fyrir kaffi- og matarhúsagesti. Svo gæti hljómsveit verið með "live" uppákomu á kvöldin eða aðra uppákomu til að lífga aðeins upp á miðbæinn.

Ég hef verið að vinna nýtt og mjög flott kerfi sem Þjóðleikhúsið notar. Með því er hægt er að varpa risamyndum á vegg eða tjöld frá mörgum myndvörpum í einu. Með því móti væri hægt að vera með hluta af húsinu sem leiktjald fyrir fastar myndir sem skipt væri út reglulega eða hreyfimyndir. Þannig er hægt að breyta útliti hússins á augabragði eftir því hvaða stíl menn væru að sækjast eftir. Möguleikarnir eru gríðarlegir með slíkri uppsetningu.

Hægt að vera með mismunandi þema eftir því hvaða viðburðir væru í gangi t.d. í Reykjavík hverju sinni.

Þannig mætti vera með risa myndlistasýningu, myndasýning, kynning á einhverjum heitum málefnum líðandi stundar eða breyta öllu húsinu í fallandi foss eða bara stóra andlitsmynd af Davíð Oddsyni. Ekki spurning að þetta yrði öflugur miðill fyrir kosningar :)

Ef rétt væri að staði, þá myndi fólk verða alveg kjaftstopp að sjá heila byggingu sem þessa breyta um ásýnd á sekúndu broti :)

Með þessu móti er hægt að gera ÖLLUM til geðs. Vera með fasta mynd á útveggjum hússins af gömlum húsum í rómatískum stíl á sumarkvöldum sem skipt yrði síðan út með einhverjum rokkuðum myndum fyrir unga fólkið þegar dregur að kvöldi og svo á sunnudags morgnum þegar verið er að gefa bra bra mætti vera með eitthvað skemmtiefni í anda Tomma og Jenna fyrir börnin ... :)

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 6.6.2007 kl. 11:00

3 identicon

Þessi hugmynd opinberar fullkomið skilningarleysi á eðli arkitektúrs og skipulags.

Jón (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 12:34

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta var nú líka sagt um ýmsar byggingar sem eru vel þekktar í dag :)

Perlan og Ráðhúsið er gott dæmi og var ekki rifist mikið yfir glerpíramídanum í París sem byggður var á torginu þar sem Louvre safnið er. Eða óperuna í Sidney.

Er ekki þekkt hús í miðbæ kaupmannahafnar alsett skiltum þó er ekki verið að ganga svo langt.

Hvar er eitt þekktasta torg í heiminum í stórborg í dag?

Times Square.

Á hvað beinast öll augu í NY um hver áramót?

Það er stórt ljósaverk og risaskjár.

Þú vilt líklega byggja torfkofa þarna?

Kjartan

p.s. ég er annars mjög ánægður ef það skuli vera skiptar skoðanir um þessa hugmyndina :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 6.6.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband