Áhrif fiskveiða á sjálfstæði þjóðarinnar

Það eru fáar ríkisstofnanir hér á landi sem hafa fengið að njóta eins mikið velvildar stjórnvalda og Hafó hefur gert í gegnum árin. Á þeim bænum hefur sjaldan þurft að spara - enda óskabarn þjóðarinnar - fiskveiðar íslendinga verið lengi undir þeirra stjórn.


Hafrannsóknarstofnun (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er að sjá að það stefni hraðbyr í að fiskveiðar verði ekki lengur sú atvinnugrein sem gefi þjóðarbúinu mest. Núna er álframleiðsla, raforkusala, bankastarfsemi og fl. að taka yfir!

Þó má segja að velmegun þjóðarinnar byrjaði ekki fyrr en fiskveiðar fóru að hefjast fyrir alvöru upp úr 1900 þegar íslendingar eignuðust sinn fyrsta banka og gátu farið að kaupa stærri skip.

Einnig má þakka sjálfstæði þjóðarinnar 1944 að einhverju leiti því að við náðum fjarhagslegu sjálfstæði eftir mokfiskirí og minnir mig að sagt hafi verið að í einu litlu þorpi norður í landi hafi skapast um 35% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar á einu ári!

Við skulum vona að þetta ónefnda þorp verði ekki á óskalistanum yfir þá staði úti á landi sem fara næst undir hamarinn.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Hafró leggur til þriðjungs samdrátt í þorskafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband