2.6.2007 | 11:05
Myndir - Vestmannaeyjar úr lofti
Árið 2005 vorum við félagarnir á svifdrekamóti í Búrfelli fyrir austan fjall og gistum þá á Hellu. Eins og venja er, þá tökum við allaf eitthvað af mótordrekum og fisum með okkur í slíkar ferðir. Þegar rólegt er á kvöldin hjá okkur eftir erfiðan keppnisdag, þá er oft farið í styttri flug og í þetta skiptið flugum við Árni Gunnarsson á Vestmannaeyjar og hittum þar fyrir Svenna Ásgeirs Hringrásarmann.
Alltaf er jafn gaman að koma til Vestmannaeyjar og hér má sjá þekkta loftmynd af eyjunum sem að ég tók 1996 þegar ég var í einkafluginu og tengdist flugfélaginu Leiguflugi sem var áður Leiguflug Sverris Þóroddssonar.
Á þessari mynd má vel sjá alla eyjuna og hvernig Eldfell og nýja hraunið þekur eyjuna (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Veðrið var hreint út sagt æði þetta kvöld og sjórinn spegilsléttur.
Miðnætursólinn komin lágt á loft og við félagarnir urðum hreinlega að finna upp á einhverju að gera þarna úti í eyju fyrst að við vorum á annað borð lentir þarna. Eins og venja er, þá er Árni uppátektarsamur í svona ferðum og datt honum í hug að hringja í annan Árna (þó ekki Árna Johnsen) búsettan þarna úti í eyjum innti hann eftir loforði að fara með sig í siglingu um eyjarnar. Það stóð ekki á Árna og ákveðið var að fara í smá siglingu sem endaði með hringferð um eyjuna í flottum aðstæðum.
Hér er sólin að setjast út við sjóndeildarhringinn
Miðnætursólin (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér erum við komnir út í einn af hellunum
Hellir (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurning um að einhverjir staðkunnugir geti sent inn linka á þessar myndir og segi hvað þessir staðir heita
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Alltaf er jafn gaman að koma til Vestmannaeyjar og hér má sjá þekkta loftmynd af eyjunum sem að ég tók 1996 þegar ég var í einkafluginu og tengdist flugfélaginu Leiguflugi sem var áður Leiguflug Sverris Þóroddssonar.
Á þessari mynd má vel sjá alla eyjuna og hvernig Eldfell og nýja hraunið þekur eyjuna (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Veðrið var hreint út sagt æði þetta kvöld og sjórinn spegilsléttur.
Miðnætursólinn komin lágt á loft og við félagarnir urðum hreinlega að finna upp á einhverju að gera þarna úti í eyju fyrst að við vorum á annað borð lentir þarna. Eins og venja er, þá er Árni uppátektarsamur í svona ferðum og datt honum í hug að hringja í annan Árna (þó ekki Árna Johnsen) búsettan þarna úti í eyjum innti hann eftir loforði að fara með sig í siglingu um eyjarnar. Það stóð ekki á Árna og ákveðið var að fara í smá siglingu sem endaði með hringferð um eyjuna í flottum aðstæðum.
Hér er sólin að setjast út við sjóndeildarhringinn
Miðnætursólin (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér erum við komnir út í einn af hellunum
Hellir (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurning um að einhverjir staðkunnugir geti sent inn linka á þessar myndir og segi hvað þessir staðir heita
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
"Þetta er bara græðgi, bara græðgi og ekkert annað" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/228400/ Þarna sjást amk í fjarlægð Hani Hæna og Hrauney
kveðja
GA
GÁ (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 21:02
Takk fyrir.
Gott væri að fá upplýsingum um alla hellana sem að við fórum inn í á þessari hringferð okkar um eyjuna.
Kjartan
Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.6.2007 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.