Svo má byggja eitthvað í þessum stíl :)

Einn frægasti listamaður á Kanarí er Cesar Manrique frá eyjunni Lanzarote. Ég átti þess kost á að skoða nokkur af hans verkum fyrir stuttu.

Hans höfuðeinkenni er hraun, hraun og aftur HRAUN, eitthvað sem við íslendingar höfum haft nóg af í gegnum aldirnar. En einhvern vegin hafa þó mál þróast þannig að á Ísland hafa mjög fái arkitektar notað þennan fallega íslenska efnivið þrátt fyrir að nóg sé til af honum.

Ég tók mikið af myndum af verkum Cesar Manrique á ferð minni þar fyrir nokkrum mánuðum.

Hér má sjá myndaseríu sem að ég tók í húsinu sem að hann byggði handa sjálfum sér . Eins og sjá má, þá er húsið vægast sagt byltingakennt.


Hér flæðir hraunið inn um glugann heima hjá honum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo flottur útsýnisstaður yrst á eyjunni uppi á fjallstoppi sem hann hannaði


Hér má sjá hvernig hraunið hefur verið notað á fallegan máta (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


á þessa staði koma mörg hundruð þúsunda ferðamenn á hverju ári til að bera verk hans augum.

Hann var svo forsjáll á sínum tíma að fá að leggja heildstæða línu í hönnun á Lanzarote eyjunni eins og að öll hús ættu að vera í ákveðnum lit og hæð. Enda ber eyjan þess merki þegar ferðast er um hana.

Nánar má lesa um þennan fræga listamann

Fyrir stuttu kom ég með eftirfarandi hugmynd af nýju húsi í miðbænum hér á blogginu.

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/205702/#comment205702

Spurning um að ganga enn lengra með miðbæinn og hafa hugmyndirnar enn öfgakenndri eins og þessa hér sem að ég rissaði upp fyrir stuttu:


Svo má hanna glerbyggingu í þessum stíl (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En þar má vera með aðstöðu til að halda hljómleika og annan mannfagnað á annarri hæðinni sem snýr út að torginu og stjórnarráðinu.

Annað hús með séríslensku útliti eins og þetta hér mætti líka byggja:


Bygging á snjóhúsum fyrir ferðamenn hefur því miður ekki virkað vel á íslandi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




En eins og gefur að skilja, þá verður svona hús að þola þær veðurfarsaðstæður sem hér munu koma til með að ríkja í framtíðinni vegna “GLOBAL WARMING” áhrifa. eða þá spurning um að byggja þá frekar í þessum stíl ...


eða einhverja samblöndu af þessu öllu. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nóg í bili :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Lækjartorg, Stjórnarráðið og Bernhöftstorfan myndi sterka heild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband