Hvalaskoðun myndir


Hér má sjá myndir úr nokkrum hvalaskoðunarferðum

Hvalaskoðun frá Reykjavík og frá Reykjanesinu er vinsæl - Hér er farin ferð með Hafsúlunni

Her er báturinn Hafsúlan komin alveg upp að einum hvalnum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvalaskoðun og sjóstangaveiði frá Húsavík - Þar er safn um hvali

Hér má sjá hvalina koma alveg upp að bátunum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvalaskoðun og sjóstangaveiði frá Dalvík

Bátur að sigla frá Dalvík á leið í Hvalaskoðun (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nýverið rak Búrhval á þykkvabæjarfjöru, og uppgötvaðist hvalrekinn á jóladag.

Ferðamenn að skoða búrhvalinn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvalreki í Þykkvabæjarfjöru.

Nýverið rak Búrhval á þykkvabæjarfjöru, og uppgötvaðist hvalrekinn á jóladag 2006. Hvalurinn er miðlungsstór u.þ.b. 12 metrar á lengd, og sennilega um 25 tonn á þyngd, en þeir geta orðið 20 metrar. og 50 tonn. Ekki er hægt að sjá hvað varð skepnunni að fjörtjóni. Búrhvalir halda að mestu til sunnar í höfum og eru ekki algengir hér um slóðir að vetri til, þeir voru afar eftirsóttir áður fyrr, einkum vegna olíu í höfðinu, sem getur numið allt að þriðjungi af lengd skepnunnar. Nú eru búrhvalir alfriðaðir, en voru veiddir m.a. hér við land allt til 1980.

Áður fyrr þótti hvalreki hinn mesti happafengur, einkum sóttust menn eftir olíunni til lýsingar, en einnig var kjötið og spikið nýtt. Þá voru beinin notuð til ýmissa nota svo sem í þaksperrur, einnig þekkja margir að hryggjaliðir voru til ýmissa nota svo sem í mjaltastóla.

En nú til dags er hvalreki sem þessi frekar til tjóns en hitt, þar sem kostnaðarsamt og erfitt getur reynst að fjarlægja rotnandi hræin úr fjörunum. Þó eru tennurnar eftirsóttar sem fyrr, og notaðar í ýmsa skartgripi og í hnífsskefti.

Að sögn heimamanna vantaði tennur og kjálka í hræið, og er sjálfsagt að benda á að allur reki tilheyrir landeiganda, og er að sjálfsögðu með öllu óheimilt að hirða tennur eða önnur verðmæti nema með leyfi landeigenda. Tennur í Búrhval eru u.þ.b. 40 talsins og getur því verið um verðmæti uppá nokkur hundruð þúsund krónur að ræða, en fyri hverja tönn má fá 1500 – 5000 krónur. Viti einhver um afdrif tannanna, er hinum sama bent á að láta landeigendur vita.

Að lokum má geta þess að Moby Dick var hvítur búrhvalur, en þessi er grár, og því er enn óvíst um örlög Moby Dicks, þess er stakk sér í djúpin með Ahab skipstjóra fastan í sér.

(texti er frá Berki Hrólfssyni leiðsögumanni sem var með mér í för þegar hvalurinn var myndaður)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Hnúfubakarnir á leið til sjávar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband