ANDARNEFJA HVALUR - MYNDIR

Ég var með Japani frá japönsku tímariti í ferð um Suðurlandið snemma á þessu ári og í lok ferðarinnar fór ég með fólkið niður að sjó rétt hjá Stokkseyri. Þar hafði skömmu áður rekið á land hval eða andarnefju (Hyperoodon ampullatus) og má sjá myndir af henni hér.

Hvalinn rak á fjörur rétt fyrir neðan Knarrarósvita sem er á Suðurlandinu rétt hjá Stokkseyri. Mælingar sýna að u.þ.b. 40-50 þús. dýr eru á hafssvæðinu umhverfis ísland á sumrin. Picture of Icelandic whale found on the south coast line close to Stokkseyri in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er greinilegt að einhverjir fuglar er byrjaðir að gæða sér á hvalnum enda mikill og góður matur þar á ferð.

Ekki er óalgengt að hval reki á land við strendur landsins. Andarnefja lifir aðallega á smokkfiski. Hún er mjög forvitin og er auðvelt að lokka hana að með hljóðum. Hún er einstaklega félagslynd og trygglynd og yfirgefur ekki særðan félaga fyrr en hann deyr. Andarnefjur eru mjög öflugir kafarar og geta kafað niður 1000 m dýpi og verið 1-2 kl.st. í kafi. Andarnefja er farhvalur og aðeins hér við land á sumrin. Picture of Icelandic whale found on the south coast line close to Stokkseyri in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést svo betur nefið á hvalnum eða andarnefjunni sem fannst við suðurströndina rétt hjá Knarrarósvita. Andarnefja er tannhvalur. Nafn sitt dregur hún af höfuðlaginu, trýnið er mjótt og ennið hátt og kúpt eins og sjá má

Andarnefjan er grásvört á litinn og heldur ljósari að neðan en á bakinu. Með aldrinum þá lýsist litur hennar. Algeng lengd er 7-9 m og þyngdin um 6-8 tonn. Kýrin er talsvert minni en tarfurinn. Kvendýrin eru tannlaus. Aldur 40-60 ár. Picture of Icelandic whale found on the south coast line close to Stokkseyri in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Knarrarósviti sem er þarna rétt hjá er 26 metra hár og svæðið heitir Knarrarós sem er rétt austan við Stokkseyri.

Knarrarósviti var byggður árið 1939. Picture of Knarrarós lighthouse that was built in 1938. It is the tallest building in southern iceland. It is close to the whale that was found on the south coast line close to Stokkseyri in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ég átti í einhverjum erfiðleikum með að átta mig á því hvernig orðið væri skrifað en það er víst beygt svona andarnefja, andarnefju, andarnefju, andarnefju og í fleirtölu andarnefjur, andarnefjur, andarnefjum, andarnefja

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Dauð andarnefja í Höfðahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband