TEST - RISAMYND AF FOSS Á BLOGGIÐ - ÁHUGAVERÐ TILRAUN

Mbl bloggið hefur átt erfiða tíma núna síðustu dagana og vona ég að þessi tölvumál fari að komast í lag hjá þeim. En eins og sjá má, þá fer ég aðra leið en margir til að tengja mig inn á mínar myndir.

Ég notast við þá lausn að vista myndir á öðrum stað og í staðin vísa ég á myndirnar hjá mér í moggablogginu með svo kölluðum html skipunum. Á móti kemur að ég þarf sjálfur að passa upp á að myndasafnið og að allar tengingar við myndirnar séu í lagi.

Þar sem að ég er að blogga á fleiri stöðum, þá þarf ég ekki að vera að senda myndirnar inn á marga aðskilda netþjóna - Nóg að myndavefþjóninn sé á einum stað. Hér kemur smá tilraun sem gæti verið gaman að sjá hvort að virki.

Hér gefur að líta eina lengstu mynd sem birst hefur líklega á þessu bloggi. Myndin er af fossi sem er á leiðinni inn í Núpstaðarskóg. Fyrir framan fossinn stendur maður frá Indlandi eða Kanada. Hópurinn sem var á ferð með mér fékk sér að borða nesti undir fossinum. Til að skoða myndina þarf að færa bendilinn niður

Litadýrðin leynir sér ekki. Það eru ófáir fallegir fossar á Íslandi sem margir fara því miður fram hjá án þess að taka mikið eftir þeim. Fyrir þá sem langar til að skoða myndina útprentaða, geta farið niður í Prentlausnir Ármúla 1 og skoðað alla myndina nánar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Fossinn sem gleymdist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband