Stór víðmynd úr lofti af Ingólfsfjalli og Selfossi

Ingólfsfjall er merkilegt fjall fyrir margar sakir.

Fjallið er um 551m hátt móbergsfjall. Í lok ísaldar var suðurlandsundirlendið stór flói þegar sjávarstaða var mun hærri en hún er í dag.

Kögunarhóll er höfði sem er rétt suðvestan við fjallið og liggur Suðurlandsvegur á milli fjallsins og hólsins.

Á hryggnum sem er á móts við Kögunarhól má finna silfurberg. Fyrir stuttu voru settir upp krossar við hólinn og segir fjöldi krossanna til um hversu margir hafa látist í umferðarslysum á Suðurlandsvegi.

Fjallið fær nafn sitt eftir landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni og hann er sagður grafinn í grágrýtishæðinni Inghóli uppi á því. Landnáma segir frá þriðju vetursetu Ingólfs að Fjallstúni við sunnanvert fjallið,

Hér má sjá loftmynd af Ingólfsfjalli og Kögunarhóli sem er vinstra megin við endan á fjallinu (ef smellt er á myndina, þá má skoða risa panorama mynd af svæðinu)

Ef klikkað er á myndina, þá opnast stór panorama mynd af svæðinu frá Hveragerði að Selfossi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ekið á milli Kögunarhóls og Ingólfsfjalls og er talið að upptök skjálftanna séu á þessu svæði

Krossar við Kögunarhól (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er skjáskot af jarðskjálftanum sem var að koma núna.

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona var svo virknin á svæðinu 25. okt. 2007. Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband