SÓLHEIMAR Í GRÍMSNESI FLOTTUR VISTVÆNN VINNUSTAÐUR - MYNDIR

Sólheimar í Grímsnesi er merkilegur staður og átti ég þess kost að skoða staðinn ásamt fréttafólki frá Japan sem voru á ferð um landið til að kynna sér umhverfi, orku og sjálfbæra nýtingu.

Á Sólheimum í Grímsnesi hefur myndast þéttbýliskjarni þar sem búa um 70 manns. Á staðnum er rekið athvarf fyrir fatlaða einstaklinga. Staðurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þarna má finna sjálfbært byggðahverfið.

Þar eru starfrækt nokkur fyrirtæki eins og í ferðaþjónustu og svo vinnustofur fyrir fatlaða einstaklinga þar sem framleiddar eru ýmsar vörur sem ferðamenn geta m.a. keypt á staðnum.

Vistheimili er fyrir um 40-50 fatlaða einstaklinga. Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima árið 1931. Áður hétu Sólheimar Hverakot eftir jarðhitanum sem er á svæðinu.

Á Sólheimum er falleg kirkja hönnuð af ASK arkitektum

Sólheimakirkja, byggð 2006, Sólheimum Grímsnesi. Sólheimar Church, build 2006, Grímsnes, Arkitekts ASK Arkitektar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sesseljuhús umhverfissetur er fræðslusetur um umhverfismál og sýningarhús um vistvænar og sjálfbærar byggingar

Vistmenningarmiðstöðin Sesseljuhús er sýningarhús um vistvænar og sjálfbærar byggingar. Sesseljuhús er byggt 2002. Sesselja House, build 2002, Sesseluhús Eco-centre. Exemplaric environmentally friendly building. Arkitekts ASK Arkitektar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Frárennslis hússins miðar við að skila frárennsli í formi tærs vatns og ómengandi efna. Loftræsing hússins er náttúruleg sem þýðir að loftskipti verða án tilstillis vélbúnaðar. Öll orka sem notuð er í Sesseljuhúsi er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Um er að ræða raforku frá vatnsaflsvirkjunum, íslenskum rafal sem vinnur raforku úr heitu vatni, vindmyllu og sólarrafhlöðum. Ennfremur er um að ræða varmaorku frá hitaveitu Sólheima.

Íþróttaleikhús, byggt 1986. Húsið er íþróttahús og leikhús Leikfélags Sólheima, eins elsta leikfélags landsins

Íþróttaleikhús, byggt 1986. Húsið er íþróttahús og leikhús Leikfélags Sólheima, eins elsta leikfélags landsins. Sportstheatre. Sólheimar sportshall and Theatre for Sólheimar Theatre club, one of Iceland oldest theatre clubs. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ingustofa. Húsið er teiknað 1997 sem vinnustofur fyrir vefstofu, listasmiðju, smyrslagerð og sem sýningarsalur. Byggt á árunum 1997-1999.

Á Sólheimum eru 6 vinnustofur. Six workshops are operated by Sólheimar for habilitation purposes. The Carpentry Workshop. The Candle Workshop. The Pottery Workshop. The Weaving Workshop. The Herbal Workshop. A bread-making facility will be added in 2008. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vefað

Vefnaðarvörur unnar í vefstólum. The Weaving Workshop. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Föndrað

Föndur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Málað

Hægt er að kaupa málverk unnin af vistmönnum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Verslun Vala og Listhús Sólheima

Verslunin Vala er staðsett miðsvæðis á aðaltorgi Sólheima gegnt kaffihúsinu Grænu könnunni. Verslunin Vala er annarsvegar matvöruverslun, sem hefur á boðstólum almenna nauðsynjavöru, en þó með áherslu á lífrænar vörutegundir, og hinsvegar Listhús. The shop, Vala. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Verslunina Völu og Listhús Sólheima rekur leiðsögukonan Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir

Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir rak fyrst ferðaþjónustuna og gistiaðstöðuna Brekkukot, því næst Kaffihúsið Grænu könnuna og nú sér hún um reksturinn á versluninni Völu og Listhúsinu á Sólheimum. The shop, Vala. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kaffihúsið Græna Kannan

Græna kannan er kaffihús þar sem allar veitingar eru framleiddar úr lífrænt ræktuðu hráefni. Kaffihúsið Græna kannan opnaði í maí 2001 og er staðsett í miðju byggðahverfisins við aðaltorg Sólheima í Grímsnesi. The Brekkukot Guesthouse and the Graena kannan Coffee Shop. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kertagerðin Óla-Smiðja

Fullkomin aðstaða til kertaframleiðslu. The Candle Workshop (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ýmsar framleiðsluvörur sem kertasmiðjan Óla-Smiðja framleiðir

Einnig er unnin ný kerti úr gömlum kertafgöngum. The Candle Workshop (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Sólheimum í Grímsnesi er að finna mikið af fallegum listaverkum eins og þetta hljóðlistaverk hér

Hljóðlistaverk búið til úr íslenskum við eins og mikið af framleiðslunni á staðnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Styrktarsjóður Sólheima styður byggðahverfi í Suður-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband