VELKOMIN Í SKAGAFJÖRÐINN - MYNDIR

Líklega koma Ólafur og Dorrit til með að gista á þessu fallega og fína uppgerða hóteli hér sem ber nafnið Hótel Tindastóll eins og eitt frægasta fjall Skagfirðinga gerir líka

Hótel Tindastóll er vel búið hótel með öllum þægindum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Víðimýrakirkja er ein af af fallegri kirkjum á landinu og ein af mörgum endurbyggðu kirkjum á svæðinu

Víðimýrakirkja í Skagafirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kirkjur í Skagafirði hlaðnar með torfi eru fjölmargar í Skagafirði. Það hefur sýnt sig að gömlu kirkjurnar höfðu mun meiri endingu á norðurlandi miða við suðurlandið. En það hefur með rakan og kuldann að gera. Einnig hafa varðveist mun mera af handritum frá norðurlandi vegna þessa.

Hér má sjá svo altaristöfluna sem er í Víðimýrakirkju

Gömul altaristafla í Víðimýrakirkju (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki er ólíklegt að forsetahjónin líti við á hestabúgarði eins og þessum hér

Flugumýri er staðsett í “Mekka hestamennskunnar“ Skagafirði. Hjónin á Flugumýri bjóða upp á skipulagðar hestaferðir og sýningar fyrir ferðamenn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Heimasíðan á Flugumýri er http://www.flugumyri.com/

Hér er danskur vinnumaður á Víðimýri að kynna fyrir samlöndum sínum Íslenska hestinn

Kynning á Íslenska hestinum fyrir dönskum ferðamönnum á Víðimýri í Skagafirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við verðum bara að vona að Ólafur Ragnar Grímsson forseti láti það ógert að bregða sér á bak. En eins og margir muna eflaust, þá gekk það ekki vel á Snæfellsnesi hér um árið. Nema það hafi verið dulbúin aðferð til að næla sét í konu eins og sjá má

Safnið Glaumbær í Skagafirði er einn vinsælasti viðkomustaður ferðamann og má þar skoða burstabæ af stærri gerðinni sem hefur verið endurbyggður

Glaumbær í Skagafirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ein skemmtilegasta uppákoma sem að ég hef orðið vitni af fyrir ferðamenn var leikrit sem flutt var fyrir ferðamenn á Hólum í Hjaltadal

Hér er verið að flytja verk um Galdraloft eftir fyrir danska ferðamenn við gríðarlegan fögnuð áhorfenda (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hólakirkja er einstök og margan gersema þar að sjá

Spurning hvort einhver veit hvað þetta hér er, úr hverju það er smíðað og hvar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Hólum í Hjaltadal er fiskasafn þar sem sjá má mörg furðuleg kvkind

Hvaða fiskur skildi þetta vera? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Grafarkirkja í Skagafirði er fyrir margt merkileg og er meðal annar garðurinn í hring um kirkjuna

Í kirkjum íslands blandast saman tákn frá ýmsum trúarbrögðum allt frá heiðnum tíma til okkar dags. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hofsós er þorp á Höfðaströnd við Skagafjörð sem er vinsælt fyrir ferðamenn. Bærinn hefur verið byggður upp af miklum myndarbrag í gömlum stíl

Á Hofsósi er Vesturfarasetur sem er safn um burt flutta vestur íslendinga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Spurning hvort að forsetahjónin hætti sér í siglingu út í Drangey til að skoða fuglalífið út í eyjunni

Drangeyjarferjan Víkingur sem er í eigu Jóns Eiríkssonar “Drangeyjarjarls” (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Að afloknu ströngu prógrami, þá er spurning hvort að forsetahjónin fái sér bað í sömu laug og Grettir Ásmundason gerði eftir Drangeyjarsundið fræga

Hlaðin náttúruleg laug (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er hægt að halda svona áfram lengi, en af nógu er að taka á svæðinu.


mbl.is Forsetahjónin heimsækja Skagafjörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband