FRÆNDUR VOR DANIR

Ég var á ferð með Dönum í fyrra og það kemur stundum fyrir að maður nær skemmtilegu sambandi við einhverja úr hópnum eins og ég gerði við konu að nafni Agnes Lazzarotto.

Hér er Agnes Lazzarotto búin að veiða í ferð með Bátnum Snorra frá Dalvík

Agnes Lazzarotto brosir breitt eftir góða veiði á bátnum Snorra frá Dalvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Agnes er listakona og hefur verið að skoða myndir á vefnum www.photo.is hjá mér og varð mjög hrifin af einni frá Rauðasandi

Rauðisandur - horft til norðurs upp ósinn

Rauðisandur - horft til norðurs upp ósinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hún varð svo heilluð af þessari mynd og þá sérstaklega litunum í henni svo að listakonan og íslandsvinurinn Agnes ákvað að útbúa stórt málverk eftir myndinni sem að má sjá hér:

Rauðisandur - horft til norðurs upp ósinn

Rauðisandur - horft til norðurs upp ósinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þetta er eitt af mörgum sem gerir leiðsögustarfið skemmtilegt. Þau eru ófá hrósin sem að maður hefur fengið í formi söngs, ljóða, teikninga, málverka og fl. frá ferðafólki sem að maður hefur ferðast með síðustu árin.

Segið svo að frændur vor Danir hugsi ekki vel til okkar :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Property Group kaupir fasteignir fyrir 33,84 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband