24.3.2008 | 11:11
MANNABEIN FINNAST VÍÐA
Einn er sá staður sem mér hefur þótt gaman að koma til. En það er í litla vík austur á landi sem Húsavík heitir. Húsavík liggur á milli Loðmundarfjarðar að sunnan og Breiðavíkur (Herjólfsvíkur) að norðan.
Á þessum stað er lítil kirkja sem hefur verið endurbyggð.

Lítil kirkja í Húsavík sem er á milli Loðmundarfjarðar að sunnan og Breiðavíkur (Herjólfsvíkur) að norðan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það sem merkilegt er við þennan stað er að þar liggur gamall kirkjugarður út við sjávarsíðuna. Vegna ágangs sjávar, þá hefur grafið svo mikið úr bakkanum að mannabein og og leifar af líkkistum standa út úr bakkanum. Þetta er staður sem er ekki fyrir viðkvæma að fara á!
Annar merkilegur beinastaður sem að ég hef komið til er í beinakirkjuna í Tékklandi (Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec)
Þar er að finna kirkju eða grafhýsi sem hefur verið skreitt listilega með mannabeinum eins og sjá má á eftirfarandi myndum (ekki fyrir viðkvæma).
Hér er gengið inn í beinakirkjuna í Kutna Hora í Tékklandi og eins og sjá má, þá er anddyrið ekki beint fyrir þá sem eru hræddir við mannabein.

Beinakirkjan í Tékklandi, Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má á myndunum, þá eru innanstokksmunir og skraut kirkjunnar nánast alfarið búnir til úr mannabeinum.

Skjaldamerki úr beinum í beinakirkjunni í Tékklandi, Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft upp í loftið og yfir salinn í átt að altarinu í beinakirkjunni

horft upp í loftið og yfir salinn í átt að altarinu í beinakirkjunni í Tékklandi, Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má, þá eru furðuleg mörg mannanna verk.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Á þessum stað er lítil kirkja sem hefur verið endurbyggð.

Lítil kirkja í Húsavík sem er á milli Loðmundarfjarðar að sunnan og Breiðavíkur (Herjólfsvíkur) að norðan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það sem merkilegt er við þennan stað er að þar liggur gamall kirkjugarður út við sjávarsíðuna. Vegna ágangs sjávar, þá hefur grafið svo mikið úr bakkanum að mannabein og og leifar af líkkistum standa út úr bakkanum. Þetta er staður sem er ekki fyrir viðkvæma að fara á!
Annar merkilegur beinastaður sem að ég hef komið til er í beinakirkjuna í Tékklandi (Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec)
Þar er að finna kirkju eða grafhýsi sem hefur verið skreitt listilega með mannabeinum eins og sjá má á eftirfarandi myndum (ekki fyrir viðkvæma).
Hér er gengið inn í beinakirkjuna í Kutna Hora í Tékklandi og eins og sjá má, þá er anddyrið ekki beint fyrir þá sem eru hræddir við mannabein.

Beinakirkjan í Tékklandi, Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má á myndunum, þá eru innanstokksmunir og skraut kirkjunnar nánast alfarið búnir til úr mannabeinum.

Skjaldamerki úr beinum í beinakirkjunni í Tékklandi, Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft upp í loftið og yfir salinn í átt að altarinu í beinakirkjunni

horft upp í loftið og yfir salinn í átt að altarinu í beinakirkjunni í Tékklandi, Kostnice Ossuary, Kutna Hora, Sedlec, Church of Bones, Kostnice Sedlec (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má, þá eru furðuleg mörg mannanna verk.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Mannabein fundust á víðavangi í Kjósarhreppi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |