Allt það besta kemur frá Ameríku :)

Íslendingar er greinilega á góðri leið með að Ameríkusera allt sem hægt er hér á fróni.

Nú þegar getum við státað okkur af fínni ruslfæðumenningu, sjónvarpsglápi og bruðli eins og gerist best í henni Ameríku.

Þá er ekki nema eitt eftir og það er að Ameríkuvæða dómskerfið líka sem margir vilja meina að við séum nú þegar á góðri leið með.

Réttarhöldin yfir O.J. Simpson er líklega eitt frægasta dómsmál sögunar sem sýnir hversu lágt dóms- og réttarkerfi í einu landi getur lagst.

Við skulum vona að þeir sem sækja fyrirlesturinn á einn helgasta stað Íslendinga, í sjálfu Skálholti, muni ná að sækja eins og eina messu til að fá smá mótvægi við þann vísdóm sem stjörnulögfræðingurinn muni predika.

Það verður þá ekki fyrsta skiptið sem Íslendingar beygja sig og bugta gagnrýnislaust fyrir því sem útlent er!

Má til með að koma með þennan aftur :)

Hvenær ljúga lögmenn?

.... þegar þeir opna munninn!


mbl.is Verjandi O.J. Simpson með námskeið á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband