JARÐGÖNG FYRIR BÍLAUMFERÐ Í GEGNUM KÓPAVOG! - HUGMYNDIR OG KORT

Spurning um að opna fyrir meira flæði á umferð í gegnum Smárann svo að svæðið sem verslunarhverfi standi betur undir sér. Til að byrja með þarf að laga aðgengi fyrir helstu umferðaræðar að Smáranum. Næsta skref er svo að koma á einhverskonar lestarkerfi sem gæti verið neðanjarðar eða þá léttlestarkerfi sem myndi tengjast betur byggðunum í kring.

Styttum akstursleiðir, spörum tíma og minkum mengum. Færum bílaumferð og þungaflutninga í jarðgöng í stað þess að aka í gegnum íbúðabyggðirnar.

Minkum álagið á vegakerfi í íbúðarbyggð Kópavogs með því að stytta allar leiðir. Spörum flókin gatnamót og flókna brúarsmíði.

Höfum umferðina innandyra og blásum á það tíðarfar sem ríkt hefur hér síðustu daga með um 300 bíla tjóni á einni viku!

En jarðgöng fyrir bílaumferð eins og sjá má á eftirfarandi teikningu gæti líka verið lausn á vandanum.

Hugmyndir að jarðgöngum fyrir bílaumferð um Kópavog (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


1) Bora einföld göng frá miðbæ Reykjavíkur að Smáralind er um 5.5 km tæki 70 - 225 daga. (Tjörnin - Öskjuhlíð 1.2 Km, Öskjuhlíð - Fossvogur 2.1 Km og Fossvogur - Smáralind 2.1 Km)
- Þessi göng myndu minka mikið umferðina um gatnamótin Miklubraut/Kringlumýrabraut
- Það er mikið mál að komast yfir á svæðið fyrir þá sem þurfa að fara frá Fossvoginum yfir í Smárann nema fara miklar krókaleiðir í gegnum byggðina í Kópavogi þar sem fari er um íbúðarbyggð, skólahverfi og fjölda hraðahyndranna.

2) Bora göng frá Breiðholtsbraut við Elliðarvatn að Smáranum sem er um 2.6 Km tæki 30 - 90 daga.

3) Bora göng frá Smáralind undir Arnarneshæð út á Hafnarfjarðarveg er um 2.6 Km og tæki 30 - 90 daga.
- Þessi leið myndi flýta mikið umferð sem væri að koma eftir Hafnarfjarðarvegi t.d. á leið út úr bænum.

Öll þessi göng sem eru um 10.7 Km væri hægt að bora í sömu keyrslunni á 130 til 405 dögum án þess að þurfa að taka borinn í sundur. Ef göngin þurfa að vera tvöföld, þá þarf að tvöfalda allar þessar stærðir.

Þá er bara næsta mál á dagskrá hjá Gunnari Birgirssyni að láta "sína" menn fara að fjárfesta í bor :)

Kjartan
Tæknimyndir ehf
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Smáratorg rifið og háhýsi byggt í staðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband