Vegurinn um Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals - Myndir

Hér má sjá veginn sem liggur á milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Ætli umrædd aurskriða hafi ekki fallið úr fjalli sem heitir Þórólfshnúkur.

Hnífsdalur, Þórólfshnúkur, Miðhlíð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Óshlíðina þekkja margir úr fréttum í gegnum árin. En hún hefur löngum verið erfiður farartálmi fyrir Bolvíkinga. Mikið grjóthrun hefur verið úr hlíðum fjallana yfir veginn á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals.

fjöllin Óshyrna, Arafjall, Búðarhyrna ásamt Ófæru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í gegnum þessi fjöll er búið að skipuleggja jarðgöng. En á myndunum má sjá að vegurinn meðfram ströndinni hefur víða verið settur í stokka til að verja umferð, sem fer um veginn, grjóthruni.

Hér má sjá kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík sem farin var á mótordrekanum.

kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík og nágreni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Rétt eftir að búið er að aka fyrir Óshlíðina á leið til Bolungarvíkur, þá blasir Bolafjall við hinu megin við lítinn fjörð. Þá er stutt í Minjasafnið Ósvör sem er uppgerð verbúð frá árabátatímanum. Verbúðin er ein elsta sinnar tegundar á landinu.

Minjasafnið Ósvör (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hnífsdalsvegur lokaður vegna aurskriða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FALLEGAR MYNDIR ÚR MOSFELLSDALNUM

Hér koma nokkrar fallegar myndir úr Mosfellsdalnum. Ég vona svo að myndirnar slái aðeins á þann heimilisóróa sem er að stressa blessað fólkið svona rétt fyrir jólahátíðina.

Það er skiljanlegt að það ætli allt um koll að keyra, því það er að mörgu sem þarf að huga á síðustu dögunum. Kaupgleði Íslendinga hefur aldrei verið eins fjörug og þessa daganna.

Líklega er mesta vandamálið að finna upp á einhverju nýju til að kaupa :)

Hér má sjá fallega kirkju sem ég efa ekki að Mosfellingar muni sameinast í.

Mosfellskirkja í Mosfellsdal er í Mosfellsprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mikið er um að farið sé á hestbak í dalnum og má þar finna margar skemmtilegar reiðleiðir

Fólk á hestum í Mosfellsdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef tími gefst til yfir jólahátíðina, þá má fara og skoða safn Halldórs Kiljan Laxness sem er að bænum Gljúfrasteini.

Safn Halldórs Kiljan Laxness á bænum Gljúfrasteini (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


og svo í lokin fyrir þá sem vilja fara í smá gönguferð, þá er þessi fallegi foss ekki langt frá Gljúfrasteini.

Skíðasvæðið í Skálafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrir utan hestamennsku, þá er fínn gólfvöllur í dalnum og svo er spurning hvort að að verði hægt að opna svæðið í Skálafelli vonandi aftur ef snjórinn kemur aftur.

Skíðasvæðið í Skálafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Umsátur í Mosfellsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÉR ER SMÁ SAMANTEKT UM JARÐSKJÁLFTANA Í UPPTYPPINGUM

Þökk sé nýjum vef Veðurstofunnar að þá geta leikmenn orðið fylgst vel með jarðskjálftum um allt land með auðveldum myndrænum hætti.

Það er gaman að vita til þess að stundum hittir maður naglann á höfuðið. En á sínum tíma vakti ég athygli á óróanum við Upptyppinga hér á blogginu.

Ég var að fara yfir bloggið hjá mér og vakti ég fyrst athygli á þessum óróum 31.7.07 og síðan þá hafa orðið þúsundir jarðskjálfta á svæðinu þar sem Upptyppingar eru.

Hér má sjá samantekt á fyrri skrifum um málið ásamt kortum og fl.

31.7.2007 | 23:18
Er að byrja gos í Upptyppingum rétt austan við Öskju?
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/275335

1.8.2007 | 08:01
Er meira í kortum veðurstofunnar - Er að byrja gos í Upptyppingum rétt austan við Öskju?
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/275513/

2.8.2007 | 20:30
Ég hafði þá rétt fyrir mér :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/276849

17.8.2007 | 08:10
Skjálfti upp á 3.5 á Richter á Tjörnesbeltinu
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/288610/

21.10.2007 | 09:07
Það er æsispennandi að fylgjast því sem er að gerast þarna á svæðinu. Hér eru kort og myndir.
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/343518/

22.10.2007 | 22:39
Það verður fróðlegt að sjá hvað er að gerast þarna á svæðinu. Hér eru kort og myndir.
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/344977/

9.12.2007 | 16:35
Kort og myndir - Smá viðbót út af skjálftunum við Upptyppinga
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/386846/

10.12.2007 | 19:55
Nýtt nákvæmt kort að jarðskjálftum við Upptyppinga!
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/387755/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Helmingslíkur á gosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband