Hver hefði trúað því að það þyrfti að byggja hús utan um snjó á Ís-landi?

Stundum hef ég gert grín af auðtrúa ferðamönnum og sagt að við íslendingar byggju í snjóhúsum með lyftu. Hver veiti nema að það verði að veruleika og að það verði byggt hús utan um snjó á Íslandi - með lyftu?

Við Íslendingar eigum fullt af fjöllum og flottum svæðum. Hér má sjá eitt sem er aðeins í 99 km fjarlægð frá Reykjavík! Smellið á mynd til að sjá risa-panorama-loftmynd af svæðinu
Loftmynd af Geitlandsjökli, smellið á mynd til að sjá risa-panorama-loftmynd af svæðinu


Hér er önnur hugmynd sem væri líklega nær að skoða aðeins betur sem fjallar um nýtt framtíðar skíðasvæði:

Skíðaþorp og jöklaparadís í boði Orkuveitunnar http://photo.blog.is/blog/photo/entry/358752/



Hér er kort af svæðinu og með því að smella á kortið þá má lesa nánar um hugmyndina.

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og hér er svo nákvæmt kort f svæðinu sem umræddar hugmyndir ganga út á

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan

WWW.PHOTO.IS


mbl.is Yfirbyggð skíðabrekka í Úlfarsfelli á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var við öðru að búast?

?
mbl.is Umhverfisstofnun telur umhverfisáhrif Bitruvirkjunar ekki verða umtalsverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrafninn flýgur í skipulagsmálum - sem er vel

Það var gaman að fylgjast með Hrafni Gunnlaugssyni í skipulagsmálum fyrir nokkrum árum og var óhætt að segja að þá blésu ferskir nýir vindar og komu fram margar nýja áhugaverðar hugmyndir.

En spurningin með rörahugmyndina, því ekki að láta hana hefjast út frá Laugarnesinu og svo þaðan út í Viðey í stað þess að vera að þvælast með rörið alla leið út á Granda?

Hér er Laugarnesið sem væri kjörin staður til að hefja rörahugmynd Hrafns?

Frægur Íslenskur kvikmyndaleikstjóri býr á þessum stað og hafa verið miklar deilur um svæðið. En á svæðið hefur verið safnað miklu dóti frá ýmsum kvikmyndarafrekum leikstjórans og þar innan um hefur myndast mikið fuglalíf.

Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndaleikstjóri og íbúi á Laugarnestanga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við Kleppsveg og Sæbraut má finna fallegt svæði sem heitir Laugarnes. Jörðin Laugarnes var eitt þriggja stórbýla á "Seltjarnarnesi". Hinar eru Vík (Reykjavík) og Nes við Seltjörn. Lauganesjörðin var stór, hún náði þvert yfir ,,Seltjarnarnesið”.

Árið 1898 var reistur holdsveikraspítala í Laugarnesi, þar hefur verið braggahverfi og herinn verið með aðstöðu, frægur kirkjustaður og íbúðarbyggð. Nú má finna þar Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og nokkur íbúðarhús.

Loftmynd af Laugarnesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá kort af leiðinni ásamt útreikningum ef göngin fara frá Laugarnesi. En heildarvegarlengd er 10 km, vegur 6 km og jarðgöng eða rör 4 km.

Rör eða jarðgöng á milli eyjann frá Laugarnesi að Kjalarnesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Umferðin í rör milli eyjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband