Fokker 50 reynist gríðarlega vel við Íslenskar aðstæður

Þær flugvélar sem reynst hafa hvað best við íslenskar aðstæður er óhætt að segja að séu Fokker 50 flugvélarnar.

Hér má sjá vél Landhelgisgæslunnar á Egilsstaðarflugvelli núna í sumar. En vélin var notuð til að skutla víkingasveitinni til að taka aðeins á virkjanaandstæðingum. Skrautlegt var að fylgjast með öllum búnaðinum sem þeir höfðu meðferðis. Minnti mann einna helst á að maður væri komin til einhvers stríðþjáðs lands :)

Fokker F27 flugvél Landhelgisgæslunar, á Egilsstaðarflugvelli, ekki ósvipuð F50 vélunum sem Flugfélag Íslands er að nota (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er vélin komin í loftið frá Egilsstaðarflugvelli.

Fokker F27 flugvél Landhelgisgæslunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo enn ein í lokin þar sem vélin flýgur á leið til Reykjavíkur

Fokker F27 flugvél Landhelgisgæslunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Lenti aftur á Egilsstaðaflugvelli eftir að olíuþrýstingur í öðrum hreyfli féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónus var það heillin - Verðlagseftirlit ætti ekki að vera mikið mál!

Bónus er víða eins og sjá má:

Hér má sjá nýjustu verslunarbygginguna rísa í Kópavogi. Bónus er þar með stóra verslun

Bónus Smárinn Kópavogi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er ekki eins og verslun sé að dragast saman mikið á landsbyggðinni en á Egilsstöðum er Bónus með þessa stórverslun.

Bónus verslun á Egilsstöðum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér ekur flutningabíll eftir Vesturlandsveginum með vörur fyrir Bónus

Bónus flutningabíll á ferð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skil ekki hvers vegna það þarf að vera svona mikið mál að gera verðkannanir. Hér eru nokkrar einfaldar leiðir.

1) Hægt er að biðja fólk um að senda inn afrit af verðstrimlinum þar sem koma fram upplýsingar um vöru, verð ásamt dagsetningu.

2) Valin hópur neytenda getur skráð sig inn á sérstakan vef þar sem hægt er að skrá inn upplýsingar um síðustu innkaup og svo myndi tölvukerfi sýna í rauntíma meðalverð á völdum vöruflokkum milli verslana. Er þá nóg að fara á netið rétt áður en hlaupi er út í búð. Þannig væri hægt að sýna á grafískan máta hækkanir/lækkanir á vörum.

3) Verðlagseftirlit fær útskrift fyrir ákveði tímabil beint úr kassakerfinu frá verslunum

Ég verð að viðurkenna að ég fer flestar mínar verslunarferðir í Bónus þegar ég fer að kaupa í matinn. Stundum hef ég þurft að kaupa stórt inn þegar ég er að elda fyrir stóra ferðahópa og er þá hægt að fá matinn á ótrúlega góðu verði.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Jóhannes í Bónus skrifar um sinnaskipti ritstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍSLANDSMET Í ATHUGASEMDUM - BITRUVIRKJUN

Svo er að sjá að barátta Petru gegn virkjunaráformum við Ölkelduháls á síðustu metrunum sé að skila sér.

Þessi grein birtist á visi.is í morgun:

ÍSLANDSMET Í ATHUGASEMDUM VEGNA BITRUVIRKJUN (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar er bent á að skoða heimasíðu þeirra aðila sem vilja láta skoða virkjanamál á þessu svæði betur hér:

WWW.HENGILL.NU



Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Verðmat Geysir Green var hækkað um 6,7 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband