30.11.2007 | 14:11
SVÆÐIÐ OG FOSSARNIR SEM HURFU - MYNDIR.
Hér má sjá myndaseríu af því landslagi sem fór undir uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar. Þar eru fjöldin allur af gljúfrum og fossum sem nú eru horfin um aldur og ævi ... og munu aldrei sjást aftur.
Það á vel við að ráðamenn sem raula ættjarðarsöngva með glas í hönd eftir að hafa klippt á borðann og fengið að ræsa hina eftirsóttu virkjunina formlega, virði fyrir sér þessar myndir.
Þessi foss var sem töfrum líkastur og "bar" nafnið með rentu.

Mynd af Töfrafossi sem hvarf í lónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá hvernig þessi fallegi foss féll fram af hraunbrúninni og er meðal annars þessi fallorka nýtt til raforkuframleiðslu í dag sem síðan gefur nokkrum álkerjum niður á Reyðarfirði smá yl.

Mynd af Töfrafossi sem hvarf í lónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki langt frá Töfrafossi, var annar foss

Fossinn sem hvarf í Hálslónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Bergmyndanirnar voru margar fallegar í Kringilsá. Hér má sjá flottan berggang.

Berggangur sem hverfur í Hálslónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar við vorum á flugi þarna yfir, þá birtist skyndilega fálki sem var greinilega eitthvað að forvitnast líka, ekki er ólíklegt að hann eigi hreiður þarna á svæðinu :)
Gljúfur í Kringilsá

Gljúfur í Kringilsá sem hvarf í Hálslón við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Um 25% af friðlandinu á Kringilsárrana fór undir fyrirhugað Hálslón Kárahnjúkavirkjunar. Svæðið er lokað af Vatnajökli eða Brúarjökli að sunnan og svo ánni Jöklu að austan- og Kringilsá að vestanverðu. Raninn er mikið gróinn og var gott og mikilvægt haglendi og beitiland fyrir hreindýr.
Hér er Kláfur sem göngumenn gátu notað til að komast yfir í Kringilsárranann.

Mynd af kláf sem lá yfir Kringilsá sem nú er horfin í Hálslón við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessi brú er núna horfin og litla fjallið við hliðina á Kárahnjúknum sjálfum er núna orðin eyja í stóru uppistöðulóni Kárahnjúkavirkjunar.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Það á vel við að ráðamenn sem raula ættjarðarsöngva með glas í hönd eftir að hafa klippt á borðann og fengið að ræsa hina eftirsóttu virkjunina formlega, virði fyrir sér þessar myndir.
Þessi foss var sem töfrum líkastur og "bar" nafnið með rentu.

Mynd af Töfrafossi sem hvarf í lónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá hvernig þessi fallegi foss féll fram af hraunbrúninni og er meðal annars þessi fallorka nýtt til raforkuframleiðslu í dag sem síðan gefur nokkrum álkerjum niður á Reyðarfirði smá yl.

Mynd af Töfrafossi sem hvarf í lónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki langt frá Töfrafossi, var annar foss

Fossinn sem hvarf í Hálslónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Bergmyndanirnar voru margar fallegar í Kringilsá. Hér má sjá flottan berggang.

Berggangur sem hverfur í Hálslónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar við vorum á flugi þarna yfir, þá birtist skyndilega fálki sem var greinilega eitthvað að forvitnast líka, ekki er ólíklegt að hann eigi hreiður þarna á svæðinu :)
Gljúfur í Kringilsá

Gljúfur í Kringilsá sem hvarf í Hálslón við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Um 25% af friðlandinu á Kringilsárrana fór undir fyrirhugað Hálslón Kárahnjúkavirkjunar. Svæðið er lokað af Vatnajökli eða Brúarjökli að sunnan og svo ánni Jöklu að austan- og Kringilsá að vestanverðu. Raninn er mikið gróinn og var gott og mikilvægt haglendi og beitiland fyrir hreindýr.
Hér er Kláfur sem göngumenn gátu notað til að komast yfir í Kringilsárranann.

Mynd af kláf sem lá yfir Kringilsá sem nú er horfin í Hálslón við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessi brú er núna horfin og litla fjallið við hliðina á Kárahnjúknum sjálfum er núna orðin eyja í stóru uppistöðulóni Kárahnjúkavirkjunar.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ræs! sagði Össur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðfræði | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.11.2007 | 10:41
BYRJA SEM FYRST Á AÐ LEGGJA 25 KM TILRAUNABRAUT FYRIR LÉTTLEST
Nú eiga Sunnlendingar í samstarfi við Reykvíkinga og Orkuveituna að sameinast um að fá að setja upp umhverfisvænt létt-lestarkerfi milli Selfoss og Reykjavíkur.
Hér er aðeins verið að tala um 50 km vegspotta!
Áætla má verð fyrir steypta tvöfalda braut á hvern kílómeter eitthvað í kringum 35 milljónir (35 x 50 = 1750 milljónir!). Til samanburðar, þá kostar að leggja venjulegan tvöfaldan malbikaðan veg um 65 milljónir hvern kílómeter.
Með þessu móti mætti þróa og byggja upp hagkvæmt ódýrt íslenskt lestarkerfi sem myndi notast við umhverfisvæna orkugjafa (vetni, rafmagn, þrýstiloft, heit vatn).
Til að byrja með þyrfti að leggja sem fyrst 25 km tilraunabraut frá Hellisheiðarvirkjun til Reykjavíkur sem myndi jafnframt nýtast sem hitaveituleiðsla þar sem hluti af orkunni yrði notuð til að tryggja að brautin yrði snjófrí og þar með fær í öllum veðrum.
Eins og staðan er í dag, þá eiga framkvæmdaraðilar í stökustu vandræðum með að losa sig við allt það umfram heitavatn sem kemur upp á Hellisheiðarsvæðinu. En þeir leita með logandi ljósi eftir stöðum til að bora á þar sem hægt er að dæla þessu vatni og ónýttu orku niður í jörðina aftur!
Í dag sækir fjöldi fólks reglulega vinnu frá þessum svæðum inn á Stórreykjavíkur svæðið. Sökum ófærðar og veðurs þessa daganna, þá er það ekki auðvelt.
Lesa má nánar um útfærslu á þessari hugmynd og öðrum sambærilegum hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/372669/
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðausturrhorn landsins hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hér er aðeins verið að tala um 50 km vegspotta!
Áætla má verð fyrir steypta tvöfalda braut á hvern kílómeter eitthvað í kringum 35 milljónir (35 x 50 = 1750 milljónir!). Til samanburðar, þá kostar að leggja venjulegan tvöfaldan malbikaðan veg um 65 milljónir hvern kílómeter.
Með þessu móti mætti þróa og byggja upp hagkvæmt ódýrt íslenskt lestarkerfi sem myndi notast við umhverfisvæna orkugjafa (vetni, rafmagn, þrýstiloft, heit vatn).
Til að byrja með þyrfti að leggja sem fyrst 25 km tilraunabraut frá Hellisheiðarvirkjun til Reykjavíkur sem myndi jafnframt nýtast sem hitaveituleiðsla þar sem hluti af orkunni yrði notuð til að tryggja að brautin yrði snjófrí og þar með fær í öllum veðrum.
Eins og staðan er í dag, þá eiga framkvæmdaraðilar í stökustu vandræðum með að losa sig við allt það umfram heitavatn sem kemur upp á Hellisheiðarsvæðinu. En þeir leita með logandi ljósi eftir stöðum til að bora á þar sem hægt er að dæla þessu vatni og ónýttu orku niður í jörðina aftur!
Í dag sækir fjöldi fólks reglulega vinnu frá þessum svæðum inn á Stórreykjavíkur svæðið. Sökum ófærðar og veðurs þessa daganna, þá er það ekki auðvelt.
Lesa má nánar um útfærslu á þessari hugmynd og öðrum sambærilegum hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/372669/
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðausturrhorn landsins hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Hellisheiði lokuð vegna veðurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2007 | 06:28
Það mætti halda að himinn og jörð væru að farast :)
Ég get bara ómögulega skilið hvað er vandamálið við það að Hagkaup skuli vera að setja upp "Karla"-athvarf. Það er í raun hið besta mál og orðið löngu tímabært :)
Það besta við þetta allt saman er að markaðsmenn hjá Hagkaupum vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera.
Þeir eru bara að næla sér í ódýra auglýsingu hjá þeim sem rísa venjulega upp á afturlappirnar, yfir nánast öllu hversu ómerkilegt sem það kann að vera :)
Annað eins hefur nú verið gert rétt fyrir jólin til að fá smá athygli :)

Jólasveininn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Það besta við þetta allt saman er að markaðsmenn hjá Hagkaupum vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera.
Þeir eru bara að næla sér í ódýra auglýsingu hjá þeim sem rísa venjulega upp á afturlappirnar, yfir nánast öllu hversu ómerkilegt sem það kann að vera :)
Annað eins hefur nú verið gert rétt fyrir jólin til að fá smá athygli :)

Jólasveininn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Pabbar í pössun í Hagkaupum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 06:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)