23.11.2007 | 20:27
Fullkomnasta saumavél landsins lenti í átökum við bókina hans Guðna :)
Stundum getur tæknin verið hverful!
Það gerist stundum að tæknin getur verið mönnum erfið þegar síst skyldi. Það mátti litlu muna að fullkomnasta saumavél landsins setti strik í reikninginn þegar sauma átti bókina hans Guðna Ágústssonar saman í bókbandi.
Hér má sjá mynd af saumavél sem saumar bækur saman í prentsmiðju og eins og sjá má þá er að mörgu að huga

Hér er verið að skipta um nálar í saumavél fyrir bækur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á elleftu stundu náðist þó að bjarga fyrir horn og bókin hans Guðna kom út á réttum tíma og allt fór vel að lokum.
Við skulum vona að efni bókarinnar verði auðveldara fyrir lesendur til aflestrar en fyrir saumavélina að sauma hana saman :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Það gerist stundum að tæknin getur verið mönnum erfið þegar síst skyldi. Það mátti litlu muna að fullkomnasta saumavél landsins setti strik í reikninginn þegar sauma átti bókina hans Guðna Ágústssonar saman í bókbandi.
Hér má sjá mynd af saumavél sem saumar bækur saman í prentsmiðju og eins og sjá má þá er að mörgu að huga

Hér er verið að skipta um nálar í saumavél fyrir bækur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á elleftu stundu náðist þó að bjarga fyrir horn og bókin hans Guðna kom út á réttum tíma og allt fór vel að lokum.
Við skulum vona að efni bókarinnar verði auðveldara fyrir lesendur til aflestrar en fyrir saumavélina að sauma hana saman :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Hörðum átökum Guðna og Halldórs lýst í nýrri bók |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2007 | 08:20
HÁLKA, SNJÓKOMA, ÓVEÐUR, ÓFÆRT! - ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEYSA MÁLIÐ :)
Ef byggð yrði upphituð braut með svipuðu snið og hitaveitustokkarnir fyrir íslenskt léttlestarkerfi, þá yrði ekki vandamál með "beðið með mokstur", "þungt færi", "hálkubletti", "snjóþekja", "skafrenningur", "ekkert ferðaveður" og fl. Allt vel þekkt orð sem notuð eru í fjölmiðlum þegar vetur konungur leggst yfir
Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel byggðum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.

Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Umhverfisvænn loftbíll - Ætli það sé framtíðin fyrir íslenskan markað?
Á vef Viðskiptablaðsins mátti lesa þessa skemmtilegu frétt um það nýjasta í þróun á bílum.
Indverskur loftbíll fyrir íslenskan markað
Ef að Íslendingar myndu líta sjálfum sér aðeins nær, þá gætum við orðið þau fyrstu í heiminum að setja upp "Bensínstöð" sem yrði einskonar "Orkustöð" þar sem tappað væri á farartæki beint frá gufuborholu. En þrýstingur frá slíkri holu getur verið um 200 bör og ef tappað væri á kerfi bíls með slíkri orku, þá væri hægt að aka allt að 200 km á umhverfisvænni frírri orku sem við íslendingar eigum nóg af!!!!!
Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðausturrhorn landsins hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel byggðum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.

Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Umhverfisvænn loftbíll - Ætli það sé framtíðin fyrir íslenskan markað?
Á vef Viðskiptablaðsins mátti lesa þessa skemmtilegu frétt um það nýjasta í þróun á bílum.

Indverskur loftbíll fyrir íslenskan markað
Ef að Íslendingar myndu líta sjálfum sér aðeins nær, þá gætum við orðið þau fyrstu í heiminum að setja upp "Bensínstöð" sem yrði einskonar "Orkustöð" þar sem tappað væri á farartæki beint frá gufuborholu. En þrýstingur frá slíkri holu getur verið um 200 bör og ef tappað væri á kerfi bíls með slíkri orku, þá væri hægt að aka allt að 200 km á umhverfisvænni frírri orku sem við íslendingar eigum nóg af!!!!!
Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðausturrhorn landsins hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Hálka, snjókoma og óveður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)