Myndir af búnaði sem þarf til að skipta um dekk á flugvélum

Flugleiðir eru búnir að koma sér upp mjög flottri viðhaldsaðstöðu úti á Keflavíkurflugvelli

Hér má sjá myndir frá viðhaldsverkstæði Flugleiða úti á Keflavíkurflugvelli og er hér verið að mæla loftþrýsting í dekkjum.

Starfsmaður Flugleiða að mæla loftþrýsting í dekkjum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá kúta sem innihalda sérstakt loft fyrir svona dekk og er þrýstingurinn gífurlegur enda getur þyngd á einni fullhlaðinni flugvél skipt hundruðum tonna.

Sérstakt gas á kútum fyrir dekk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þrýstingurinn er svo mikill í dekkjunum að þegar er verið að þrýstiprófa þau, þá þarf svona öryggiskassa utan um dekkinn.

Öryggiskassi fyrir dekk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá búnað sem notaður er til að skipta um dekk á stórum þotum.

Búnað sem notaður er til að skipta um dekk á stórum þotum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flugmótor í svona vél er engin smásmíði kostar líka háar upphæðir og er einn dýrasti varahluturinn.

Hér má sjá einn dýrasta varahlutinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo ein mynd hér í lokin af einni lítilli vél að lenda á Reykjavikurflugvelli

Hér má sjá Fokker koma inn í lendingu á Reykjavíkurflugvelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Flugvél sem hlekktist á komin í flugskýli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýst eftir svartri vinnu - kemur ekki á óvart

Svona auglýsing þarf ekki að koma á óvart. Þegar skattpíning og aðrar kröfur kerfisins á ákveðnum þjóðfélagshópum er gengin svo langt að fólki er farið að ofbjóða. Á sama tíma er mikið af erlendu starfsfólki hér á vegum starfsmannaleiga þar sem fáránlega litlar kröfur eru gerðar til hæfni eða greiðslu á opinberum gjöldum.

Hér má sjá nánar frétt af visi.is um málið

Frétt af visir.is um auglýsingu á svartri atvinnustarfsemi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


Verum umhverfisvæn og hitum upp flugbrautina til að varna ísingu - Aukið öryggi

Hvernig væri að nota alla þá umframorku sem rennur í sjóinn frá nýjustu virkjuninni á Reykjanesi til að halda smá hita á flugbrautinni yfir hörðustu vetrarmánuðina. Þá þarf ekki að notast við varasöm afísingarefni.

Með þessu er hægt að stórauka öryggið og svo er notast við innlenda orku sem við höfum í ótakmörkuðu magni.

Spurning um að stjórnvöld fari að setja sér háleit markmið um að reyna að nota umhverfisvæna orkugjafa þar sem því verður við komið til hagsældar fyrir land og þjóð.


Bloggfærslur 28. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband