26.10.2007 | 22:40
Við skulum vona að Íslendingar verði ekki eftirbátar Dana í þessum efnum :)
Nú þarf að hafa hraðar hendur hér á Íslandi líka og reyna að nýta þá "ókeypis" orkugjafa sem að við höfum hér allt í kringum okkur betur. Við Íslendingar erum "Orkusóðar" og bruðlum mikið með orku. Heita vatnið rennur endalaust, raflýsingar út um allt og á ólíklegustu stöðum og ef það er heitt inni hjá okkur, þá opnum við bara gluggann og þá rennur bara meira heitt vatn í gegnum sjálfvirku "Danfoss" kranana á ofnunum hjá okkur. Bílafloti landsmanna er orðin með ólíkindum og það virðist þurfa tröllvaxin vörubíl til að flytja eina manneskju á milli staða.
Danir hafa þurf að lifa við það lengi að spara þar sem það á við og landið þeirra er ekki að gefa af sér mikið samanborið við þær auðlindir sem Íslendingar hafa yfir að ráða.
Raflestakerfi er næsta skref fyrir Íslendinga.
Með alla þá þekkingu og sköpunargáfur sem íslendingar búa yfir í dag, þá ætti það að vera lítið mál að koma upp slíku kerfi hér á Íslandi líka.
Nóg er til af fjármagni og fjársterkum aðilum í landinu og bankarnir hagnast nú sem aldrei fyrr.
Spörum olíuna og notum meira af innlendum umhverfisvænum orkugjöfum.... Ef Danir geta sett upp 500.000 hleðslustöðvar út um alla Danmörku, þá hljóta Íslendingar að geta búið til eitt lítið einfalt kerfi þar sem vagnar keyra á rafbrautum fyrir 200.000 manns!
Ef Íslendingar verða einhvertímann svo framsýnir að setja upp sitt eigið "léttlestarkerfi" í anda þeirra tillagna sem að ég hef verið að viðra hér á blogginu, þá geta flugfélögin farið að bjóði upp á stuttar rómanatískar ferðir til íslands þar sem ekið væri um hálendið baðað í norðurljósum innan um jökla og svarta sanda.
Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar geta lesið um það hér :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel byggðum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.

Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nú skora ég á borgaryfirvöld, sveitastjórnir og stjórnvöld þessa lands að hugsa að alvöru um þessi mál.
Undirritaður býður sig fram til að safna saman hópi af hönnuðum, hugvitsmönnum og fyrirtækjum til að setjast niður og kortleggja möguleika í svona verkefni.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Danir hafa þurf að lifa við það lengi að spara þar sem það á við og landið þeirra er ekki að gefa af sér mikið samanborið við þær auðlindir sem Íslendingar hafa yfir að ráða.
Raflestakerfi er næsta skref fyrir Íslendinga.
Með alla þá þekkingu og sköpunargáfur sem íslendingar búa yfir í dag, þá ætti það að vera lítið mál að koma upp slíku kerfi hér á Íslandi líka.
Nóg er til af fjármagni og fjársterkum aðilum í landinu og bankarnir hagnast nú sem aldrei fyrr.
Spörum olíuna og notum meira af innlendum umhverfisvænum orkugjöfum.... Ef Danir geta sett upp 500.000 hleðslustöðvar út um alla Danmörku, þá hljóta Íslendingar að geta búið til eitt lítið einfalt kerfi þar sem vagnar keyra á rafbrautum fyrir 200.000 manns!
Ef Íslendingar verða einhvertímann svo framsýnir að setja upp sitt eigið "léttlestarkerfi" í anda þeirra tillagna sem að ég hef verið að viðra hér á blogginu, þá geta flugfélögin farið að bjóði upp á stuttar rómanatískar ferðir til íslands þar sem ekið væri um hálendið baðað í norðurljósum innan um jökla og svarta sanda.
Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar geta lesið um það hér :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel byggðum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.

Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nú skora ég á borgaryfirvöld, sveitastjórnir og stjórnvöld þessa lands að hugsa að alvöru um þessi mál.
Undirritaður býður sig fram til að safna saman hópi af hönnuðum, hugvitsmönnum og fyrirtækjum til að setjast niður og kortleggja möguleika í svona verkefni.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Áætlanir uppi um að Kaupmannahöfn verði rafbílaborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.10.2007 | 21:01
Ég fékk góða reynslu af Land Rover síðustu helgi - Flottur bíll - myndir
Var í ljósmyndaferð fyrir nokkrum dögum þar sem verið var að mynda tvo Land Rover jeppa á leiðinni inn í Landmannalaugar og svo þaðan yfir í Hrafntinnusker og á fleiri flotta staði á Fjallabaki.
Veðrið var ekki mikið til að hrópa húrra yfir, en þrátt fyrir það var tekið mikið af efni á video og svo venjulegar myndir af erlendum og innlendum aðilum.
Ég verð að játa að 38" breyttur Land Rover jeppinn kom verulega á óvart í þessari ferð. Í upphafi ferðar var ég með blendnar tilfinningar um ágæti þessara bíla, enda búinn að vera mikið í sveit þar sem þeir flokkuðust meira sem landbúnaðartæki. Einnig hafði ég ágæta reynslu af því að ferðast mikið í svona bílum sem foreldrar mínir ferðuðust mikið á hér áður fyrr.
En nú er öldin önnur. Fjöðrun er eitt sem verður að hrósa þessum bílum sérstaklega fyrir og er hún líklega ein sú besta sem þekkist. Bílarnir lágu vel á vegi og farið var yfir mikið magn af stórfljótum í ferðinni og Landrover með snorkel var ekki mikið að kippa sér upp við það.
Mikill plús er hvað bílarnir eru léttir en aflið mætti vera aðeins meira.
Hér má sjá tvær panorama myndir sem að ég tók í ferðinni. Sú fyrri er tekin við Nafnlausa fossinn og sú seinni þegar við erum að koma inn að Hrafntinnuskeri.
Hér er mynd af Nafnlausa fossi inn á Fjallabaki.

Nafnlausa fossi inn á Fjallabaki (smellið á mynd til að sjá myndina stærri)
Hér er mynd af leiðinni inn að Hrafntinnuskeri

leiðinni inn að Hrafntinnuskeri (smellið á mynd til að sjá myndina stærri)
Hér er Land Rover á góðri "siglingu" frá Gullfossi upp Kjöl

Land Rover ekið eftir malarvegi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er Land Rover ekið yfir jökulá - spurning hvort að hinir þori yfir líka?

Land Rover ekið yfir jökulá (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er farið mikið með ferðamenn niður í fjöru.

Fjöruferð á Land Rover (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Veðrið var ekki mikið til að hrópa húrra yfir, en þrátt fyrir það var tekið mikið af efni á video og svo venjulegar myndir af erlendum og innlendum aðilum.
Ég verð að játa að 38" breyttur Land Rover jeppinn kom verulega á óvart í þessari ferð. Í upphafi ferðar var ég með blendnar tilfinningar um ágæti þessara bíla, enda búinn að vera mikið í sveit þar sem þeir flokkuðust meira sem landbúnaðartæki. Einnig hafði ég ágæta reynslu af því að ferðast mikið í svona bílum sem foreldrar mínir ferðuðust mikið á hér áður fyrr.
En nú er öldin önnur. Fjöðrun er eitt sem verður að hrósa þessum bílum sérstaklega fyrir og er hún líklega ein sú besta sem þekkist. Bílarnir lágu vel á vegi og farið var yfir mikið magn af stórfljótum í ferðinni og Landrover með snorkel var ekki mikið að kippa sér upp við það.
Mikill plús er hvað bílarnir eru léttir en aflið mætti vera aðeins meira.
Hér má sjá tvær panorama myndir sem að ég tók í ferðinni. Sú fyrri er tekin við Nafnlausa fossinn og sú seinni þegar við erum að koma inn að Hrafntinnuskeri.
Hér er mynd af Nafnlausa fossi inn á Fjallabaki.

Nafnlausa fossi inn á Fjallabaki (smellið á mynd til að sjá myndina stærri)
Hér er mynd af leiðinni inn að Hrafntinnuskeri

leiðinni inn að Hrafntinnuskeri (smellið á mynd til að sjá myndina stærri)
Hér er Land Rover á góðri "siglingu" frá Gullfossi upp Kjöl

Land Rover ekið eftir malarvegi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er Land Rover ekið yfir jökulá - spurning hvort að hinir þori yfir líka?

Land Rover ekið yfir jökulá (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er farið mikið með ferðamenn niður í fjöru.

Fjöruferð á Land Rover (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Landrover Freelander bíll ársins að mati BÍBB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 31.10.2007 kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)