17.10.2007 | 07:47
Hér er aðeins minni lúxus. Eitthvað sem hentað gæti fleirrum. Ný hugmynd!
Hvað gerum við Íslendingar þegar það fara að koma 1.000.000 plús ferðamenn til landsins? Hvernig væri að nota íslenskt hugvit og þekkingu til að sérsmíða okkar eigið samgöngukerfi?
Síðustu vikur er ég búinn að velta fyrir mér og útfæra hugmynd sem gæti komið til með að leysa mörg vandamál okkar íslendinga í ferða- og samgöngumálum.
Samgöngukerfi á brautum gæti verið sniðug lausn fyrir þéttbýlasta svæðið sem er á suðvesturhorn landsins.
Hugmyndin gengur út á að byrja á því að tengja Suðurnesin við stórreykjavíkursvæðið með því að leggja sérsmíðaða braut frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Næsta skref er að tengja byggðirnar á Suðurlandinu ásamt vinsælustu ferðamannastöðunum saman í eitt kerfi.
Samgöngukerfið byggist á brautum ekki ósvipað lestum nema eftir brautunum aka vagnar og ýmis smáfarartæki. Faratækin myndu virka eins og verið væri að taka lyftu í fjölbýlishúsi. Þú stígur um borð og þrýstir á hnapp sem tilheyrir þeim stað sem þú ætlar að fara á. Þetta er í raun faratækis án ökumanns sem er eins og lyfta, nema lyftan er á hjólum.
Farartækið verður að vera létt og geta ferðast hratt yfir og ekki væri verra ef notast væri við innlenda umhverfisvæna orkugjafa.
Mikið er horft til Íslands þessa daganna í samgöngumálum. En hvað erum við annars að gera í þeim málum? Viljum við láta taka mark á okkur og sýna fram á það að við erum leiðandi þjóð á því sviði? Væri ekki ráð að koma með snilldar lausn sem allir myndu virkilega taka eftir?
Vissulega virkar þessi hugmynd stór í sniðum á marga við fyrstu sýn. Því ekki að nota íslenskt hugvit og þekkingu og samnýta sérþekkingu sem liggur víða í þjóðfélaginu til að hanna og smíða okkar eigið samgöngukerfi?
Við vitum að það er gríðarleg aukning í samgöngum á suðvesturhorni landsins með tilheyrandi vandamálum. Á sama tíma fjölgar ferðamönnum. Borgin er að springa undan umferðarþunga. Mikil gagnrýni er komin á Reykjavíkurflugvöll og það vantar tilfinnanlega byggingarsvæði fyrir Reykjavík.
Hvernig væri að koma með varanlega framtíðarlausn þar sem ekki er bara hugsað til morgundagsins?
Það voru margir svartsýnir þegar jarðgöngin undir Hvalfjörð voru byggð. Núna er jafnvel talað um að byggja önnur slík!
Fyrir nokkrum árum, þá stóðu stjórnvöld í Kuala Lumpa (Malaysia) í svipuðum vanda og voru að spá í að kaupa tilbúið kerfi frá Japan. Kerfið reyndist allt of dýrt svo að yfirvöld settust niður og óskuðu eftir því að innlendir aðilar kæmu með tillögu að nýju kerfi til að leysa samgöngumálin í borginni. Hönnuðir voru komnir með frumgerð (prototype) 3 mánuðum seinna og síðan hefur sú framkvæmd verið mikill happafengur fyrir borgina. En núna aka um borgina svo kallaðir "Monorail" vagnar á einu spori. Að auki eru þeir að flytja út þessa þekkingu til annarra landa í stórum stíl.
Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins.

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má á kortinu, þá er verið að tala um tvær megin leiðir. Sú rauða tengir byggðarkjarnana á Reykjanesi saman og sú seinni suðurlandið og áhugaverðustu ferðamannastaðina saman.
Það sem er sameiginlegt öllum þessum svæðum er að um þau fer mikill fjöldi fólks daglega og ætti það að styrka rekstur á slíku kerfi til muna.
Ef rauða leiðin um Reykjanesið er skoðuð nánar, þá má sjá að leiðin er óhefðbundin þar sem lögð er áhersla á fáfarna leið með stórbrotna náttúru í stað þess að fara hefðbundna leið þar sem þjóðvegurinn liggur. Um Reykjanesbrautina aka hátt í 10.000 bílar á sólahring sem getur verið um 10.000.000 farþegar á ári. Stór hluti af þessu fólki eru ferðamenn sem eru að koma til landsins eða fara frá landinu. Ekki er annað að sjá en að hlutfall ferðamanna eigi eftir að vaxa verulega á næstu árum. Því ætti flott aðkoma að landinu þar sem lögð er áhersla á stórbrotna náttúru að vera stórt atriði. Um Bláa Lónið fer stór hluti ferðamanna, einnig er að koma inn nýtt þorp á Keflavíkurflugvelli þar sem býr m.a. skólafólk sem þarf að hafa aðgang að ódýrum ferðamáta í skólana á Reykjavíkursvæðinu. Með tilkomu svona kerfis, þá stækkar í raun höfuðborgarsvæðið til muna. Einni eru háværar kröfur um að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og flytja aðstöðuna til Keflavíkur og myndast þá verðmætt byggingarland í hjarta Reykjavíkur. Á ári ferðast um 400 þúsund farþegar með innanlandsflugi til og frá Reykjavíkurflugvelli. Til að byrja með myndu vagnarnir stoppa í öllum helstu byggðarkjörnunum og við Smáralind, Kringluna og miðbæ Reykjavíkur.
Ef litið er á Grænu leiðina, þá má sjá að hún er endurbættur, Gull hringur, sem er jafnframt vinsælasta leiðin sem við höfum upp á að bjóða ferðamönnum í dag. En á ári fara um 500.000 ferðamenn þessa leið og ef vöxtur eykst eins og miðað er við á næstu árum, þá verður ekki langt þar til að þeir verða um 1.000.000 á ári! Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem vex hvað hraðast og er að afla um 12 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarinnar.
Væri þá ekki ráð til að vernda svæði eins og Þingvöll betur að lágmarka alla umferð ökutækja um svæðið nema með svona hljóðlausum og umhverfisvænum vögnum. Ferðamenn tækju ferðavagninn til Þingvallar með því a velja viðkomandi hnapp og réðu svo sínum tíma sjálfir með því a ganga um svæðið og þegar viðkomandi telur sig búinn að fá nóg, þá er stigið upp í næsta vagn og haldið áfram á næsta áfangastað. Með þessu myndi fást mun meiri dreifing og álagstoppar lækka og ferðamaðurinn fær ekki á tilfinninguna lengur að það séu 20 rútur á sama tíma eins og oft vill gerast við Gullfoss og Geysi.
Samkvæmt könnunum, þá hafa erlendir gestir einkum áhuga á náttúrutengdri afþreyingu og býður Græna leiðin nánast upp á alla þá möguleika í einni hringferð.
Ástæðan fyrir því að græna leiðin er lögð upp að Langjökli er að við eigum að leggja stóraukna áherslu á að fólk fái að komast á jökla, á skíði, ísklifur, skíðagöngu, vélsleða jeppaferðir í snjó og allt við topp aðstæður. En eins og hefur áður komið fram hjá mér, þá á að leggja niður núverandi skíðasvæði og flytja þangað upp eftir.
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/293926/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/
Nýjar byltingakenndar hugmyndir - Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins "The Golden Circle" í "The Golden Circle Delux"!
Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið.

Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En eins og áður segir, þá gengur hugmyndin út á að láta vagninn aka eftir braut sem gæti verið svipuð og gömlu hitaveitustokkarnir. Svona stokkur gæti haft margþættan tilgang og þá sem lagnaleið á milli svæða fyrir raflagnir, fjarskiptalagnir, heitt og kalt vatn m.m.

Mynd sýnir stokk sem hefur fjölþættan tilgang auk þess að vera braut fyrir farartæki (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki sem ekið gæti eftir svona brautum. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nú skora ég á borgaryfirvöld, sveitastjórnir og stjórnvöld þessa lands að hugsa að alvöru um þessi mál.
Undirritaður býður sig fram til að safna saman hópi af hönnuðum, hugvitsmönnum og fyrirtækjum til að setjast niður og kortleggja möguleika í svona verkefni.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Síðustu vikur er ég búinn að velta fyrir mér og útfæra hugmynd sem gæti komið til með að leysa mörg vandamál okkar íslendinga í ferða- og samgöngumálum.
Samgöngukerfi á brautum gæti verið sniðug lausn fyrir þéttbýlasta svæðið sem er á suðvesturhorn landsins.
Hugmyndin gengur út á að byrja á því að tengja Suðurnesin við stórreykjavíkursvæðið með því að leggja sérsmíðaða braut frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Næsta skref er að tengja byggðirnar á Suðurlandinu ásamt vinsælustu ferðamannastöðunum saman í eitt kerfi.
Samgöngukerfið byggist á brautum ekki ósvipað lestum nema eftir brautunum aka vagnar og ýmis smáfarartæki. Faratækin myndu virka eins og verið væri að taka lyftu í fjölbýlishúsi. Þú stígur um borð og þrýstir á hnapp sem tilheyrir þeim stað sem þú ætlar að fara á. Þetta er í raun faratækis án ökumanns sem er eins og lyfta, nema lyftan er á hjólum.
Farartækið verður að vera létt og geta ferðast hratt yfir og ekki væri verra ef notast væri við innlenda umhverfisvæna orkugjafa.
Mikið er horft til Íslands þessa daganna í samgöngumálum. En hvað erum við annars að gera í þeim málum? Viljum við láta taka mark á okkur og sýna fram á það að við erum leiðandi þjóð á því sviði? Væri ekki ráð að koma með snilldar lausn sem allir myndu virkilega taka eftir?
Vissulega virkar þessi hugmynd stór í sniðum á marga við fyrstu sýn. Því ekki að nota íslenskt hugvit og þekkingu og samnýta sérþekkingu sem liggur víða í þjóðfélaginu til að hanna og smíða okkar eigið samgöngukerfi?
Við vitum að það er gríðarleg aukning í samgöngum á suðvesturhorni landsins með tilheyrandi vandamálum. Á sama tíma fjölgar ferðamönnum. Borgin er að springa undan umferðarþunga. Mikil gagnrýni er komin á Reykjavíkurflugvöll og það vantar tilfinnanlega byggingarsvæði fyrir Reykjavík.
Hvernig væri að koma með varanlega framtíðarlausn þar sem ekki er bara hugsað til morgundagsins?
Það voru margir svartsýnir þegar jarðgöngin undir Hvalfjörð voru byggð. Núna er jafnvel talað um að byggja önnur slík!
Fyrir nokkrum árum, þá stóðu stjórnvöld í Kuala Lumpa (Malaysia) í svipuðum vanda og voru að spá í að kaupa tilbúið kerfi frá Japan. Kerfið reyndist allt of dýrt svo að yfirvöld settust niður og óskuðu eftir því að innlendir aðilar kæmu með tillögu að nýju kerfi til að leysa samgöngumálin í borginni. Hönnuðir voru komnir með frumgerð (prototype) 3 mánuðum seinna og síðan hefur sú framkvæmd verið mikill happafengur fyrir borgina. En núna aka um borgina svo kallaðir "Monorail" vagnar á einu spori. Að auki eru þeir að flytja út þessa þekkingu til annarra landa í stórum stíl.
Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins.

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má á kortinu, þá er verið að tala um tvær megin leiðir. Sú rauða tengir byggðarkjarnana á Reykjanesi saman og sú seinni suðurlandið og áhugaverðustu ferðamannastaðina saman.
Það sem er sameiginlegt öllum þessum svæðum er að um þau fer mikill fjöldi fólks daglega og ætti það að styrka rekstur á slíku kerfi til muna.
Ef rauða leiðin um Reykjanesið er skoðuð nánar, þá má sjá að leiðin er óhefðbundin þar sem lögð er áhersla á fáfarna leið með stórbrotna náttúru í stað þess að fara hefðbundna leið þar sem þjóðvegurinn liggur. Um Reykjanesbrautina aka hátt í 10.000 bílar á sólahring sem getur verið um 10.000.000 farþegar á ári. Stór hluti af þessu fólki eru ferðamenn sem eru að koma til landsins eða fara frá landinu. Ekki er annað að sjá en að hlutfall ferðamanna eigi eftir að vaxa verulega á næstu árum. Því ætti flott aðkoma að landinu þar sem lögð er áhersla á stórbrotna náttúru að vera stórt atriði. Um Bláa Lónið fer stór hluti ferðamanna, einnig er að koma inn nýtt þorp á Keflavíkurflugvelli þar sem býr m.a. skólafólk sem þarf að hafa aðgang að ódýrum ferðamáta í skólana á Reykjavíkursvæðinu. Með tilkomu svona kerfis, þá stækkar í raun höfuðborgarsvæðið til muna. Einni eru háværar kröfur um að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og flytja aðstöðuna til Keflavíkur og myndast þá verðmætt byggingarland í hjarta Reykjavíkur. Á ári ferðast um 400 þúsund farþegar með innanlandsflugi til og frá Reykjavíkurflugvelli. Til að byrja með myndu vagnarnir stoppa í öllum helstu byggðarkjörnunum og við Smáralind, Kringluna og miðbæ Reykjavíkur.
Ef litið er á Grænu leiðina, þá má sjá að hún er endurbættur, Gull hringur, sem er jafnframt vinsælasta leiðin sem við höfum upp á að bjóða ferðamönnum í dag. En á ári fara um 500.000 ferðamenn þessa leið og ef vöxtur eykst eins og miðað er við á næstu árum, þá verður ekki langt þar til að þeir verða um 1.000.000 á ári! Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem vex hvað hraðast og er að afla um 12 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarinnar.
Væri þá ekki ráð til að vernda svæði eins og Þingvöll betur að lágmarka alla umferð ökutækja um svæðið nema með svona hljóðlausum og umhverfisvænum vögnum. Ferðamenn tækju ferðavagninn til Þingvallar með því a velja viðkomandi hnapp og réðu svo sínum tíma sjálfir með því a ganga um svæðið og þegar viðkomandi telur sig búinn að fá nóg, þá er stigið upp í næsta vagn og haldið áfram á næsta áfangastað. Með þessu myndi fást mun meiri dreifing og álagstoppar lækka og ferðamaðurinn fær ekki á tilfinninguna lengur að það séu 20 rútur á sama tíma eins og oft vill gerast við Gullfoss og Geysi.
Samkvæmt könnunum, þá hafa erlendir gestir einkum áhuga á náttúrutengdri afþreyingu og býður Græna leiðin nánast upp á alla þá möguleika í einni hringferð.
Ástæðan fyrir því að græna leiðin er lögð upp að Langjökli er að við eigum að leggja stóraukna áherslu á að fólk fái að komast á jökla, á skíði, ísklifur, skíðagöngu, vélsleða jeppaferðir í snjó og allt við topp aðstæður. En eins og hefur áður komið fram hjá mér, þá á að leggja niður núverandi skíðasvæði og flytja þangað upp eftir.
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/293926/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/
Nýjar byltingakenndar hugmyndir - Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins "The Golden Circle" í "The Golden Circle Delux"!
Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið.

Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En eins og áður segir, þá gengur hugmyndin út á að láta vagninn aka eftir braut sem gæti verið svipuð og gömlu hitaveitustokkarnir. Svona stokkur gæti haft margþættan tilgang og þá sem lagnaleið á milli svæða fyrir raflagnir, fjarskiptalagnir, heitt og kalt vatn m.m.

Mynd sýnir stokk sem hefur fjölþættan tilgang auk þess að vera braut fyrir farartæki (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki sem ekið gæti eftir svona brautum. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nú skora ég á borgaryfirvöld, sveitastjórnir og stjórnvöld þessa lands að hugsa að alvöru um þessi mál.
Undirritaður býður sig fram til að safna saman hópi af hönnuðum, hugvitsmönnum og fyrirtækjum til að setjast niður og kortleggja möguleika í svona verkefni.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Dýrasti lúxusbíllinn á 200 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)