16.10.2007 | 23:03
HDR - Áhugaverð nýjung í ljósmyndatækni
Hér koma nokkrar skemmtilegar ljósmyndir frá þessu ári sem að ég held mikið upp á. Það sem er sameiginlegt með þeim öllum er að þær eru teknar með svo kallaðri HDR tækni (High Dynamic Range images).
HDR tæknin gerir það mögulegt að ná myndum sem hafa mun meira lýsingarsvið en hægt er að ná með hefðbundinni ljósmyndatækni.
En tæknin byggist á því að teknar eru margar myndir sem síðan eru settar saman hver ofan í aðra og fást þá myndir eins og sjá má hér á eftir:
Hér er mynd sem er gríðarlega erfitt að ná þar sem myndin er tekin beint á móti sól. En eins og sjá má, þá næst himininn og sú hlið á bílnum sem er í skugga að lýsast þannig að hægt er að greina öll smáatriði bílsins.
Ford jeppi með sólina í bakgrunni. Dæmi um erfiða ljósmynd sem HDR tæknin gerir mögulega að taka.

HDR ljósmynd af bíl (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næsta mynd sýnir mynd af Svartafossi sem tekin er með HDR tækninni á miðjum degi og einnig með glerjum (ND filter) sem lengja lýsingartímann

HDR ljósmynd af Svartafossi í Skaftafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á næstu tveimur myndum má sjá mismun á mynd sem tekin er á hefðbundin máta og svo mynd sem tekin er með HDR tækninni.

HDR ljósmynd af Sönghellinum í Reynisfjöru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svo sama mynd tekin á hefðbundin máta. En eins og sjá má, þá ræður myndavélin illa við að lýsa upp skuggasvæðin.

Venjuleg ljósmynd af Sönghellinum í Reynisfjöru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá samanburðinn á öðrum tveimur myndum sem teknar eru inni í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði af hverasvæðinu.

HDR ljósmynd af hverasvæðinu í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svo sama mynd tekin á hefðbundin máta. En eins og sjá má, þá ræður myndavélin illa við að lýsa upp skuggasvæðin án þess að brenna út himininn um leið.

Venjuleg ljósmynd af hverasvæðinu í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svo að lokum enn eitt dæmi um svona myndatöku.

HDR ljósmynd af hverasvæðinu í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svo sama mynd tekin á hefðbundin máta. En eins og sjá má, þá ræður myndavélin illa við að lýsa upp skuggasvæðin án þess að brenna út himininn um leið.

Venjuleg ljósmynd af hverasvæðinu í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svo að lokum, þá er það ykkar að dæma hvort kemur betur út. En svona myndataka og vinnsla er mjög tímafrek en þegar vel tekst til, þá geta komið mjög flottar myndir út úr svona myndatöku.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2007 | 20:51
Hvar er Valahnúkur í Þórsmörk? Myndir og kort.

Gengið upp stíg sem liggur upp á Valahnúk í Þórsmörk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er vaskur hópur eldri borgara frá Danmörku komin á topp Valahnúks í Þórsmörk. Veðrið var magnað á staðnum þar sem sól og rigning var á víxl og myndaðist þessi fallegi regnbogi á meðan á göngunni stóð.

Hópmynd á Valahnúki með regnboga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stórkostlegt útsýni er af hnjúknum og er þar útsýnisskífa með örnefnum af fjallahringnum á svæðinu. Ýmis félagasamtök hafa verið dugleg við að koma upp svona skífum viða um land.

Útsýnisskífa á Valahnjúki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flott laug er í Húsadal og er gott að baða sig þar eftir gönguna á hnjúkinn

Laugin í Húsadal í Þórsmörk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Frægur hellir sem kenndur er við útilegumanninn Snorra er við gönguleiðina milli Húsadals og Langadals. Vinsælt er að reyna að komast upp í hellinn sem getur verið erfitt þó svo að höggvin hafa verið spor í móbergið til að auðvelda uppgönguna.

Hellirinn Snorraríki í Þórsmörk í Húsadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Útilegumaðurinn Snorri er sagður hafa flúið í hellinn Snorraríki þegar hann var á flótta undan heimamönnum sem hugðust taka hann fastan fyrir að stela sauðfé af bændum í sveitinni. Héraðsmenn náðu honum ekki því Snorri varnaði þeim uppgöngu í hellinn. Hugðu þeir þá svelta hann inni. Þegar hann átti aðeins eitt læri óétið eftir, þá kastaði hann því út. Töldu menn þá einsýnt að hann ætti nógan mat og hurfu frá.
Á árunum 1802 til 1803 var búið í Húsadal í Þórsmörk og voru lífskjör erfið.
Skógur á svæðinu var nýttur fram til 1950 og var fé haft á svæðinu fram á vetur. Gæslumenn sem pössuðu féð bjuggu í hellum.
Yfirlitskort af Þórsmörk

Kort af svæði við Mýrdalsjökul (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svo ein flott mynd í lokin af einum jeppa af gömlu kynslóðinni. En fyrsti bíll sem kom inn í mörkina var árið 1934.
Hér er ekið yfir Krossá á leið inn í Húsadal og eins og sjá má þá er mikið í ánni

Farið á vaði yfir Krossá á leið inn í Húsadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru svo tengingar á myndir sem teknar hafa verið í Mörkinni við ýmis tækifæri
http://www.photo.is/06/09/2/index_3.html
http://www.photo.is/06/08/4/index_9.html
http://www.photo.is/06/08/3/index_22.html
http://www.photo.is/06/07/6/
http://www.photo.is/06/04/1/index_2.html
http://www.photo.is/06/07/1/index_7.html
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir göngumann til Þórsmerkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 24.10.2007 kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2007 | 09:37
Konur eru konum verstar
Auðvitað eru konur sjálfum sér og öðrum konum versta. Ég verð að viðurkenna að ég er pínu hrifin af Margréti og hennar baráttu.
Mun seint gleyma orðum hennar þegar hún var að bera sín störf fyrir Frjálslynda flokkinn saman við störf framkvæmdastjóra flokks sjálfstæðismanna sem á þeim tíma var Kjartan Gunnarsson.
En fyrir sinn flokk gengi hún í öll störf og hún sæi tæpast Kjartan Gunnarsson standa í klósetþrifum fyrir sinn flokk :)
![]() |
Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 09:27
Spurning um að fara að blogga aftur?
Ég tók mér smá blogg hlé í 2-3 mánuði. Mig er farið að kitla í puttanna aftur, enda af nógu af taka til að blogga um.
Ég á mér mörg áhugamál og spurning hvort að það sem að ég er að vinna í þessa dagana getur orðið eitthvað stórt - hver veit. Ef svo verður, þá mun ég hafa lítið annað að gera næstu árin en að sinna því sem var upphaflega aðeins áhugamál.
Kem með nánari upplýsingar á næstu dögum.
Kjartan
p.s. þetta heitir að byggja upp spennu :)
![]() |
Áhugamálið orðið að aðalstarfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)