Færsluflokkur: Flug

Fokker 50 reynist gríðarlega vel við Íslenskar aðstæður

Þær flugvélar sem reynst hafa hvað best við íslenskar aðstæður er óhætt að segja að séu Fokker 50 flugvélarnar.

Hér má sjá vél Landhelgisgæslunnar á Egilsstaðarflugvelli núna í sumar. En vélin var notuð til að skutla víkingasveitinni til að taka aðeins á virkjanaandstæðingum. Skrautlegt var að fylgjast með öllum búnaðinum sem þeir höfðu meðferðis. Minnti mann einna helst á að maður væri komin til einhvers stríðþjáðs lands :)

Fokker F27 flugvél Landhelgisgæslunar, á Egilsstaðarflugvelli, ekki ósvipuð F50 vélunum sem Flugfélag Íslands er að nota (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er vélin komin í loftið frá Egilsstaðarflugvelli.

Fokker F27 flugvél Landhelgisgæslunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo enn ein í lokin þar sem vélin flýgur á leið til Reykjavíkur

Fokker F27 flugvél Landhelgisgæslunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Lenti aftur á Egilsstaðaflugvelli eftir að olíuþrýstingur í öðrum hreyfli féll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir og kort af Þórkötlustaðanesi við Grindavík

Hér er mynd af Grindavík tekin á fallegu sumarkvöldi og Þórkötlustaðanes sem um ræðir er fjær á myndinni.

Grindavík úr lofti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Grindavík er bær á sunnanverðum Reykjanesskaga. Sjávarútvegur er aðalatvinnugrein enda er Grindavík einn öflugasti útgerðarbær landsins. Land Grindavíkur nær frá Reykjanestá og austur að sýslumörkum Árnessýslu. Íbúar eru um 2.400.

Á þessari mynd má svo sjá myndirnar af salthaugunum sem eru suðvestan megin á Þórkötlustaðanesi

Salthaugarnir sem eru rétt hjá Grindavík úr (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo Hópsnesviti / Þórkötlustaðanesviti og leifar af bátnum Gjafar VE 300 sem fórst 27. febrúar árið 1973 er framar á myndinni

Vitinn og leifar af vélbátnum Gjafar, 12 manna áhöfn var bjargað (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvaða hús er þetta sem myndin sýnir?

Húsarústir á Þórkötlustaðanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvaða byggð var suðaustan megin á nesinu?

Gamlar rústir á Þórkötlustaðanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvaða byggð var austan megin á nesinu?

Byggð á Þórkötlustaðanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Festafjall er merkilegt fjall sem hefur verið grafið til hálfs af ágangi sjávar og er þar hægt að sjá hvernig eldstöð hefur brotist upp á yfirborðið í þversniðinu af fjallinu.

Festafjall við Hraunsvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af göngusvæðinu þar sem sjá má Grindavík, Þórkötlustaðanes m.m.

Kort af Grindavík og nágreni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nánari upplýsingar um svæðið má finna á vef Ferils hér:
http://www.ferlir.is/?id=6814


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Tólfhundraðasta ganga Ferlis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband