Færsluflokkur: Ferðalög
26.7.2007 | 06:17
Myndir - Laxárgljúfur - Stóra Laxá í Hreppum
Ég átti þess kost á að fljúga yfir Laxárgljúfur í september árið 2005 og tók þá þessa myndaseríu.

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flogið er upp eftir gljúfrinu til norðurs

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flogið er upp eftir gljúfrunum til norðurs

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
og eins og sjá má á eftirfarandi myndum, þá eru gljúfrin hrikaleg í alla staði

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á svæðinu er auðmótanlegt móberg eða sandsteinn sem vatn og vindur á auðvelt með að forma

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þetta er eitt hrikalegasta gljúfur sem finna má á Suðurlandi

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Margar kynjamyndir má sjá á leið sinni upp eftir gljúfrinu

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér kemur svo sjálf Laxáin úr austri inn í gljúfrið og það merkilega er að hún kemur einhvern spotta úr austri en þar rennur svo áin til norðurs á kafla og virðist vera uppsprettuvatn af heiði sem liggur austan megin við þessi hrikalegu gljúfur.

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef haldið er svo áfram upp með lítilli hliðará sem heitir Leirá sem kemur úr norðri, þá er komið að línuvegi þar sem auðvelt er að koma að gljúfrinu ofan frá. Gönguleið liggur með gljúfrinu að vestanverðu en það þarf að fara yfir nokkur gil og gljúfur að austanverðu.

Hliðará sem rennur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á sínum tíma útbjó ég ásamt Ingu Sigríði Ragnarsdóttur og Ásgerði Einarsdóttur verkefni í gönguleiðsögn í MK. Fyrir valinu var að ganga um þetta svæði þar sem fara átti frá Kaldbak meðfram gljúfrinu að austanverðu upp í Kerlingarfjöll.
Ætli Ásgeir Gestsson fyrrum bóndi frá Kaldbak og fjallkóngur þeirra Hrunamann til margra ára, sé ekki sá sem hefur eina mestu þekkingu á svæðinu. Þegar ég leitaði til hans út af verkefni mínu á sínum tíma, þá var að heyra að hann þekkti hvern þumlung svæðisins.
En hér má sjá smá brot úr verkefninu sem var aðeins um eitt af mörgum verkefnum sem nemendur leiðsöguskólans bjuggu til á meðan á námi stóð.
Gönguleið: (6 göngudagar)
Vegalengd: Akstur 250 km, Ganga 87,3 km auk gönguferðar í Kerlingarfjöllum, um 10 km
Hækkun/Lækkun : Kaldbakur 220 m Geldingarfell 758 m Svínárnes 400 m Fosslækur 460 m Kerling 940 m Ásgarður í Kerlingafjöllum 680 m
Göngutími: Alls um 20 klst.
Gist í skálum: Hallarmúli, Helgaskáli, Svínárnes, Fosslækur og Kerlingarfjöll
Matur og útbúnaður borinn á bakinu í 5 daga, þó er matarburði skipt í tvennt, matur ferjaður um miðbik ferðar og matur fyrir lok ferðar ferjaður í Kerlingarfjöll og gengið þar með dagspoka
Erfiðleikastig: Meðalerfitt, með möguleikum á meira krefjandi köflum
Vöð: 4 stór og nokkur minni, í upphafi ferðar
Hér læt ég fylgja með myndir + teikningar úr umræddu verkefni sem sýnir aðeins 2 fyrstu daga ferðarinnar sem hefst frá bænum Kaldbak. En þar býr nú fyrrum ritstjóri Jónas Kristjánsson.

Kaldbakur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fyrsta daginn er gengið frá Kaldbak, vaðið yfir Stóru-Laxá og gengið upp að fallegum fossi Skillandsárs og endað í skála í Hallarmúla.

Skillandsárfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næsta dag er svo gengið til baka að gljúfrunum að austanverðu

Jólgeirsstaðir, Klofkerling, Krossgil, Kambur, Kambshorn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo haldið áfram upp með gljúfrinu yfir Uppgöngugil í átt að Miðgili. Ef myndin er skoðuð nánar, þá má sjá pínulítinn mótordreka yfir gljúfrinu. Þetta sýnir vel stærðarhlutföllin.

Uppgöngugil, Miðgil, Illaver, Fremra-Rótargil (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Laxárgljúfur á leið frá Hallarmúla upp í Helgaskála.

Mynd tekin við Innra-Rótargil (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er krækt fyrir gilið þar sem Stóru-Laxá og Leirá koma saman og svo vaðið yfir Stóru-Laxá á móts við Helgaskála

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En eins og sjá má, þá er íslensk náttúra stórbrotin og varasöm. En benda má á að leiðin vestanmegin við gljúfrin henta mun betur til göngu. Þessi ferð var svo m.a. hugsuð með möguleika á að vera með fullkomin klifurbúnað meðferðis þar sem hægt væri að síga niður í gljúfrið á nokkrum stöðum. Á síðustu myndinni má sjá hvar bíl hefur verið lagt. En hægt er að aka eftir línuvegi frá Þjórsárdal og niður í hreppa í áttina að Gullfossi með viðkomu á þessum stað.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Mikið slasaður eftir að hafa fallið niður Laxárgljúfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 28.7.2007 kl. 06:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.7.2007 | 21:25
Flaug um Vestfirðina í gær og tók þá þessar myndir af heimabæ Einars - Flateyri og næsta nágrenni

Flateyri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Önundarfjörður, flugvöllurinn á Hvítasandi og Flateyri

Önundarfjörður, flugvöllurinn á Hvítasandi og Flateyri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á firðinum mátti sjá bátinn Ölduna frá Ísafirði vera að huga að veiðafærum sínum.

Veiðibáturinn Aldan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. fjallað var víða um ferðalagið í Vestfirskum fjölmiðlum.
Frétt frá bb.is - Fisvélaferðin um Vestfirði var engu lík
Frétt frá bb.is - Á leið í hádegismat á Ísafirði
Hlynur Þór Magnússon bloggað um flugið
![]() |
Mikill fjöldi við kveðju- og minningarathöfn um Einar Odd Kristjánsson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 28.7.2007 kl. 06:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 14:45
Myndir - Hestagjá - Hakið - Þingvöllum

Hestagjá - Hakið - Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Eldur á klettasyllu í Hestagjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 28.7.2007 kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 07:00
Mál sem mér er hugleikið - Stækkum Gullna Hringinn og fjölgum möguleikum

Hér má sjá hugmyndir um hvernig má gera Gullna Hringinn betri og fjölbreyttari fyrir ferðamenn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ferðalög | Breytt 28.7.2007 kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 06:23
Vatnsendahæð - Myndir

Sendi- og móttökuloftnet af ýmsum stærðum og gerðum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Nota Vatnsendahæð sem öskuhaug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 28.7.2007 kl. 06:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2007 | 23:59
Lakkskógarströnd :)
Ég hef heyrt því fleygt að Skógarströnd hafi fengið nafnið Lakkskógarströnd á sínum tíma. En þá áttu svo margir lögmenn að hafa átt jarðirnar og veiðirétt á svæðinu.
Ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það :)
![]() |
Bílvelta á Skógarstrandavegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2007 | 23:07
Jökulsárlón - Sannkallað himnaríki á jörðu
Hér er ein fyrsta víðmyndin sem var tekin í Íslandsbókina sumarið 1996. Það er ekki annað að sjá að lónið sé að virka vel enn þann daginn í dag.

Jökulsárlón Breiðamerkurlón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir) Hér er mín uppáhalds mynd af lóninu. Sólin að koma upp í austri.

Jökulsárlón Breiðamerkurlón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Lónið hefur verið mikið notað til að kvikmynda og hafa margar þekktar myndir verið filmaðar þarna. Einnig er töluvert um að teknar séu auglýsingar á lóninu.

Hér er verið að kvikmynda á Jökulsárlóninu með mjög víðri kvikmyndatökuvél (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Alltaf gaman að ná svona flottri mynd

Mynd tekin ofan á mótordreka í lágflugi yfir jökulsárlóninu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki slæmt að smakka á 1000 ára gömlum klaka sem veiddur er upp úr jökulsárlóninu fyrir ferðamenn.

Hér er ferðamaður að smakka á ísnum úr lóninu. Eitthvað er um að ísinn sé fluttur út til Englands þar sem að hann er notaður í Vodka og heyrist þá braka og bresta í þéttpressuðum ísnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér hlustar leiðsögumaður á brestina í ísnum áður en hann svolgrar í sig Vodka kældum með Vatnajökulsískubbum.

Mynd úr útskriftarferð leiðsögumanna þar sem farið var í kringum landið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Listaverk náttúrunnar eru endalaus. Ekkert er eins flott og lónið á góðum degi. Þá nær ísinn að spegla sig í lóninu

Aðeins sést lítill hluti af ísnum eða um 10% (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Oft er þraunkt á þingi í bátunum. Hér er hópur Spánverja á hringferð um landið. Ótrúleg ferð :)

Spánverjar á siglingu um lónið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Aðsókn að Jökulsárlóni alltaf að aukast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 28.7.2007 kl. 06:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2007 | 11:50
Flott :)
En síðustu daga, þá hef ég verið að vinna að nýrri hugmyndir sem gengur út á að breyta vinsælustu ferðamannaleið landsins "The Golden Circle" í "The Golden Circle Delux"! þar sem bætist við fullt af nýjum möguleikum.
Eins og sjá má á kortunum, þá bætast við ýmsir nýir kostir fyrir ferðamenn. Grunn hugmyndin gengur út á að búa til tvær nýjar megin leiðir sem viðbót við "Gullna Hringinn". En í öllum þeim hugmyndum er reynt að halda inni lykilstöðum eins og Þingvöllum, Gullfossi og Geysi.
Viðbótin er Hvalfjörður sem er langur flottur djúpur fjörður, hvalstöðin, herminjar frá stríðsárunum, ekið á milli jökla, ekið meðfram jökli, ekið yfir hraun, sand, auðnir, stórglæsileg skíðaaðstaða, vélsleðaaðstaða, mikill fjöldi stuttra 4x4 leiða, hæsti foss landsins Glymur 198m hár, flott fjöll, Jarlhetturnar, Skjaldbreiður og Hlöðufell og mikill fjöldi flottra gönguleiða.
Með því að spila meira á þessar nýju leiðir, þá er auðveldara að jafna álaginu á lykilstaðina þannig að það myndist ekki toppar sem erfitt er að ráða við í mat og annarri þjónustu.
Hér má sjá endurbætt kort sem sýnir 3 megin möguleika til að stækka Gullna Hringinn.
Lesa má nánar um hugmyndina hér:
Linkur um umfjöllun um fleiri nýjar leiðir í ferðaþjónustu hér
svo sjá betra kort sem sýnir möguleika á 4x4 leiðum sem hægt er að aka út frá fyrrnefndum hugmyndum hér
Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið og hefur ýmsa hagræðingu í för með sér.

Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli, horft til austurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli, horft til vesturs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á næstu mynd má sjá nánar hugmyndir af nýrri og mikið endurbætta leið fyrir ferðamenn frá Reykjavík. En um "Gullna Hringinn" fara um 400 þúsund ferðamenn á ári!

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En til að byrja með mætti leggja nýja leið inn að Presthnjúkum sem er um 11 km og svo þessa leið hér:
En gott væri að hafa möguleika á að aka niður í Hvalfjörð af Kaldadalsleið eins og sjá má á eftirfarandi korti. Slík leið myndi opna möguleika fyrir ferðamenn að skoða hæsta foss landsins sem er Glymur 198 m hár og svo Hvalfjörðinn sem væri ekki amalegt að skoða frá slíkri leið. Einnig myndi opnast skemmtileg hringleið frá Þingvöllum, um Kaldadal og yfir í Hvalfjörð með gríðarlega fallegu útsýni. Slík leið er um 18 km frá Kaldadal niður í Hvalfjarðarbotn. Svo mætti einfalda leiðina með því að sleppa því að aka upp á Kvígindisfell.

Kort af ökuleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Einnig er hægt að leggja leiðina frá Reyðarvatni eða inn á Skorradalsleiðina.
Hæðakort af svæði og gönguleið.

Hæðakort af ökuleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Verðmæt landkynning í Condé Nast Traveler |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 28.7.2007 kl. 06:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2007 | 08:14
Það eru til fleirri góðar leiðir til að fjölga spilum á hendi í ferðaþjónustu á suðausturhorni landsins.
Lesa má nánar um hugmyndina hér:
Linkur um umfjöllun um fleirri nýjar leiðir í ferðaþjónustu
Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið og hefur ýmsa hagræðingu í för með sér.

Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á næstu mynd má sjá nánar hugmyndir af nýrri og mikið endurbætta leið fyrir ferðamenn frá Reykjavík. En um "Gullna Hringinn" fara um 400 þúsund ferðamenn á ári!

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En til að byrja með mætti leggja nýja leið inn að Prestnhjúkum sem er um 11 km og svo þessa leið hér:
En gott væri að hafa möguleika á að aka niður í Hvalfjörð af Kaldadalsleið eins og sjá má á eftirfarandi korti. Slík leið myndi opna möguleika fyrir ferðamenn að skoða hæsta foss landsins sem er Glymur 198 m hár og svo Hvalfjörðinn sem væri ekki amalegt að skoða frá slíkri leið. Einnig myndi opnast skemmtileg hringleið frá Þingvöllum, um Kaldadal og yfir í Hvalfjörð með gríðarlega fallegu útsýni. Slík leið er um 18 km frá Kaldadal niður í Hvalfjarðarbotn. Svo mætti einfalda leiðina með því að sleppa því að aka upp á Kvígindisfell.

Kort af ökuleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Einnig er hægt að leggja leiðina frá Reyðarvatni eða inn á Skorradalsleiðina.
Hæðakort af svæði og gönguleið.

Hæðakort af ökuleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Sigurmundur Einarsson og Unnur Ólafsdóttir reka ferðaþjónustuna Viking Tours |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 28.7.2007 kl. 06:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.7.2007 | 05:53
Stykkishólmur - myndir

Bókasafnið var lengi vel í þessu húsi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Efst á hæðinni má svo sjá þetta glæsilega hús sem gnæfir yfir bæinn. Ekki er langt síðan bókasafnið var í þessu húsi.

Bókasafnið var lengi vel í þessu húsi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá skemmtilega hringmyndir sem tekin er inni í gamla bókasafninu. Þessi myndartaka var gerð fyrir Sagafilm á sínum tíma og var notuð sem leiktjald í 3D vinnslu. Hér var erfitt að fá lýsingu til að ganga upp bæði innan dyra og utandyra!
Fyrir stuttu var komið fyrir vatnasafni hannað af listamanninum Roni Horn í þessu húsi.

Bókasafnið var lengi vel í þessu húsi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Árið 1845 hóf Árni Thorlacius skipulegar veðurathuganir í Stykkishólmi, sem hafa haldist óslitið síðan. Stykkishólmur er því elsta veðurathugunarstöð á Íslandi.
Loftmyndir teknar í hringflugi fisflugmanna um Snæfellsnes

Horft til norðurs yfir bæinn, sjá má Fellsströng og Skarðsströnd í bakgrunni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá höfnina og nýja Breiðafjarðarferjuna Baldur sem siglir yfir Breiðafjörð með viðkomu í Flatey.

Þessi mynd er tekin stuttu eftir að nýja skipið kom á Stykkishólm (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Örnefni eru mörg á svæðinu og eyjarnar margar. Sagt er að eyjarnar á Breiðafirði séu eitt af 3 fyrirbærum á landinu sem ekki er hægt að kasta tölu á. Hin 2 fyrirbærin eru Vatnsdalshólar og vötnin á Arnarvatnsheiði.

Kort af Stykkishólmi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
5.000 kr. ríkari eftir sundsprett |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 28.7.2007 kl. 06:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)