Færsluflokkur: Vísindi og fræði
11.9.2007 | 17:04
Kröfluvirkjun - myndir og kort
En sprengigígurinn Víti liggur í hlíðum Kröflu og myndaðist í sprengigosi í upphafi Mývatnselda 1724-1729
Víti í hlíðum Kröflu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það mátti litlu muna að Kröfluvirkjun yrði ekki að neinu eftir að gos hófst í Leirhnjúk og við Kröflu í röð af 9 gosum frá 1975 til 1984
Leirhnjúkur við Kröflu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hver virkjun þarf fjölda borhola eins og þessi mynd sýnir og sem dæmi, þá er þegar búið að gefa leyfi fyrir um 40 borholum á svæðinu við Hellisheiði. En hver hola er að gefa um 5 megavött og er stefnt að því að tífalda þessa orku með því að bora núna enn dýpra. Eða í stað um 2000 metra djúpar holur þá er stefnt að 4-5.000 metra djúpum holum.
Borholur við Kröflu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá virkjunina sjálfa við Kröflu
Kröfluvirkjun (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af Kröflu, Kröfluvirkjun, Leirhnjúk og Víti
Krafla, Kröfluvirkjun, Leirhnjúkur, Víti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Fyrsta djúpborunarholan boruð við Kröflu á næsta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2007 | 09:55
Myndir og kort af nýjum borsvæðum. Krýsuvík, Austurengjar, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngja, Sandfell
Hér er loftmynd af bænum Krýsuvík fremst í myndinni og Krýsuvíkurskóli fjær til hægri. Vinstra megin er Grænavatn og hægra megin er Gestsstaðarvatn. Krýsuvíkurkirkja stendur undir Bæjarfelli sem er bak við Krýsuvíkurskóla og þar til hliðar er Arnarfell.
Krýsuvík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er loftmynd af Seltúni í Hveradal og er Krýsuvík ekki langt undan
Seltún (Hveradalur) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er loftmynd af Austurengjahver og svæðinu í næsta nágreni
Austurengjahver (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er mynd af Eldvörpum og svæðinu í næsta nágreni
Eldvörp (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er loftmynd af Köldunámum og svæðinu í næsta nágreni
Köldunámur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er loftmynd af Trölladyngju og svæðinu í næsta nágreni
Trölladyngja (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er loftmynd af Sandfelli og svæðinu í næsta nágreni
Sandfell (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af Reykjanesi sem sýnir Krýsuvík, Austurengjahver, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngju og Sandfell
Krýsuvík, Austurengjahver, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngju og Sandfell (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. var á ferð um Hellisheiðarsvæðið í gær með ferðamenn og gat ekki annað en brosað þegar einn starfsmaður sem var þar við vinnu á svæðinu kom akandi og óskaði eftir því að við færum burtu af svæðinu því við gætum valdið óþarfa jarðraski!
Boranir tilkynntar allar í einu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.9.2007 | 00:12
Myndir og kort af Gjástykkissvæðinu
Hraun úr síðasta Kröflugosi rétt hjá Gjástykki þar sem er verið í gangi með tilraunaboranir. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá kort af svæðinu. Gjástykki er ofarlega fyrir miðri mynd. Neðst á kortinu má sjá leiðina inn að Kröflu við Mývatn
Kort af Gjástykki (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En ég verð annars að segja að ég er mjög ánægður með þor þeirra sem standa í þessum framkvæmdum. Kröfluævintýrið leit nú ekki vel út á tímabili :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Rannsóknarleyfi gefið út á grundvelli laga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.8.2007 | 08:10
Skjálfti upp á 3.5 á Richter á Tjörnesbeltinu
Hér má svo sjá staðsetninguna á upptökum skjálftans út af Tjörnesbeltinu sem að ég var búinn að reka augun í í gær?
Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má m.a. sjá virkni á Mývatns- og Tjörneskortunum eins og þessar myndir sýna
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En eins og sjá má þá er mikil virkni á fleiri svæðum og hér má sjá jarðskjálftaóróan við Upptyppinga.
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Líklegt er að það sé kvika að þrýsta sér upp á yfirborðið á þessu svæði. En ekki er annað að sjá en að virknin síðustu kl.st. er orðin mjög mikil.
Ef það kæmi stórgos á þessu svæði, þá gæti myndast stór dyngja í anda Trölladyngju eða Skjaldbreiður á mjög löngum tíma. En líklegt yrði um að ræða gos í anda Kröflu eða Lakagíga eða einskonar sprungugos.
Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Upptyppinga
Kort af svæði við Öskju, Herðubreið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En mér skilst að næstu mögulegu gos geti orðið á Íslandi í Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu, Heklu, við Hágöngur, Öskju, Kverkfjöll og svo við Upptyppinga. Þetta eru 8 möguleikar og þar af er Hekla og Katla komnar í startholurnar.
Því er allt útlit fyrir að það geti farið að gerast eitthvað mjög fljótlega - enda úr nógu að moða.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Jarðskjálfti við Grímsey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2007 | 07:19
Hvar kemur þessi olíuhreinsistöð til með að rísa? Mynd + kort
Fínar myndir ásamt loftmynd af svæðinu með örnefnum má einnig sjá hér (ef klikkað er á gulu punktana á sumum myndanna, þá koma upp örnöfnin sem er undir viðkomandi punkt):
http://www.mr.is/~gk/hvesta/hvesta.htm
En myndirnar sem linkurinn vísar á eru unnar af Guðbjarti Kristóferssyni
Á myndinni er horft til norðurs þar sem má sjá Arnarfjörð og þar sem glittir í gulan sandinn er Hvestudalur þar sem áin Vaðall rennur.
Hornið sem dökka skuggann ber á heitir Nónhorn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo kort af má Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn
Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Óskynsamlegt að staðsetja olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2007 | 11:55
Indverski flugherinn er víða þessa dagana í fjölmiðlum
Þeir eru líklega ekki öfundsverðir að fljúga yfir þau svæði sem þeir eru að fara yfir þessa dagana!
Kort af flugleið Indverjana á fisi á ferð í kringum jörðina (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er magnað að sjá að kortin á Google Earth af þessum svæðum sýna ekki vegakerfið og eru frekar ónákvæm!
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ný indversk herþyrla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 09:50
Hamagangur í Þórsmörk - Hélt að Verslunarmannahelgin væri búin!
Það skyldi þó ekki vera að það sé að byrja gos Þórsmerkurmegin í Mýrdalsjökli? En þar er síðasti skjálfti um 3.4 á Richter!
Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni vestan við Mýrdalsjökul, eins og þessar myndir sýna
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Mýrdalsjökul
Kort af svæði við Mýrdalsjökul (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En mér skilst að næstu mögulegu gos geti orðið á Íslandi í Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu, Heklu, við Hágöngur, Öskju, Kverkfjöll og svo við Upptyppinga. Þetta eru 8 möguleikar og þar af er Hekla og Katla komnar í startholurnar.
Því er allt útlit fyrir að það geti farið að gerast eitthvað mjög fljótlega - enda úr nógu að moða.
Hér eru svo tengingar á myndir sem teknar hafa verið í Mörkinni við ýmis tækifæri
http://www.photo.is/06/09/2/index_3.html
http://www.photo.is/06/08/4/index_9.html
http://www.photo.is/06/08/3/index_22.html
http://www.photo.is/06/07/6/
http://www.photo.is/06/04/1/index_2.html
http://www.photo.is/06/07/1/index_7.html
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Jarðskjálfti undir Mýrdalsjökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2007 | 21:11
Flott - Glæsilegur árangur - En hvað er svo rekbelti?
Ísland er sannkölluð gullnáma fyrir jarðfræðinga.
Líklega eru fáir staðir í heiminum eins aðgengilegir og þægilegir þegar jarðfræði er annars vegar. Hér er eitt virkasta eldsumbrotasvæði jarðarinnar með rúm 50 virk eldfjöll og yfirborðið ekki þakið endalausum gróðri og þykkum jarðvegi eins og víðast hvar annars staðar.
Auðvelt er að ferðast um yfirborð landsins og komast í beina snertingu við hverja jarðfræðináttúruperluna á fætur annarri með ótrúlega lítilli fyrirhöfn og landið allt eins og orðabók í jarðfræði.
Það er sama hvort að það eru svartir sandar, stórar hraunbreiður, jöklar, goshverir, gígar, móbergsfjöll, stór gljúfur, djúpir dalir, sprungur, hellar og fl. En mörg af þessum jarðfræðifyrirbærum eru mörg hver í meira magni hér á landi en víðast hvar annarsstaðar á jörðinni.
Samkvæmt nýjust fréttum, þá er núna hægt að rekja sig í gegnum jarðsögu og þróun landsins síðustu 24 milljón árinn fram til dagsins í dag. Yngsti hluti landsins liggur þvert í gegnum landið frá Reykjanesi og upp til norðaustur horn landsins og er þessi lína jafnframt virkasta gossvæði landsins. En þar sem að þessar tvær plötur eru að reka frá hvor annarri, Þá er fyllt upp í bilið sem myndast jafnóðum með nýjum jarð- og gosefnum. Beint út frá þeirri línu eldist svo landið jafnt og þétt og má finna elstu berglögin þar sem lengst er frá þessum plötuskilum. Má þar nefna Vestfirðina og Hornafjörð og Lónssveitina á suðaustur hluta landsins.
Þessi frétt sýnir okkur hvað jarðfræði Ísland er enn lítið kannað fyrirbæri. Stöðugt eru að koma fram nýjar upplýsingar og kenningar sem eru að koma á óvart.
En rekbelti má líkja við stóra sprungu eða flekaskil sem liggur á milli tveggja fleka sem fljóta á yfirborði jarðar. Á sínum tíma lágu þessi skil eftir Snæfellsnesinu og nú liggja þau um Reykjanesið og svo kom ég með þá hugmynd á sínum tíma að þau séu að flytja sig yfir þar sem Hekla, Vestmannaeyjar, Surtsey liggi og að öllum líkindum muni myndast nes þar sem þessar eyjar eru með myndarlegum fjallgarði eftir miðjunni eins og sjá má á Reykjanesi og Snæfellsnesi í dag.
Jarðvísindamenn finna eldfjall á Reykjaneshrygg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 9.8.2007 kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.8.2007 | 00:04
Hér má sjá þrjár ratsjárstöðvar sem eru staðsettar á Gunnólfsvíkurfjalli, Bolafjalli og Stokksnesi
Hér má sjá mynd af ratsjárstöðinni á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi
ratsjárstöðinni á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá mynd af ratsjárstöðinni á Stokksnesi við Hornafjörð
ratsjárstöðinni á Stokksnesi við Hornafjörð (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá mynd af ratsjárstöðinni á Bolafjalli á Vestfjörðum
ratsjárstöðinni á Bolafjalli á Vestfjörðum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ísland tekur yfir starfsemi Ratsjárstofnunar 15. ágúst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2007 | 08:01
Er meira í kortum veðurstofunnar - Er að byrja gos í Upptyppingum rétt austan við Öskju?
Herðubreið og Herðubreiðartögl (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá Herðubreið og Herðubreiðartögl lengra frá.
Herðubreið og Herðubreiðartögl (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá brúnna yfir Jökulsá á Fjöllum og hvar líklegt svæði gæti verið þar sem eldgos gæti hafist
Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það skyldi þó ekki vera að það sé að byrja gos í Upptyppingum rétt austan við Öskju?
Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Mývatnskortinu eins og þessar myndir sýna
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Líklegt er að það sé kvika að þrýsta sér upp á yfirborðið á þessu svæði. En ekki er annað að sjá en að virknin síðustu kl.st. er orðin mjög mikil.
Ef það kæmi stórgos á þessu svæði, þá gæti myndast stór dyngja í anda Trölladyngju eða Skjaldbreiður á mjög löngum tíma. En líklegt yrði um að ræða gos í anda Kröflu eða Lakagíga eða einskonar sprungugos.
Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Upptyppinga
Kort af svæði við Öskju, Herðubreið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En mér skilst að næstu mögulegu gos geti orðið á Íslandi í Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu, Heklu, við Hágöngur, Öskju, Kverkfjöll og svo við Upptyppinga. Þetta eru 8 möguleikar og þar af er Hekla og Katla komnar í startholurnar.
Því er allt útlit fyrir að það geti farið að gerast eitthvað mjög fljótlega - enda úr nógu að moða.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Rigning og rok í kortunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt 17.12.2007 kl. 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)