Færsluflokkur: Ljósmyndun

NÝBYGGINGAR Í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI - MYNDIR

Hér er nýtt hverfi að byrja að byggjast upp við rætur Úlfarsfells. Mynd er tekin í júní 2007 af nýbyggingum sem eru að rísa við rætur Úlfarsfells

Hverfið markast af Vesturlandsvegi, Úlfarsá að sveitarfélagamörkum Mosfellsbæjar, til norðurs og austurs með sveitarfélagamörkum að og um Úlfarsfell að Vesturlandsvegi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona leit svæði við Úlfarsfell út í ágúst 2007

Slóð sem er fær flestum jeppum liggur upp á Úlfarsfellið að sunnanverðu. Slóðin var á sínum tíma ýtt og lagfærð af svifdrekamönnum. Þarna uppi eru nokkrir fallegir útsýnisstaðir. Torfarin slóð liggur niður að norðaustanverðu. Úlfarsfellið er einnig mikið notað af göngufólki. Ég veit dæmi þess að pöntuð hefur verið Pizza upp á fjallið og ef henni hefði ekki verið skilað innan ákveðins tíma samkvæmt auglýsingu, þá yrði hún frí. Pizzusendlinum tókst að aka upp slóðann á litlum bíl sem á að vera nánast ógjörningur að framkvæma :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En eins og sjá má þá er mikil vinna sem þarf að framkvæma áður en hægt er að byggja húsnæði upp á staðnum

Jarðvegsvinna, gatnagerð, lagnir fyrir heitt og kalt vatn, frárennsli, síma, rafmagn ... þarf að koma fyrir áður en verktakar geta hafist handa við að byggja upp hús sín. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Norðlingaholt við Rauðhóla er að byggjast upp þessa dagana og má víða sjá nýbyggingar í því hverfi sem á eftir að klára

Líklega er hverfið mest þekkt fyrir að 21 maður voru handteknir í aðgerðum lögreglu á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt vegna mótmæla flutningabílstjóra. Einnig var lagt hald á sextán ökutæki í sömu aðgerð. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Miðbærinn í Norðlingaholti er að byggjast upp á fullu. Þegar er byrjað á skóla fyrir hverfið en nemendur hafa orðið að vera í bráðabyrðarhúsnæði fram að þessu

Leik- og grunnskóli í Norðlingaholti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er verið að byggja upp hverfi fyrir skrifstofu- og iðnaðarhverfi rétt við Elliðarvatn í Kópavogi

verslunarhverfi skammt frá Elliðavatni. Skrifstofubygging við Urðarhvarf (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er ekki bara Reykjavík sem hefur þessa sögu að segja. heldur má sjá framkvæmdir í kringum nýbyggingar víða um land eins og hér í Hveragerði

Margir hafa selt húsnæði í Reykjavík og flutt í nágrannabyggðirnar þar sem húsnæði er mun ódýrara. Því miður hefur hækkun á eldsneyti komið mikið niður á þessu fólki sem er að sækja vinnu til Reykjavíkur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En í Hveragerði voru reist mörg hús eins og sjá má á þessari mynd hér

Hér má sjá mynd sem er tekin í júní mánuði 2007 af nýbyggingum í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is „Lítil sem engin sala á lóðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÓTEL RANGÁ OG FRIÐRIK PÁLSSON - MYNDIR

Friðriki Pálssyni er margt til lista lagt og hefur hann m.a. verið hótelhaldari á 4 stöðum. Það fyrsta er á Hótel Rangá. Þar má finna rúmgott og fallegt hótel byggt í norskum bjálkastíl

Hótel Rangá er fyrsta flokks lúxus hótel, staðsett á Suðurlandi mitt á milli Hellu og Hvolsvallar. Hotel Ranga a luxury countryside hotel built in log-cabin style. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona leit hótelið út árið 2005. En hótelið er á Rangárbökkum

Útsýnið frá hótelinu spillir ekki fyrir, Hekla blasir við til norðurs, síðan er fjallahringurinn til austurs og norðausturs, í suðaustri trónir svo Eyjafjallajökull og Vestmannaeyjar í suðri. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá nýjustu myndirnar af hótelinu sem eru teknar í maí og eins og sjá má þá er verið að stækka hótelið. Fyrir miðju er búið að bæta við álmu til austurs þannig að eldhús og veitingaraðstaða hefur stækkað til munar.

Straumur ferðamanna fer sívaxandi og er nánast slegist um hvert herbergi á suðurströndinni þegar ferðamannastraumurinn til landsins er í hámari. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo hótel númer 2 í röðinni, en það er Hótel Háland sem er inn við Hrauneyjafossvirkjun

Stutt er inn í Landmannalaugar, Heklu, virkjanasvæðið í Þjórsá og inn á Sprengisand frá hótelinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er boðið upp á gómsæta fiskisúpu á Hótel Hálandi

Veitingarnar svíkja engan sem gista á hótelunum sem Friðrik hefur umsjón með. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og á öllum alvöru hótelum, þá má finna bar lengst inni á hálendinu

Hér er amerískur gönguhópur á ferð um hálendi Íslands. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo þriðja hótelið sem er líka í Hrauneyjum

Hér er aðeins ódýrara að gista og kjörið fyrir þá sem ætla í veiðiferð inn á hálendið eða á vélsleða eða 4x4 ferð yfir vetratímann. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hótel Rangársel er líklega það hótel sem fæstir vita af en það er ekki langt frá Hótel Rangá. Þar er búið að breyta gömlu fjárhúsi í hótel og ekki hægt að segja annað en að það hafi lukkast vel. Þar sem að ég er ekki búin að finna þær myndir, þá læt ég þessa mynd koma í staðin sem er ekki langt frá hótelinu.

Hótel Rangársel. Small countryside Hotel Rangársel with 8 luxury rooms (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Aðal röddin á Landsmótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FLUG Í NORÐURÁRDALNUM Í ÁTT AÐ HOLTAVÖRÐUHEIÐI - MYNDIR

Hér er horft upp Norðurárdalinn og má vel sjá hvernig skýin liggja ofan á heiðinni og því illfært fyrir sjónflug. Þarna má sjá tvær brýr og liggur sú efri yfir Norðurá í Norðurárdal. Þar fyrir ofan má sjá bæjarstæðið þar sem Sveinatunga var.

Sveinatunga er fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið á Íslandi, reist 1895. Sement og annað byggingarefni var allt flutt frá Borgarnesi um 50 km leið á hestum. Steypan var handhrærð og síðan hífð upp í fötum með handafli. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Holtavörðuheiðin hefur reynst mörgum flugmanninum erfið, enda oft þoka á heiðinni. Heiðin liggur líka á milli tveggja veðrakerfa og getur því oft verið sitthvort veðrið við heiðina _ Hér er flogið aðeins lengra upp Norðurárdalinn. Greinilegt er að þessi leið er þrællokuð og verður ekki farin á flugvél

(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

GENGIÐ Á ESJUNA, ÞVERFELLSHORN - MYNDIR

Fyrir þá sem hafa hug á að ganga á Esjuna. Þá má sjá vinsælustu gönguleiðina hér. Neðst liggur hún upp í gegnum lúpínubreiðurnar, sem breiða úr sér og setja fallegan lit á umhverfið fyrri hluta sumars. Neðst til vinstri á myndinni er bílastæðin við Mógilsá og efst til hægri er svo Þverfellshorn sem flestir reyna að ganga á.

Gönguleið frá bílastæðinu við Mógilsá getur verið hringleið eða upp og niður sömu leið. Vegalengdin jafngildir um 6 km og göngutíminn 1 til 3 klst. eftir því hversu langt er farið upp og hversu hratt er farið. Hlíðin er aflíðandi neðst með hömrum efst og hækkun upp að stóra stein er 760 m en mesta hæð 780 m. Hallinn fellur í flokk C sem er nokkuð erfið gönguleið. Esjan Mountain (914 meters above sea level) is a popular place for Icelanders to go hiking. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við bílastæðin er gott að gera sig kláran fyrir gönguna. Nauðsynlegt er að taka með sér góðan búnað, hlífðarföt, stafi, góða gönguskó og jafnvel bakpoka og nesti og eitthvað að drekka á meðan á göngunni stendur.

Staðreyndin er sú að fólk fer oft á Esjuna vanbúið til gönguferða og gerir sér ekki grein fyrir mörgum þeim hættum sem þar eru. Vetrarferðir kalla að auki á mannbrodda, ljós m.m. Gangan upp ætti ekki að taka lengri tíma en tvær klukkustundir. Þetta er án efa vinsælasta gönguleið á öllu Íslandi og er geysilega skemmtileg. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er lagt á Esjuna og er stefnan tekin upp að Steininum í 597 metra hæð

Eins og sjá má, þá er búið að leggja fína göngustíga upp fjallið. Framundan grillir í Kistufell og Gunnlaugsskarð. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ferðahraðinn og aldur þeirra sem leggja á Esjuna er misjafn. Á meðan sumir dóla sér upp í rólegheitunum, þá reyna sumir að hlaupa upp í einum rykk eins og ferðafélagi minn ákvað að gera. Á þessum stað er hægt að velja um svo kallaða Skógarleið og er þá gengið í gegnum skóginn á leið upp Esjuna

Oft er miðað við að gengið sé upp að stóra stein á um 1 kl.st. og góðir hlauparar geta náð upp á 30-45 mínútum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er komið að göngubrú áður en gengið er upp Þvergil sem er skammt frá Búðarhömrum. Þar fyrir ofan er svo Smágil

Hér er brattinn að aukast töluvert (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Víða er búið að laga gönguleiðina og eins og oft vill vera með mannanna verk, þá fer náttúran sínu fram

Mikið af svona vinnu er framkvæmd víða um land af áhugamannahópum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér greinist leiðin í tvennt og völdum við félagarnir að fara brattari leiðina fyrst og taka svo hina leiðina til baka. Eins og sjá má, þá er slóðinn sem gengið er eftir í misjöfnu ástandi. Í Einarsmýri er jarðvegurinn blautur sem er að koma undan snjónum og getur verið óskemmtilegt svæði til yfirferðar.

Gamla leiðin, liggur upp Langahrygg sem einnig er nefndur Gljúfradalsháls. Gengið er í bröttum skriðum uns komið er í mýrina. Handan hennar tekur svo bratti Þverfellshorns við. Leiðin hentar þeim sem vilja fara hratt yfir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


STEINN, er sá viðkomustaður sem flestir stefna á og þeir sem treysta sér lengra taka því næst stefnuna á toppinn eða sjálft Þverfellshornið

Upp að steini er um 6,6 km upp í 597 m hæð með hækkun um 587 m. Just outside the Reykjavík capital of Iceland is Mt. Esjan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Töluverður bratti er frá Steininum upp að klettabeltinu eins og sjá má á þessari mynd, aðallega er um tvær leiðir úr að velja, sú fyrri sem að við fórum var nánast beint upp klettabeltið þar sem fylgt vegvísum, tröppum og keðjum

Seinni leiðin er aðeins vestar en þar sem var mikill snjór á þeirri leið og sér í lagi í kverkinni og við ekki með neinn búnað til að ganga á snjónum. Þessi kafli leiðarinnar getur verið pínu erfiður fyrir óvana og lofthrædda. Að vetrarlagi skal þó fara að öllu með gát. Árið 1979 féll á þessum slóðum snjóflóð og létust 2 menn. Esja is not a single mountain, but a volcanic mountain range, made from basalt and tuff-stone. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo takmarkinu náð, Þverfellshornið sjálft.  Vinsælasta leiðin á Esju frá Mógilsá. Hún er auðrötuð enda mörkuð af sérstökum göngustíg á fjallinu. Efst eru nokkur klettaþrep sem auðvelt er að klífa en rétt er að fara varlega vegna hættu á grjóthruni frá fólki sem kann að vera fyrir ofan.

Lofthræddum er bent á að ganga aðeins vestan við hornið og finna sér leið þar upp. Esjan is situated in about 20 min. drive from Reykjavík and looks over the fjord and the city. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á útsýnisskífunni er gott að átta sig á örnefnum, enda útsýnið stórkostlegt ofan af Þverfellshorni yfir Stórreykjavíkursvæðið

Hér horfir Ingólfur Bruun eftir útsýnisskífunni. Í vörðunni, sem er í 750 m hæð má finna gestabók sem komið hefur verið fyrir í stálhólki. Rétt er að skrá nafn sitt í bókina, afrekinu til sönnunar. From the top there is a great view over Reykjavik city and in good weather you can see pretty far. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Niðurgangan getur oft verið sumum þrautin þyngri, en ef svo er, þá er bara um að gera að fara rólega yfir og spjalla við þá sem eru á leiðinni

Um að gera að spjalla í símann við sína nánustu þegar veðrið er svona gott. Í raun eru nokkrar leiðir úr að velja og eru þær mis vel merktar. Esjan is a bit steep, especially the last part. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þetta er rétta leiðin kallar Ingólfur til eins göngumanns sem er að leggja á klettabeltið

Þverfellshornið er ein vinsælasta gönguleiðin á Esjuna og miða við þann fjölda sem leggur leið sína á fjallið, er með ólíkindum að ekki hefur orðið meira um slys á fjallinu. Iceland Equals Adventure. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo gengið niður hina leiðina frá Steininum til austurs. Ekki er óalgengt að hundruð manna séu á ferð í Esjuhlíðum þegar vel viðrar. Fjölmargir ganga upp nokkrum sinnum í viku sér til heilsubótar.

Sumarið 1994 var gerð ný gönguleið upp að Þverfellshorni. Hún klofnar frá gömlu leiðinni og stefnir yfir Mógilsá og þar upp austan árinnar. Þar er ekki eins bratt og á gömlu leiðinni og því aðeins léttari. Göngustígarnir koma aftur saman fyrir neðan hamrana í Þverfellshorni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Rétt eftir þessa brú sameinast svo leiðirnar aftur

Hægt er að fá göngukort af Esjunni og Leggjabrjót hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6. Vegna mikillar straums göngufólks upp Þverfellshorn hafa troðist margar slóðir hingað og þangað og ber því að virða þær merkingar sem eru á svæðinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sagt er að fjallið sé ekki sigrað fyrr enn hinum eina sanna tindi er náð. Um klukkustundar gangur frá vörðunni að Hábungu Esju sem rís hæst 914 m

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Karíus og Baktus á Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GRUNNVATNIÐ Í FLÓANUM OG Á SKEIÐUM - MYNDIR

Í jarðskjálftanum árið 2000, þá myndaðist þessi sandsvelgur hér ekki langt frá Þjórsárbökkum í Villingaholtshreppi skammt frá bænum Syðri-Gróf

Líklegt er að stór sprunga hafi opnast neðanjarðar sem veldur því að þykkt sandlag sem mikið er af á þessum stað, nær að leka ofan í sprunguna og myndast þá líklega þessi svelgur eða djúp hola í yfirborðinu. Hole in the ground after earthquake from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef svo þessi mynd sem er tekin núna fyrir nokkrum dögum þann 25. júní 2008 er skoðuð nánar, þá má sjá að holan sem var áður full af vatni er orðin nánast tóm

Skýringin er líklega sú að grunnvatnið á svæðinu hefur lækkað eins og fram kemur í fréttinni. Hole in the ground after earthquake from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En í jarðskjálftunum á Suðurlandinu sem átti upptök í Hestfjalli árið 2000 dagana 17 til 21 júní, að þá mynduðust stórar sprungur á yfirborðinu víða eins og þessi hér sem er rétt vestan megin við Dælarétt. Jarðskjálftinn var 6,5 richterstig að styrkleika.

Dælarétt er ævaforn fjárrétt sunnan við Suðurlandsveg, nokkru fyrir vestan Þjórsárbrú. Er vel þess virði að aka malarslóðann þangað niður eftir til að berja augum þetta mikla mannvirki og fyrrum helstu skilarétt svæðisins. Þar má einnig sjá mikil ummerki eftir jarðskjálftann sem reið yfir árið 1896. Daelarett earthquake fissures from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annar góður mælikvarði á stöðu grunnvatnsins er líklega hæðin á vatninu í gígnum Kerinu í Grímsnesi sem fjallað er um í blogginu hér á undan.

En ég bjó á bænum Kílhrauni á Skeiðum á sínum tíma og í kringum þann bæ eru þrjú flóð eða vötn. Í flugi þar yfir um daginn, þá tók ég eftir því að tvö af þremur flóðunum voru alveg þornuð upp og horfin með öllu og mjög lítið eftir af því þriðja. En það er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður.

Hér má sjá tjörn, flóð eða kíl (sem bærinn Kílhraun dregur líklega nafnið sitt eftir) sem er sunnan við bæinn Kílhraun á Skeiðum. Hinar tvær tjarnirnar eru svo norðan megin við bæinn. Pictures of the farm Kilhraun at Skeidum, Arnessysla. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef smellt er á síðustu myndirnar, þá má sjá mikið af góðum myndum af sveitabæjum í uppsveitum Árnessýslu. Hér er flogið yfir Brautarholt á Skeiðum en þar er skóli og sundlaug.

Í kringum Brautarholt á Skeiðum hefur verið að byggjast upp lítill byggðarkjarni, enda er öll aðstaða þar til fyrirmyndar og nóg af heitu vatni og rekin öflug ferðaþjónusta á staðnum þar sem stutt er í ýmsa þjónustu. Eldfjallið Hekla skartar sínu fegursta í kvöldsólinni í baksýn. Pictures of Brautarholt, Skeidum, Arnessysla and mountain Hekla Vulcan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flóaáveitan (við Þingborg) var grafin árin 1918 - 1927 og var talin mesta mannvirki norðan Alpafjalla er hún var gerð

Flóaáveitan var byggð til að veita jökulvatni úr Hvítá á Flóann sem er mýrarsvæði á milli Hvítá og Þjórsá. Framkvæmdin átti að auka uppskeruna til muna en mikið af jarðefnum og áburði leynast í jökulvatni og eru áhrifin vel þekkt þar sem gjöful fiskimið eru oft við ósa jökuláa (góð spurning hvaða áhrif virkjanir hafa svo á fiskimiðin í kringum landið!). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Skraufþurrt í Flóanum og vatnsból að þrjóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KERIÐ Í GRÍMSNESI - MYNDIR

Það er alltaf gaman að koma með ferðamenn að kerinu þó svo að gígurinn sé ekki mjög stór eða um 270m x 170m í þvermál og 50m djúpur

Í gígnum er tjörn sem sýnir vel grunnvatnsstöðuna á svæðinu og er dýptin frá 7 til 14m djúp. Kerið is a volcanic crater lake located in south central Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við kerið er búið að setja upp fína aðstöðu fyrir ferðamenn með upplýsingaskiltum og bílaplani fyrir stærri bifreiðar

Um Gullna hringinn fara um 400 þúsund ferðamenn á ári og er því löngu orðið tímabært að koma upp salernisaðstöðu á svæðinu. Á sama tíma er afskekkt svæði eins og Rauðisandur styrktur um 3-4 milljónir til að útbúa salernisaðstöðu fyrir örfáa ferðamann! The caldera itself is approximately 55 meters deep, 170 meters wide, and 270 meters across. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við hliðina á kerinu er annar gígur, þar má finna malarnám þar sem hægt er að fara ofan í gíginn og skoða þversnið á hvernig svona gígur lítur út.

Gosið sem myndaði Kerið hefur tekið nokkurn tíma. Rauði liturinn á gjallinu stafar af oxun járnsins í kvikunni (hematít). Pictures of crater Kerid. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skiptar skoðanir hafa verið um myndun gígsins og var í fyrstu talið að þarna væri um sprengigíg að ræða. Nýjustu heimildir telja að þarna sé niðurfall eftir hrun gjallgígs.

Talið er að þessi gjallgígur hafi verið einn af mörgum gjallgígum sem gusu þarna fyrir 5000 til 6000 árum og mynduðu Grímsneshraun. Pictures of crater Kerid. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Nú er bara spurning hvað vakir fyrir nýju eigendunum, líklega er verið að undirbúa að ríkið kaupi "eignina" á "sanngjörnu" verði.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Skipulagðar hópferðir að Kerinu stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HELLUVATN OG ELLIÐAVATN - MYNDIR

Eins og segir í fréttinni, þá er Helluvatn inn af Elliðavatni

Helluvatn, innan við Elliðavatn. Leiðin inn í Heiðmörk. Mikið er um að borgarbúar fari og renni fyrir silung í vatninu. Lake Helluvatn is just outside Reykjavik is a beautiful place, where you can fish various kind of trout. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Elliðavatn og Helluvatn rétt fyrir ofan Reykjavík

Pictures of Helluvatn and Ellidavatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vetrarmynd af Elliðavatni, fjær má sjá Helluvatn

Pictures of Helluvatn and Ellidavatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru svo tvær brýr sem farið er yfir á leið inn í Heiðmörk

Pictures of Helluvatn and Ellidavatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Bjargaði álftarungum úr taumaflækju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HOLTAVIRKJUN, HVAMMSVIRKJUN, URRIÐAFOSSVIRKJUN - MYNDIR

Hér má sjá víðmynd af svæðinu þar sem Hvammsvirkjun kemur til með að rísa

Hagalón, verður myndað með stíflu í Þjórsá ofan við Minnanúpshólma og stíflugörðum á austurbakka árinnar. Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo önnur mynd tekin aðeins nær þar sem Hvammsvirkjun kemur til með að rísa

Hvammsvirkjunar verður u.þ.b. 80 MW og orkugeta hennar verður um 630 GWst/ári. Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá with power around 80MW. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stöðvarhús verður staðsett nærri norðurenda Skarðsfjalls í Landsveit í landi Hvamms og verður það að mestu leyti neðanjarðar.

Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. Location of the power station in Skardsfjall. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá Minnanúpshólma sem er vel gróðri vaxin, enda fara hvorki menn né skeppnur mikið út í þessa eyju

Eyjan Minnanúpshólmi í Þjórsá liggur á milli Skarðsfjalls og Núpsfjalls. Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. A small island in Thjorsa. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hvar efri mörk á Holtavirkjun kemur til með að vera út frá Árnesi við Búðafoss

Búðafoss er einn af fossunum í Þjórsár sem fer undir lónstæði Holtavirkjunar í Gnúpverjahrepp. Þjórsá er lengsta á Íslands, alls 230 km löng. Hún á upptök sín í Hofsjökli og rennur í suður til sjávar vestan Þykkvabæjar. Pictures of Holtsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Her er flogið nær fossinum Búðafoss þar sem efri mörk á Holtavirkjun liggja

Árneslón, verður myndað með stíflu í Árneskvísl við bæinn Akbraut í Holtum og stíflugörðum í Árnesi. Pictures of Holtsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. Waterfall Budafoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stíflan fyrir Holtsvirkjun mun rísa út frá þessum fossi hér sem heitir Hestafoss í Árneskvísl

Holtavirkjun verður u.þ.b. 50 MW að afli og orkugeta hennar verður allt að 390 GWst/ári. Pictures of Holtsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá with power around 50MW. Waterfall Hestfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá víðmynd af svæðinu þar sem Urriðafossvirkjun kemur til með að rísa

Inntakslón fyrir Urriðafossvirkjun, Heiðarlón, verður myndað með stíflu í Þjórsá við Heiðartanga og stíflugörðum upp eftir vesturbakka árinnar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þjótand er jörð sem fór í eyði fyrir nokkrum árum, þar til hliðar má sjá gömlu Þjórsárbrúnna. Einnig má sjá Heiðartanga, Lambhaga, Þjórsártún og Krók á myndunum

Inntaksmannvirki verða í Heiðartanga og stöðvarhús neðanjarðar nærri Þjórsártúni. Frá stöðvarhúsinu munu liggja frárennslisgöng sem opnast út í Þjórsá nokkru neðan við Urriðafoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvaða foss er þetta sem liggur út frá Heiðartanga?

Virkjun við Urriðafoss verður u.þ.b. 125 MW að afli og orkugeta virkjunarinnar verður um 930 GWst/ári. Pictures of Urriðafossvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá with power around 125MW. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo má sjá í lokin myndir af Urriðafossi sem mestu deilurnar hafa staðið um

Urriðafoss í Þjórsá. Waterfall Urriðafoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Virkjanirnar í Þjórsá færast nær veruleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FISFLUG Á ÍSLANDI, REGLUGERÐIR - MYNDIR

Hér má sjá nýjasta flaggskipið í flugflota fisflugmanna, en vélin er nýlega komið til landsins. Flugeiginleikar á svona vél eru í mörgum tilfellum orðnir mun betri en hjá mörgum einkaflugvélum í dag

Ultralight flying in Iceland, one of the newest airplain in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Því miður er það sem háir mest þessu grasrótarflugi er að kerfið gengur sífellt lengra og lengra til að læsa krumlunum sínum í svona félög með sífellt meiri íþyngjandi reglugerðum og álögum.

Það eru margir sem hafa flúið úr einkafluginu yfir í fisflugið til að losna undan þeim miklu álögum sem þar eru. En því miður, þá er það að breytast líka. Fátt er eins skemmtilegt og að fljúga um eins og fuglinn á góðum degi

Hér eru tveir félagar lentir á flugvellinum á Hellu eftir ca. 4 kl.st. flug seinni part dags. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ein fáránlegasta reglan er sú að það þarf að senda inn skriflega fyrirspurn 24 kl.st. áður til Flugmálastjórnar til að fá leyfi til að fljúga yfir á Reykjavíkurflugvöll

En undirritaður ætlaði í smá flug yfir Reykjavík til að taka m.a. myndir fyrr ljósmyndavef. En því miður er fyrirspurnin búin að fara á milli um 10 aðila hjá þessari stofnun hér. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það síðasta í málinu var að undirritaður þarf að hafa flugrekstrarleyfi og flugrekendaskírtein til að fá að smella af nokkrum myndum af Reykjavík og það næsta er að lögmaður stofnunarinnar hefur núna málið til meðferðar :) Bent var á að Rax, Matz, Haukur Snorra ljósmyndar og fl. væru búnir að stunda sömu iðju til margra ára og svo undirritaður sjálfur áður en viðkomandi regla var búin til!

En þetta er víst það sem skattpeningunum er varið í, það er að borga svona fólki laun til að senda svona bull frá sér. Það hefur víst lítið annað við tíman að gera en að vera að velta sér upp úr svona málum :)

Hér er greinilega stofnun hjá Ríkinu sem Geir þarf að fara að skera eitthvað niður hjá. Það mætti segja mér að það sé svipað komið fyrir með margar aðrar sambærilegar afgreiðslustofnanir hjá Ríkinu?

Er málið nokkuð flóknara en svo að það eigi að ríkja fullt JAFNRÆÐI á milli mismunandi forms af flugi eins og á milli einkaflugs, svifflugs og svo fisflugs?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. samkvæmt annarri frétt, þá er hálf stjórnsýslan á ferð og flugi út af einhverjum ísbirni þarna fyrir norðan og er verið að senda út enn eina leitarsveitina á kostnað ríkisins. Hvað ætli málið sé búið að kosta íslenska skattgreiðendur mikið?
mbl.is Völlur fyrir 50 flygildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FOSSINN FAXI Í TUNGUFLJÓTI - MYNDIR

Hér má sjá fossinn Faxa sem er skammt frá Biskupstungnabraut.

Fossinn Faxi er í Tungufljóti í Biskupstungum eða Bláskógabyggð á milli Reykholts og Geysis í Haukadal. Fremst á myndinni má sjá Tungnaréttir. Waterfall Faxi in Iceland in river Tunguflot. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á myndinni má sjá laxastigann í Faxa. Veiðin hefur verið um 400 laxar á ári í ánni.

Fish-ladder or fish step in waterfall Faxi in Tungufljot (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Árekstur við fossinn Faxa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband