Færsluflokkur: Ljósmyndun

KRÍSUVÍK, KRÝSUVÍK, KLEIFARVATN, MYNDIR OG KORT

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Reykjanesi eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Reykjanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá sprungu í ísnum á Kleifarvatni. Fyrir ekki svo löngu síðan byrjuðu jarðhræringar á svipuðu svæði og opnaðist þá stór sprunga ofan í vatninu sem olli því að mikið af vatni "lak" í burtu og yfirborðið lækkaði mikið.

Kom þá í ljós fallegt hverasvæði sunnan megin í vatninu sem áður hafði verið hulið undir yfirborðinu. An earthquake around 3 on Richter occur close to lake Kleifarvatn on Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er flogið yfir svæðið þar sem upptök jarðskjálftans er að finna

Vinsælt er að taka kvikmyndir og auglýsingar á þessu svæði. Enda er jarðfræðin þarna einstök. Place Kleifarvatn where "Flags of Our Fathers (2006) where partly filmed. Directed by Clint Eastwood. With Ryan Phillippe, Jesse Bradford, Adam Beach. The life stories of the six men who raised the flag at The Battle of Iwo Jima, ... (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Litirnir eru fallegir á háhitasvæðinu í Seltúni í Krísuvík

Picture of Seltún in Krysuvik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sínum tíma varð öflug gufusprenging út frá gamalli tilraunaborholu og myndaðist þá stór gígur eins og sjá má á myndinni

Í dag leggur mikill fjöldi ferðamanna leið sína til að skoða svæðið við Selbúð í Krísuvík. Picture of Selbud in Krisuvik or Krysuvik close to Kleifarvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kvöldmynd tekin af suðurhluta Kleifarvatns

Kleyfarvatn. Picture of Kleyfarvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af bænum Krýsuvík fremst í myndinni og Krýsuvíkurskóli fjær til hægri. Vinstra megin er Grænavatn og hægra megin er Gestsstaðarvatn. Krýsuvíkurkirkja stendur undir Bæjarfelli sem er bak við Krýsuvíkurskóla og þar til hliðar er Arnarfell.

Krýsuvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Seltúni í Hveradal og er Krýsuvík ekki langt undan

Seltún (Hveradalur) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Austurengjahver og svæðinu í næsta nágreni

Austurengjahver (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Krísuvíkurskóli. Á sínum tíma var byggður skóli í Krýsuvík. Nú er skólinn í umsjón Krýsuvíkursamtakanna sem hafa rekið þarna vist- og meðferðarheimili. Stutt er frá Reykjavík en staðurinn samt afskektur og langt í næsta byggt ból. [leiðrétt samkvæmt ath. frá ellismelli :)]

Krísuvíkurskóli. Á sínum tíma var byggður skóli í Krýsuvík. Skólinn er í umsjón Krýsuvíkursamtakanna sem hafa rekið þarna vist- og meðferðarheimili. Stutt er frá Reykjavík en staðurinn samt afskektur og langt í næsta byggt ból. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við Seltún í Krísuvík er stórt og mikið háhitasvæði

Það má sjá margar fallegar ummyndanir á landslagi. Hér má sjá jarðveg sem hefur verið soðin í miklum hita á löngum tíma (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á svæðinu er lítil timburkirkja sem heitir Krísuvíkurkirkja. Krýsuvíkurkirkja tilheyrir Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Kirkjan var reist 1857 af Beinteini Stefánssyni frá Arnarfelli. Hún var endurbyggð og endurvígð 1964 og afhent þjóðminjaverði til varðveislu.

Í dag er tæp 90% þjóðarinnar lútherstrúar, og um 2% kaþólskrar trúar. Skráð trúfélög utan þjóðkirkjunnar voru árið 2003 samtals 21, en tíu árum fyrr voru þau aðeins 11. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Krýsuvíkurbjarg eða Krísuvíkurbjarg

Frábært útsýni er af bjargbrúninni og mikið fuglalíf. The Krysuvikurbjarg Ocean Cliffs are located to the south of the Krysuvik farm on Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Krýsuvíkurbjarg rís úr sjó í Krýsuvíkurhrauni rétt sunnan við Kleifarvatn. Bjargið er langstærsta fuglabjarg á Reykjanesi. Varp er mikið í bjarginu og er talið að um 60.000 fuglapör hafist þar við. Mest er af ritu og langvíu ásamt álku, stuttnefju og fýll. Einnig má finna eitthvað af lunda, toppskarf, silfurmáf og teistu. Fyrr á tímum var algengt að menn sigu eftir eggjum í bjargið. Árið 1724 fórust þrír menn í grjóthruni við bjargsig. Efst á Krýsuvíkurbjargi er viti sem var reistur árið 1965. Nokkrir skipsskaðar hafa orðið við Krýsuvíkurbjarg eins og þegar Steindór GK strandaði þar 1991 og Þorsteinn GK 1998. Allir björguðust frá þeim skipsskaða.

Kort af Reykjanesi sem sýnir Krýsuvík, Austurengjahver, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngju og Sandfell

Kort af Reykjanesi. Map of Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Miðað við elsta rithátt nafnsins í Landnámu þykir réttara að skrifa Krýsuvík en ekki Krísuvík. Ef orðin eru googluð, þá kemur í ljós að Krýsuvík fær 9.960 atkvæði en Krísuvík fær 8.740 atkvæði á veraldarvefnum. Þetta getur verið þægileg aðferð þegar leikur einhver vafi á því hvernig orðið er ritað.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Jarðskjálfti við Kleifarvatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FERÐ Á TVÖ HÆSTU FJÖLL Á ÍSLANDI HVANNADALHNJÚK, SVEINSTIND, SANDFELLSLEIÐ - MYNDIR

FERÐ Á TVÖ HÆSTU FJÖLL Á ÍSLANDI HVANNADALHNJÚK, SVEINSTINDUR, SANDFELLSLEIÐ - MYNDIR

Hér má sjá GPS kort frá Google earth og slóðina sem gengin var sem ég fékk að láni hjá Haraldi Sigurðarsyni sem hélt vel utan um tölvumálin í ferðinni.

Kort af gönguleiðinni á tvö hæstau fjöll á Íslandi Hvannadalshnjúk og Sveinstind í sömu ferð, gengnir voru 28.6 km á um 17 klst. Map of two highest peek or mountains in Iceland on Hvannadashnjukur in glacier Vatnajökull (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er teikning af hæðarbreytingum á meðan á göngunni stóð og má sjá að heildar vegalengd sem gengin var er um 28.6 km

Á teikningunni má sjá tindanna 2 sem gengið var á Sveinstind og svo Hvannadalashnjúk. Vertical profile of the hiking track. Elevation up to 2110 meters. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þorvaldur Þórsson (Olli) leiðsögumaður sem tók að sér að koma hópnum upp á topp Öræfajökuls á tvo tinda, Sveinstind og svo Hvannadalshnjúk

Olli er þekktur fyrir að hafa klifrað upp á 100 hæstu tinda landsins á einu ári. Thorvaldur Thorsson (Olli) hike to 100 highest mountain in Iceland in one year. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Lagt er upp í ferðina frá Sandfelli í Öræfum

Á sandfelli í Öræfum var áður blómleg byggð sem má muna sinn fífil fegri. Aðeins er eftir eitt tré sem hefur verið vinsælt að ljósmynda og hafa myndir af því tré birts víða. Sandfell in Oraefum where the hiking to highest mountain in Iceland starts. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er hópurinn sem er að leggja á stað frá bílastæðinu við Sandfell. Ákveðið var að ganga Sandfellsleiðina og koma niður Virkisjökulsleiðina.

Á myndinni eru Þorvaldur Þórsson Olli, Elías Óskarsson, Hans Kristjánsson, Haraldur Sigurðarson, Kristján G Þórisson, Ragnar Sverrisson, Svanhvít Ragnarsdóttir, Þorsteinn Sigurðsson og Haraldur Sigurðarson, á myndina vantar ljósmyndarann Ingólfur Bruun sem tók að sér að bera upp 3ja kg. myndavélina :) Picture of the hiking group on the parking place close to Sandfell. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ingólfur Bruun horfir hér á Hvannadalshnjúk sem er 2110 metra hár síðast þegar hann mældist. Klukkan er 3 að nóttu og sólinn ekki enn komin upp

Ákveðið var að ganga á Sveinstind fyrst á meðan beðið væri eftir sólarupprás sem er í 4-5 km fjarlægð. Picture taken at 3 AM in the middle of the night. New plan came up to hike to Sveinstind while waiting for the daylight on Hvannadalshnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér gengur hópurinn í línu upp á Sveinstind kl. 4:47 að nóttu og það er farið að birta að degi

Hópurinn fikrar sig upp eftir rúmlega 2000 metra háum tindinum Sveinstindi. The group hike to Sveinstindur Iceland second highest mountain places in Oraefajokull in glacier Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hópurinn samankomin á toppi Sveinstinds í Öræfajökli

Hér er hópmynd af gönguhópnum samankomin á toppi Sveinstinds í Öræfajökli. Picture of the group on Sveinstindur Iceland second highest mountain places in Oraefajokull in glacier Vatnajokull (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Útsýni yfir Breiðamerkurjökul á Breiðamerkursandi þar sem jökulsárlónið er

Horft frá Sveinstindi í Öræfajökli yfir Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Þar má sjá í þrjú jökullón, Breiðárlón, Jökulsárlón og Veðurárlón þar sem Stemma og Veðurá renna. View over glacier Breidarmerkurjokul (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Tveir hópar í bandi á leið frá Sveinstindi yfir að Hvannadalshnjúk í Öræfajökli

Öryggisins vegna verða allir að vera í bandi þar sem víða má finna hættulegar sprungur á jöklinum. For the security reason the hiker have to use rope, there are cracks all over on the glacier (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er lagt á brattann á sjálfan Hvannadalshnjúk sem er hæsti tindur Íslands, 2110 metra hár

Hér fikrar hópurinn sig upp á Hvannadalshnjúk. Here are the hikers on way to the top on highest mountain in Iceland, Hvannadalshnjukur 2110 m high. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Brattinn eykst og erfiðara verður að komast upp eftir því sem ofar dregur. Í baksýn má sjá til suðurs og Dyrhamar er þarna rétt hjá.

Hér þarf að passa sig vel og fara hægt yfir, yfirborðið er á köflum klaki og víða hættulegar sprungur sem þarf að passa sig á. Rock Dyrhamar and hikers on way to the top on highest peek in Iceland, Hvannadalshnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er Kjartani ofurfjallgöngugarpa veitt áfallahjálp eftir erfiða göngu á hnjúkinn, gott er að hvíla sig aðeins og fá sér ískalda og svalandi malt til að byggja upp smá orku aftur

Þegar komið er yfir 2000 metra, getur loftið verið farið að þynnast og þarf þá að hvílast oftar fyrir þá sem eru óvanir. KPS is resting and drinking Icelandic malt to regain some power again. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þó svo að sumir séu orðnir pínu þreyttir, þá lætur Hans Kristjánsson gönguna ekki mikið á sig fá enda vanur fjallamaður þar á ferð. Klukkan er núna 7 að morgni og þegar búið að vera á göngu í rúma 10 klukkustundir

Menn eru mis sprækir eftir lítinn svefn og tíu tíma göngu á hæsta fjall á Íslandi Hvannadalshnjúk. The group have been hiking for more than 10 hours and the time is now 7 in the morning on highest mountain in Iceland Hvannadalshnjukur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ragnar Sverrisson má til með að hringja í sína nánustu og láta alla vita að hann sé búinn að ná takmarkinu að komast á hæsta fjall á Íslandi, sjálfan Hvannadalshnjúk sem er 2110 metra hár.

Ragnar Sverrisson frá Akureyrir brosir sínu breiðasta enda að vonum ánægður með árangurinn að vera búinn að klífa tvo hæstu tinda landsins. Hikers is happy to reach the goal to hike to highest peek or mountain in Iceland, Hvannadashnjukur in glacier Vatnajökull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér brosir hópurinn sínu breiðasta enda takmarkinu náð að klífa hæsta tind landsins

Hópmynd af göngu- og klifurhópnum, mynd tekin af Ingólfi Bruun. Picture of the hking group after reaching the two highest mountain in Iceland, first Sveinstindur and now Hvannadalshnjukur both in Vatnajokull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Niðurleiðin getur reynst erfið ekki síður en að klífa jökulinn. Hér fellur maður númer 2 í línunni niður í sprungu á leið í átt að Dyrhamrinum

Leiðsögumaðurinn Þorvaldur Þórsson fellur í sprungu á leið að Dyrhamrinum frá hnjúknum. The 100 top peek hiking guide fell in to a crack in the ice on the way down from the top. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er Hans Kristjánsson að kíkkja ofan í sprunguna til að kanna hvort að það sé ekki allt í lagi með Olla eða Þorvald Þórsson. Á bakkanum á móti er Svanhvít Ragnarsdóttir sem passar að halda bandinu strekktu svo að Olli falli ekki dýpra niður í sprunguna.

Hér borgar sig að fara varlega. Hans is checking if all is OK with Olla in the ice crack. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þorvaldur fellur í sprunguna um kl. 8 og um hálftíma seinna tekst að hífa hann upp eftir að búið er koma á hann fleiri böndum og fjarlægja hluta af snjóbrúni sem er fyrir ofan hann. Þorvaldur sýnir hópnum hvernig á að bera sig að við að komast upp úr sprungu þar sem snjóbrúnin er brotin niður með ísöxum

Hans hjálpar Olla upp á brúnina á meðan Olli brýtur sé leið upp á yfirborðið með tveimur ísöxum. Hans is helping Olli from the crack in the ice. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hætt var við að fara á Dyrhamarinn þar sem veður hafði versnað mikið á toppnum. Gönguhópur frá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum hættir við að fara á hnjúkinn vegna veðurs en við mætum þeim efst á brúninni í um 1900 metra hæð

Hér er hópur frá Íslenskum Fjalaleiðsögumönnum sem ákvað að snúa við frá toppnum öryggisins vegna. Group of people with Icelandic mountain guide gave up to reach the top because of the bat wether. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er hópurinn að losa sig við böndin þegar hann er að nálgast snjólínuna. Klukkan er núna 11:20 að morgni og enn löng ferð fyrir höndum

Vegna veðurs, þá var hætt við að fara Virkisjökulsleiðina niður. Here is the group removing the rope. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru Ragnar Sverrisson og Þorsteinn Sigurðsson á leið niður brattar hlíðar á Sandfelli. Klukkan er 12:42 og enn mikið eftir

Hér er gengið í miklum bratta og eins gott að fara varlega. Göngustafirnir eru margbúnir að sanna sig við þessar aðstæður. Hér borgar sig að hlífa hnénu. Ragnar and Thorsteinn on way down Sandfell. Still long way to go. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo tekin hópmynd af hópnum kl. 13:51 eða 17 klukkustundum eftir að fjallgangan hófst á hæsta tind Íslands. Gengnir voru 28.6 kílómetrar og var meðalhraðinn um 2 km á klst.

Á myndinni má sjá Þorvald Þórsson Olli, Elías Óskarsson, Hans Kristjánsson, Harald Sigurðarson, Kristján G Þórisson, Ragnar Sverrisson, Svanhvíti Ragnarsdóttur, Þorstein Sigurðsson og Ingólfur Bruun. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki var laust við að sumir væru pínu þreyttir eftir erfiða ferð. En ferðin var einu orði sagt frábær :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

VEIT EINHVER HVAR ÞESSI LJÓSMYND ER TEKIN?

Veit einhver hvar þessi ljósmynd er tekin?

Hvar er þessi ljósmynd tekin (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér vantar upplýsingar um:

1) Frá hvaða stað er þessi mynd tekin?

2) Hvaða fjöll eru á myndinni?

3) Hvaða á er á myndinni?

4) Hvaða jökull er á myndinni?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Bein útsending frá Hnjúknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAR ER KASSAGERÐIN - MYNDIR

Húsakynni Kassagerðarinnar eru stór enda um 9000 fermetrar og því ekki auðvelt að finna menn sem gætu verið í byssuleik á svæðinu :)

Annars er Kassagerðin er rótgróið fyrirtæki sem hefur starfað samfellt síðan 1932. Fyrirtækið er eini framleiðandi á bylgjupappa á Íslandi og vinnur úr um 8.000 tonnum af hráefni á ári. Til framleiðslunnar þarf stórar og flóknar vélar og mikið af orku. Fyrirtækið fær þunnan pappír á stórum rúllum erlendis frá sem er síðan límdur saman í lögum þar sem millilag er bylgjað og síðan límt saman eins og samloka. Þannig fæst aukin burður eða styrkur sem gerir kassana sem við þekkjum svo vel nothæfa.

Kassagerðin í Reykjavík við Köllunarklettsvegi

Loftmynd af Kassagerðinni horft til austurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kassagerðin í Reykjavík við Köllunarklettsvegi

Loftmynd af Kassagerðinni horft til suðurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í sama húsi er einnig að finna fyrirtækið Formfast sem sérhæfir sig í að smíða ótrúlega flotta hluti út bylgjupappa og nota til þess fullkomin tækjabúnað sem getur skorið út pappann nánast í hvaða form sem er. Magnað er að sjá hvernig þeir hafa smíðað hverdagslega hluti eins og skrifborð algjörlega úr pappa.

Það er alveg óhætt að segja að ég þekki aðeins til því að ég hef eitthvað haft með að gera viðgerðir á stýribúnaði í þessum flóknu og sérhæfðu vélum sem þarf til framleiðslunnar.

Kassagerðin rekur einnig vöruhótel sem er í þessum húsum hér. Hér var áður Umbúðamiðstöðin sem nú hefur verið sameinuð Kassagerðinni

Afgreiðsla og Vöruhótel Kassagerðarinnar við Héðinsgötu 2 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Leituðu manns með riffil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAR ER FLÓTTAMANNALEIÐ OG URRIÐAVATN? - MYNDIR

Flóttamannaleið eða öðru nafni Elliðavatnsvegur liggur m.a. á milli uppsveita Garðarbæjar og Hafnafjarðar rétt fyrir ofan Urriðavatn.

Flóttamannaleið er vestan við Urriðavatn austan við golfvölinn Setbergvöll

Golfklúbburinn Oddur rekur Setbergsvöll sem er í hrauninu á mörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í forgrunni er golfvölurinn Urriðarvöllur við Tjarnholt, næst kemur Urriðarvatn og því næst golfvölurinn Setbergvöllur sem er fjærst hinu megin við Urriðavatn

Golfklúbbur Oddfellowa og golfvöllurinn Urriðavatnsdölum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í forgrunni er golfvölurinn Urriðarvöllur við Tjarnholt, næst kemur Urriðarvatn

Golfklúbbur Oddfellowa og golfvöllurinn Urriðavatnsdölum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Eldurinn breiddist hratt út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á AÐ BANNA VEIÐAR Á LUNDA?

Það er ekki laust við að maður hafi orði fyrir smá áfalli við að sjá ekki neinn lunda út í Dyrhólaey þegar ég var þar á ferð með ferðamenn á síðasta ári.

Lundi er oft kallaður „prófastur“ eða „prestur“ á íslensku. Lundinn er af svartfuglsætt sem lifir við sjó og kafa sér til matar. Þeir verpa í djúpum holum sem þeir grafa. Lundinn er staðfugl en heldur sig úti á rúmsjó yfir veturinn.

En hér kemur smá myndasería af lunda sem teknar hafa verið víða um land.

Lundinn er sætur fugl eins og sjá má á þessari mynd

Mynd tekin í heyvagnaferð út í Ingólfshöfða árið 2005 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef lundinn hefur ekki það æti sem hann þarf sem er að stórum hluta sandsíli eins og sjá má á þessari mynd, þá fer hann eitthvað annað

Hér er lundi með gogginn fullann af sandsíli, mynd tekin úti í Ingólfshöfða (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er lundamamma eða lundapabbi að færa ungunum sínum mat

Hér er mynd af lundum úti í Drangey (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er vanur lundaveiðimaður að sýna ferðamönnum hvernig á að bera sig að við að háva lundann

Hér er beðið eftir að lundinn fljúgi fram hjá klettasyllunni til að verða hávaður (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Lundi í Dyrhólaey 2006

Greinilegt að lundanum hefur eitthvað fækkað á svæðinu í kringum Dyrhólaey, hvort það er út af veðurfari eða einhverjum öðrum orsökum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sýnir veiðikona ferðamönnum hvernig á að bera sig að með hávinn til að fanga lundann í netið

Hér er sýnd staðan sem veiðimaðurinn notar þegar verið er að háfa lundann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Frekar var lítið um lunda í Papey 2006

Einn af þeim fáu sem var á staðnum þegar okkur bar að garði var fljótur að forða sér þegar við nálguðumst (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annars er lundi einn sá besti matur sem að ég fæ - því miður :|

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Leggur til að lundinn verði friðaður í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MYNDAGETRAUN - HVAÐA BÚNAÐUR ER ÞETTA :)

Spurning dagsins, hvaða búnaður er þetta, hvar er hann og hverju tengist hann?

Myndagetraun, hvaða búnaður er þetta, hverju tengst hann og hvar er hann :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



mbl.is Miðbær í stað sementsturna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SIGLT Í KRINGUM VESTMANNAEYJAR 2005 Á SLÖNGUBÁT

Árið 2005 átti ég þess kost að sigla, ekki hringinn í kringum Ísland heldur Vestmannaeyjar og það á litlum slöngubát. Við nokkrir félagarnir sigldum í kringum eyjuna um miðnætti í mjög góðu veðri.

Oft er það svo að vegna veðurs er það frekar erfið raun að framkvæma á svona litlum báti. Það var þó ekki í þetta skiptið. Veðrið lék við hvern sinn fingur og miðnætursólin skartaði sínu fegursta og sjórinn spegilsléttur.

Vestmannaeyjar draga nafn sitt af þrælum, vestmönnum. Landnáma segir þá hafa flúið til eyjanna eftir að hafa vegið húsbónda sinn Hjörleifs fóstbróður Ingólfs Arnarssonar.

Í fyrstu voru Eyjarnar í eigu bænda síðan um miðja 12. öld í eigu Skálholtsstaðar. Síðan eignast Noregskonungur eyjarnar í byrjun 15. aldar og þar á eftir Danakonungur til ársins 1874.

Höfuðatvinnugreinar Vestmannaeyja hafa jafnan verið sjávarútvegur og fiskvinnsla.

Árið 1627 var Tyrkjaránið framið og eldgosið í Eldfelli í Heimaey árið 1973.

Hér má svo sjá nokkrar myndir úr ferðinni

Klettshellir er þekktasti hellirinn í Vestmannaeyjum eða Heimaey og sá stærsti. Hellirinn gengur inn í Ystaklett

Fastur liður í útsýnissiglingu umhverfis eyjar er að sigla inn í Klettshellir og leika þar á blásturshljóðfæri fyrir ferðamenn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skerin eða Stöplarnir heita Drengir

Drangar eru víða við Vestmannaeyjar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Latur er staki kletturinn þegar að komið er fyrir Ystaklett og Faxasker ætti að vera á hægri hönd

Latur er drangur sem stendur norðan við Miðklett á Heimaey. Kletturinn fékk nafn sitt af því að menn sem reru frá Landeyjum til Vestmannaeyja tóku sér oft hvíld við Lat áður en haldið var inn innsiglinguna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stóri Örn, litli Örn nær Klifinu, og Eiðið fyrir aftan vinstra megin við bátinn

Stóri Örn er stuðlabergsdrangur fyrir norðan Klif (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er verið að sigla leiðinni í gegnum Gatið. Þarna átti brú að hafa legið yfir í klettinn með stóru gati undir (svo segja sögur)

Gatið við Heymaey sem var undir brú sem núna er fallin (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hani á hægri hönd og Hæna framundan

Eyjan Hani er 97m hár og dregur nafn sitt af kambi á eyjunni. Hæsti punktur á eyjunni heitir Hanahöfuð. Hæna er syðst af smáeyjunum og er 57 m á hæð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


þarna er verið inní Kafhelli í hænu, horft í átt að Dalfjalli og Blátindur er þar efsti punktur og líklegast sést þarna inní Stafsnesvíkina

Kafhellir er í eyjunni Hænu og talinn fallegasti hellir úteyjanna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vestmannaeyjar, Heimaey víðmynd

Víðmynd af Heimaey, horft til norðurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá höfuð af fíl rétt áður en komið er inn í Kapalgjótu

Kynjamyndanir má sjá víða í berginu í Vestmannaeyjum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kaplagjóta

Ekki er ég alveg viss á þessu örnefni en áður var rusli hent í þessa gjótu, en straumar eru sterkir við eyjarnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stórkostleg litadýrð er í hellunum Fjósin í Stórhöfða

Fjósin eru tveir hellar í Stórhöfða. Þeir eru óaðgengilegir nema á báti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mynd tekin út úr "Fjósinu" í átt að Smáeyjum eða á að segja

Gaman væri að vita frekari deili á þessu örnefni og hvernig það beygist (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Suðurey, í fjarska gæti verið Súlnasker, Geirfuglasker og Brandur

Suðurey, eyjarnar Súlnasker, Geirfuglasker og Brandur eru ekki langt undan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er sólin að setjast út við sjóndeildarhringinn

Miðnætursólin skartar sínu fegursta við Vestmannaeyjar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér erum við komnir út í einn af hellunum

Hellir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það hefur löngum verið stórviðrasamt á Stórhöfða á Heimaey í Vestmannaeyjum

Á þessari mynd má vel sjá Heimaey og hvernig Eldfell og nýja hraunið þekur eyjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá kort að Vestmannaeyjum og Heimaey

kort af Vestmannaeyjum og Heimaey (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Árni tölvukarl var skipstjóri og stýrimaður á slöngubátnum og Árni Sigurður Pétursson átti heiðurinn af mörgum af þeim örnefnum sem hér koma fram, en hann hafði sent mér þær sem athugasemdir hér áður á blogginu hjá mér. Ef einhverjir staðkunnugir þekkja betur til, þá um að gera að senda inn linka á myndir ásamt skýringum.

Varðandi samgöngumál Vestmanneyjar þá vil ég vísa á fyrri skrif mín hér:

Hér má sjá kort og nánari hugmyndir:

JARÐGÖNG FYRIR VESTMANNAEYJAR ER LAUSNIN Á VANDA BAKKAHAFNAR :) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/489680/

Höfnin í Þorlákshöfn séð úr lofti http://photo.blog.is/blog/photo/entry/283931/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Umhverfis landið á slöngubát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALLT ER VÆNT SEM VEL ER GRÆNT - MYNDIR

Fyrir þá sem ekki vita, þá er risin þjóðgarður á Snæfellsnesi og því liggur beinast við að reyna að fá viðurkenningu á svæðinu. Green Globe eru samtök sem votta ferðaþjónustufyrirtæki sem stunda sjálfbæran rekstur um allan heim.

Hér má svo sjá lista yfir þá þætti sem Green Globe samtökin eru að skoða hjá ferðaþjónustufyrirtækjum til að þau fái græna vottun?

1. Losun gróðurhúsalofttegunda
2. Orkunýting, orkusparnaður og stjórnun
3. Stjórnun ferskvatnsauðlinda
4. Verndun og stjórn vistkerfa
5. Stjórnun félagslegra og menningalegra áhrifa ferðaþjónustunnar
6. Skipulag og þróun svæða undir ferðaþjónustu
7. Félagshagfræðilegur ávinningur svæðisins af ferðaþjónustu
8. Verndun loftgæða og stjórnun hávaða
9. Stjórnun fráveitumála og ofanvatns
10. Lágmörkun úrgangs, endurnotkun og endurvinnsla
11. Geymsla og notkun efna sem eru skaðleg umhverfinu
12. Verndun menningarminja

Hér kemur smá myndasería úr flugferð fisflugmanna um Snæfellsnesið í maí 2005.

Flotinn bíður í landi á Arnarstapa í góða veðrinu

Hvar er fiskurinn? Ætli kvótinn sé uppurinn? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá flug sem farið var um Snæfellsnesið á góðum degi

Hér má sjá vel öll smáatriði í fjörunni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér flýgur Lárus á sínum heimasmíðaða mótorsvifdreka meðfram stórgrýttri ströndinni á Snæfellsnesi

Hér má sjá vel hvernig bergið er lagskipt og má greina móberg undir nýlegum hraunlögum sem hafa að öllum líkindum komið úr gosi frá Snæfellsjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


http://www.photo.is/snae/pages/kps05050520.html

Það getur verið magnað að sjá hvernig bylgjur hafsins hafa brotið niður blágrýtið

Náttúran fer sínu fram hér sem annars staðar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá þekkta dranga við ströndina

Lóndrangar á Snæfellsnesi eru gamlir goskjarnar þar sem ágangur sjávar hefur náð að hreinsa laust gjall og vikur í kringum hreinan goskjarnann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá þekktan vita við ströndina

Malarrifsviti á Snæfellsnesi, sannkallað paradís á jörðu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er þekkt vík

Víkin heitir Djúpalónssandur og er sunnan megin utarlega á Snæfellsnesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Steinarnir fullsterku, hálfsterkur, hálfdrættingur og amlóði á Djúpalónssandi hafa löngum verið vinsælir meðal ferðamanna

Upplýsingar á íslensku, ensku, þýsku og dönsku fyrir ferðamenn um steinana fullsterku, hálfsterkur, hálfdrættingur og amlóði á Djúpalónssandi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flugið út að Svörtuloftum á Snæfellsnesi var magnað

Hér má sjá hvernig brimið hefur étið sig inn í nýlegt hraunið á þessari leið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stórar hellahvelfingar hafa myndast víða þar sem stórar úthafsöldurnar skella á ströndinni

Hér má sjá hvernig brimið hefur myndað stóra hvelfingu eða helli í nýlegt hraunið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki verður langt þangað til brimið verður búið að grafa sig inn í bergið undir vitann á Svörtuloftum

Vitinn á Svörtuloftum nálægt sundurgrafinni hraunbrúninni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eitt hæsta mannvirki Evrópu var lengi vel á Gufuskálum

Ríkisútvarpið rekur langbylgjustöð á Gufuskálum. Mastrið sem nú er næsthæsta eða um 412 m (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er greinilega mikið um að vera á toppi Snæfellsjökuls

Á toppnum má sjá vélsleða, snjóbíl og fullt af fólki á skíðum í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hópur af fólki á toppi Snæfellsjökuls að stunda vetraríþróttir

Á toppi Snæfellsjökuls má sjá vélsleða, snjóbíl og fullt af fólki á skíðum í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekkert er eins gaman og að fljúga í flottur veðri á mótorsvifdreka yfir Snæfellsjökul

TF-111 flýgur yfir Snæfellsjökul í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvar er svo þessi mynd tekin?

Smá myndagetraun af Snæfellsnesi, hvaða hús er þetta á myndinni? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En það eru fleiri sem fljúga um Snæfellsnesið

Hér er kría að verja ungana sína fyrir ágangi ljósmyndarans (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kirkjan á Búðum er vinsæl meðal ferðamanna

Búðarkirkja á Snæfellsnesi. Ekki oft sem að fólk sér svart málaða kirkju. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er oft talað að það sé kraftur undir jökli en það er margt kynngimagnað sem á sér stað á Snæfellsnesi. Það er von að fólk eins og Guðrún Bergmann heillist að Snæfellsnesi

Á myndinni má sjá völundarhús ekki langt frá Dritvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Hellnum er einnig Hótel Hellnar sem Guðrún Bergmann rekur.
Guðrún G. Bergmann hefur flutt fjölda fyrirlestra um sjálfbæra þróun um umhverfismál, umhverfisvernd og umhverfisstjórnun. Hún hefur verið ötull talsmaður fyrir Green Globe 21 á Íslandi

Fugla og hvalaskoðun er vinsæl við Snæfellsnes, viti, lighthouse, Öndverðarnes

Hér er hópur ferðamanna við vitann á Öndverðarnesi (Fálka) skammt frá Svörtuloftum að skoða stórhveli á sjónum rétt fyrir utan nesið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Söguna um leyndardóma Snæfellsjökuls þekkja allir

Hér má sjá veggspjald frá Gestastofu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls um söguna um Jules Verne í ferð sinni að miðju jarðar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvaða fyrirbæri er þetta? Til hvers er þetta og hvenær var þetta byggt?

Myndagetraun af Snæfellsnesi, hér vantar nákvæmar upplýsingar um staðinn :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Sjálfbær þróun á Snæfellsnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAR ER ÞETTA MIÐFELLSLAND ÞAR SEM SUMARBÚSTAÐURINN BRANN - MYNDIR

Það má lesa um misvísandi fréttaflutning um hvar Miðfellsland í Þingvallasveit sé. Það er ekki við Meðalfellsvatni eins og sumstaðar má lesa. Hér má sjá nokkur sumarbústaðarsvæði við Þingvallavatn.

Hér má skoða sumarbústarsvæði við austanvert Þingvallavatn

Sumarbústaðarsvæði við Þingvallavatn í Miðfellslandi mynd tekin í júlí 2007 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má skoða sumarbústarsvæði við austan vert Þingvallavatn

Sumarbústaðarsvæði við Þingvallavatn í Miðfellslandi mynd tekin í september 2005 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er flogið með ströndinni við Þingvallavatn í landi Heiðarbæjar

Sumarbústaðir við Þingvallavatn mynd tekin í apríl 2004 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má skoða nýbyggðan "Sumarbústaður" þar við Þingvallavatn

Bústaður í landi Heiðarbæjar mynd tekin í apríl 2004 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má skoða nýbyggðan "Sumarbústaður" þar við Þingvallavatn

Bústaður í landi Heiðarbæjar mynd tekin í september 2005 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má skoða nýbyggðan "Sumarbústaður" þar við Þingvallavatn

Bústaður í landi Heiðarbæjar mynd tekin í september 2004 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þeir eru mörg flott sumarhúsin í þjóðgarði Íslendinga og þau verða stærri og meiri með árunum

Hér eru nokkrir sumarbústaðir þar sem Almannagjá byrjar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá sumarbústaður í landi Nesja

Sumarbústaður í landi Nesja (eigandi Reynir Gunnar) myndir teknar í apríl 2004 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá sumarbústaður í landi Nesja

Sumarbústaður í landi Nesja (eigandi Reynir Gunnar) myndir teknar í september 2004 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér koma svo myndir sem teknar voru af sumarbústöðum við Þingvöll 2007

Sumarbústaður við Almannagjá í Þjóðgarðinum. Mynd tekin í september 2004 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flug við Þingvallarvatn

Bústaðir í landi Heiðarbæjar mynd tekin í júní 2004 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Loftmynd af Þingvöllum og sprungunni sem kemur upp úr vatninu þar sem Almannagjá er

Loftmynd af sumarbústöðum í landi Heiðabæjar, Skálabrekku, Kárastaða og fleiri bæja (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sumarhús í Hestvík í landi Nesja á Þingvöllum

Hestvík í landi Nesja, sumarhúsabyggð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




En ég hef ekki grænan grun um hvar þessi bústaður er við Þingvallarvatn sem brann.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Grunur um íkveikju og líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband