Færsluflokkur: Bloggar

Myndir og kort af nýjum borsvæðum. Krýsuvík, Austurengjar, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngja, Sandfell

Það fór eins og ég spáði, Reykjanesið verður allt undirlagt undir virkjunarframkvæmdir næstu árin. Það er líklega pláss fyrir um 20 gufuaflsvirkjanir eftir endilöngu Reykjanesinu.

Hér er loftmynd af bænum Krýsuvík fremst í myndinni og Krýsuvíkurskóli fjær til hægri. Vinstra megin er Grænavatn og hægra megin er Gestsstaðarvatn. Krýsuvíkurkirkja stendur undir Bæjarfelli sem er bak við Krýsuvíkurskóla og þar til hliðar er Arnarfell.

Krýsuvík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Seltúni í Hveradal og er Krýsuvík ekki langt undan

Seltún (Hveradalur) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Austurengjahver og svæðinu í næsta nágreni

Austurengjahver (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er mynd af Eldvörpum og svæðinu í næsta nágreni

Eldvörp (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Köldunámum og svæðinu í næsta nágreni

Köldunámur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Trölladyngju og svæðinu í næsta nágreni

Trölladyngja (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Sandfelli og svæðinu í næsta nágreni

Sandfell (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Reykjanesi sem sýnir Krýsuvík, Austurengjahver, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngju og Sandfell

Krýsuvík, Austurengjahver, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngju og Sandfell (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. var á ferð um Hellisheiðarsvæðið í gær með ferðamenn og gat ekki annað en brosað þegar einn starfsmaður sem var þar við vinnu á svæðinu kom akandi og óskaði eftir því að við færum burtu af svæðinu því við gætum valdið óþarfa jarðraski!
mbl.is Boranir tilkynntar allar í einu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeistareykir - Myndir og kort

Loftmynd af Þeistarreykjarsvæðinu tekin í september 2005. Hér má sjá gufu stíga til himins víða á svæðinu.

Hér má sjá svæðið við Þeistareyki (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá kort af svæðinu þar sem verið er að bora og þar sem slysið átti sér stað

Kort af Þeistareykjum, Þeistareykjabungu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vinnuslys á Þeistareykjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir og kort af Gjástykkissvæðinu

Hér má sjá hvar hraunið úr síðasta Kröflugosi hefur runnið yfir gríðarlega stórt svæði og eins og Ómar lýsti vel á sínum tíma, þá kom hraunið upp um eina sprunguna og féll svo niður um þá næstu. En allt svæðið er kolsprungið eins og þessi mynd sýnir og eru sumar sprungurnar mjög djúpar og aðeins færar fuglinum fljúgandi.

Hraun úr síðasta Kröflugosi rétt hjá Gjástykki þar sem er verið í gangi með tilraunaboranir. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá kort af svæðinu. Gjástykki er ofarlega fyrir miðri mynd. Neðst á kortinu má sjá leiðina inn að Kröflu við Mývatn

Kort af Gjástykki (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En ég verð annars að segja að ég er mjög ánægður með þor þeirra sem standa í þessum framkvæmdum. Kröfluævintýrið leit nú ekki vel út á tímabili :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Rannsóknarleyfi gefið út á grundvelli laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loftmyndir - Aðstaða Morgunblaðsins og Landsprents.

Loftmynd af prentsmiðjuhúsi Landsprents og hús Morgunblaðsins í Hádegismóum í eigu Árvakurs hf.

Hús Morgunblaðsins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Loftmynd af prentsmiðjuhúsi Landsprents og hús Morgunblaðsins í Hádegismóum

Hús Morgunblaðsins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Prentsmiðja Morgunblaðsins gerð að sjálfstæðu félagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eru það mávar og gæsir sem ráða ríkjum við Tjörnina - Myndir

Tjörnin í Reykjavík

Það er alltaf gaman að koma niður að tjörninni í Reykjavík. Óvanaleg birta við Tjörnina í Reykjavík og mikið af fugli sem baðar sig þar sem heita vatnið rennur út í tjörnina.

Hér er sólin að setjast í suðvestri í desembermánuði rétt fyrir jól (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ráðhúsið "í" Tjörninni. Ég efa að fuglalífið sé svona fallegt lengur eins og þessi mynd sýnir sem tekin var 2004. Nú sveima mávar um svæðið og gæsir ornar frekar svo að endurnar hafa orðið að láta undan í lífsbaráttunni um brauðið.

Ráðhúsið við Tjörnina (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svanirnir njóta sín vel í vetrarkyrrðinni ásamt öðrum fuglum

Svanir á Tjörninni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er sannkölluð vetrarmynd sem tekin er við forsetabústaðinn. Hér má sjá frægt hús í Hljómskálagarðinum

Hljómskálagarðurinn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er maður á gangi eftir tjörninni þegar gosbrunnurinn mátti muna fífil sinn fegri

Gengið meðfram Tjörninni í Reykjavík á sumardegi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mikið er af dúfum við Tjörnina sem eru að sníkja sér brauð

Spök dúfa fær sér brauð úr hendi konunar (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Komu upp fáum ungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kverkfjöll, Sigurðarskáli - Myndir og kort

Kverkfjöll er staður sem verður pínu útundan og er líklega ástæðan fyrir því að flestir láta sér nægja að fara upp í Öskju og Herðubreiðarlindir og þaðan jafnvel inn að Kárahnjúkum eða áfram suður yfir Gæsavatnaleið.

Ég hef átt þess kost að komast nokkrar ferðir inn í Kverkfjöll og þá bæði yfir Vatnajökul og svo landleiðina.

Hér er horft yfir annan af tveimur sigkötlum í Kverkfjöllum. Þar má líka sjá hóp af jeppamönnum sem voru með þeim fyrstu sem óku yfir frá Grímsfjalli yfir þar sem rann úr Grímsvötnum eftir Gjálpargosið. Skáli jarðvísindamanna í Kverkfjöllum uppi á öxlinni milli sigkatlanna.

Skáli jarðvísindamanna í Kverkfjöllum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Útsýnið getur verið gríðarlegt til norðurs á góðum degi. Má þá sjá Öskju og Herðubreið. Eins og sjá má á myndinni, þá er mikill jarðhiti á svæðinu og þarna er virk eldstöð undir.

Horft ofan úr Kverkfjöllum til norðurs og má sjá hluta af sigkatlinum sem er vestanmegin í eldstöðinni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vinsælt er að ganga inn að íshellinum í Kverkjökli. En þar þarf að passa sig vel á hruni úr jöklinum.

Hér er hægt að ganga sunnan megin að íshellinum yfir brú (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sigurðarskáli í Kverkfjöllum. hér er starfsmaður að draga fána að húni í hálfa stöng til að mótmæla virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúka.

Sigurðarskáli í Kverkfjöllum. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá tvo kappa sem lögðu það á sig að aka á vélsleða um miðja nótt yfir Vatnajökul frá Jöklaseli til þess eins að líta við í kaffi hjá skálaverðinum í Sigurðarskála. Leiðin er um 80 km. Hér áður fyrr voru áætlunarferðir á vélsleðum á milli þessara staða en það lagðist af eftir að óhapp átti sér stað þegar tveir hópar voru að hafa skipti á jöklinum fyrir mörgum árum. En þá brast á vont veður og mátti þakka fyrir að ekki fór verr.

Vélsleðamenn frá Jöklaseli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Teikning hjá skálaverði sem sýnir gönguleiðir um Kverkfjallasvæðið.

Gönguleiðir: Virkisfell 1-2 klst., Biskupsfell 4-5 klst., Íshellir 1-2 klst., Hveradalur 8-10 klst. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Kverkfjöllum sem sýnir Sigurðarskála, skálann í Hvannalindum og fleiri skála á svæðinu og svo hvar konan var sem verið var að leita af. En hún fannst í Hveragili. Þar ku vera hægt að fara í bað.

Kverkfjöll, Sigurðarskáli, Hvannalindir, íshellirinn í Kverkfjöllum. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Fundin heil á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru Hrútsfjallstindar? Myndir og kort

Í einu af fyrstu bloggunum, þá kom ég með tillögu um að líklega hefðu félagarnir tekið stefnuna á þetta svæði. En hér má sjá Vestara-Hrútsfjall, Eystra-Hrútsfjall og Hrútsfjallstinda þar sem flogið er upp Svínafellsjökul.

Vestara-Hrútsfjall, Eystra-Hrútsfjall og Hrútsfjallstindar framundan (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er komið nær Eystri-Hrútsfjalli og má sjá hvað úfinn jökulinn verður meira og meira sprunginn því meiri sem brattinn verður

Sjá má tilkomumikinn foss í hlíðum Eystra-Hrútsfjalls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Hrútsfjallstindum.

Svínafellsjökull, Vatnajökull, Hrútsfjallstindum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Leitin að Þjóðverjunum tveim hófst á ný snemma í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða búnað þarf til að ferðast á jökli og stunda ísklifur?

Til að fólk geti aðeins gert sér grein fyrir þeim aðstæðum sem björgunarsveitarmenn eru að vinna við á Svínafellsjökli, þá má skoða eftirfarandi myndaseríu. Þessi mynd sýnir vel hversu hrikalegur og erfiður yfirferðar jökul getur orðið.

Mest hætta á svona stað er ef mikið skrið er á jöklinum og ef hann fellur fram af kanti þar sem hann nær að brotna á yfirborðinu og ná þá sumar sprungurnar alveg niður í botn. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En fyrir þá sem ætla að fara stunda göngur og klifur á jökli ættu að byrja á því að fá sér góða skó eins og þessa hér. En þessir skór eru sérútbúnir til að ganga á ís og eru ekki ósvipaðir skíðaskóm. Nema hvað þessir eru í þægilegri kantinum og henta líka ágætlega sem gönguskór.

Á þessa skó er auðvelt að festa ísbrodda (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá ís- og klifurbroddana sem smelt er á skóna og er svona búnaður algjört lykilatriði þegar verið er að ferðast á jökli.

Einnig er hægt að fá einfaldari brodda sem hægt er að binda á venjulega gönguskó. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsta öryggistæki sem þarf að hafa með er ísexi eins og þessi mynd sýnir. Hún er mikilvægt öryggistæki þegar verið er að ferðast á ís.

Hér er sýnd notkun á ísexi. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef aðstæður eru erfiðar og hættulegar, þá er sett öryggislína á milli til að tryggja ef einhver félli t.d. óvænt í gegnum þunna snjóbrú sem gæti legið yfir sprungu.

Hér má sjá notkun á öryggislínu. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrir þá sem eru vanir og vel þjálfaðir í ísklifri er lítið mál að fara upp þverhníptan ísvegg eins og þessi kona er að gera hér. En með réttum búnaði þá er ferðamennska á jökli auðveldur ferðamáti.

Hér klifrar kona upp ísvegg og til þess notar hún ísbrodda og tvær ísaxir. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Aðstæður á jökli geta verið fjölbreyttar og það sama gildir um veðrið

Hér er rigning eða vel blaut slydda og ef að fólk er vel búið, þá þarf ekki að hafa miklar áhyggjur. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á íslandi er stór hópur fólks sem leggur á sig gríðarmikið óeigingjarnt starf þegar óhöpp gerast. Það eru þrautþjálfaðar fólk út um land allt sem er fljótir að mæta þegar aðstæður kalla eins og við Vatnajökul þessa daganna. Kostnaðurinn er gríðarlegur í sérhæfðum búnaði, tækjum og fatnaði sem þetta fólk þarf að fjárfesta í.

Hér er hópur að undirbúa sig til ferðar og er margt sem þarf að huga að. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo í lokin, þá er þetta ein af mörgum ástæðum fyrir því að fólk er að leggja allt þetta erfiði á sig. En jökulinn er síbreytilegur og getur tekið á sig ýmsar kynjamyndir. Hér má sjá hvar lítill foss fellur út um gin á hákarlskjafti!

Gaman getur verið stundum að mynda kynjamyndir úr ís á jöklum. Þeir sem eru að stunda ferðamennsku á jöklum, verða fljótt heillaðir af fjölbreytileika og drungalegri fegurð sem vatnið er að taka á sig í föstu og fljótandi formi. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nánast flestir ferðamenn sem koma til landsins hafa aldrei átt þess kost að komast á jökul og hvað þá að fá að skoða íshelli eins og þessi hópur hér fékk að upplifa.

Hér hefur vatn í upphafi runnið niður um litla sprungu a jöklinum og með tímanum náð að stækka vatnsrásina og að lokum orðið þessi myndalegi svelgur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Björgunarsveitarmaður slasaðist á Svínafellsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hér með þrjár myndir sem komast næst staðnum þar sem tjöldin fundust!

Ég átti þess kost að fljúga yfir Svínafellsjökul á mótorsvifdreka og tók þá þessar myndir. Myndirnar sýna vel hversu hrikalegt svæðið er yfirferðar.

Hér er fyrri myndin sem sýnir vel svæðið þar sem tjöldin fundust. En svæðið er fyrir miðri mynd.

Hvannadalshnjúkur í bakgrunni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er seinni myndin tekin aðeins nær sem sýnir vel svæðið þar sem tjöldin fundust. En svæðið er neðarlega hægra megin

Hvannadalshnjúkur í bakgrunni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ég komin aðeins upp fyrir svæðið þar sem tjöldin fundust.

Horft niður með Svínafellsjökli þar sem tjöldin fundust (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Auðvelt er að ganga töluverðan spotta upp með jöklinum eins og sjá má á næstu mynd en víða er laust grjót á yfirborðinu sem þarf að passa sig á

Leiðin upp með Svínafellsjökli að vestan verðu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á þessari mynd má sjá hversu hrikalegur og erfiður jökulinn er á að líta

Hér má vel sjá kantinn sem að ferðamenn ganga oftast upp eftir þegar þeir eru að skoða hann (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Líklegast hafa félagarnir tekið stefnuna á þetta svæði. En hér má sjá Eystra-Hrútsfjall þar sem flogið er upp skriðjökulinn

Eystra-Hrútsfjall (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft niður Svínafellsjökul. Skeiðarársandur í fjarska.

Skriðjökulinn Svínafellsjökull, horft til suðurs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er komið nær Eystri-Hrútsfjalli og má sjá hvað úfinn jökulinn verður meira og meira sprunginn því meiri sem brattinn verður

Sjá má tilkomumikinn foss í hlíðum Eystra-Hrútsfjalls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Svínafellsjökli, Skaftafelli, Skaftafellsjökli.

Svínafellsjökull, Skaftafell, Skaftafellsjökull (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vonum að þessar myndir hjálpi eitthvað

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Tjöld þýsku ferðamannanna fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svínafellsjökull. Hvar eru þýsku ferðamennirnir? - Myndir og kort

Ég átti þess kost að fljúga yfir Svínafellsjökul á mótorsvifdreka og tók þá þessar myndir. Myndirnar sýna vel hversu hrikalegt svæðið er yfirferðar.

Hér byrjar flugið upp skriðjökulinn og má sjá bílastæðið þar sem vinsælt er fyrir ferðamenn að stoppa og þaðan er venjulega gengið upp með jöklinum.

Háls er fyrir ofan bílastæðið og Illuklettar þar fyrir ofan. Fyrir framan jökulinn er síbreytilegt jökullón þar sem jökulárnar Öldukvísl (nær) og Svínafellsá (fjær) renna. Svínafellsheiðin er svo hinu megin við skriðjökulinn (fjær) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Auðvelt er að ganga töluverðan spotta upp með jöklinum eins og sjá má á næstu mynd en víða er laust grjót á yfirborðinu sem þarf að passa sig á

Leiðin upp með Svínafellsjökli að vestan verðu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á þessari mynd má sjá hversu hrikalegur og erfiður jökulinn er á að líta

Hér má vel sjá kantinn sem að ferðamenn ganga oftast upp eftir þegar þeir eru að skoða hann (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Líklegast hafa félagarnir tekið stefnuna á þetta svæði. En hér má sjá Eystra-Hrútsfjall þar sem flogið er upp skriðjökulinn

Eystra-Hrútsfjall (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft niður Svínafellsjökul. Skeiðarársandur í fjarska.

Skriðjökulinn Svínafellsjökull, horft til suðurs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er komið nær Eystri-Hrútsfjalli og má sjá hvað úfinn jökulinn verður meira og meira sprunginn því meiri sem brattinn verður

Sjá má tilkomumikinn foss í hlíðum Eystra-Hrútsfjalls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Svínafellsjökli, Skaftafelli, Skaftafellsjökli.

Svínafellsjökull, Skaftafell, Skaftafellsjökull (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Líklega er einn reyndasti fjallaklifurmaður þessa svæðis Snævarr Guðmundsson. En hann er búinn að fara mikið um fjöllin í nágrenni Skaftafells og þekkir sum þeirra eins og lófana á sér.

Snævarr Guðmundsson kennari í gönguleiðsögu í MK þegar ég var í námi þar á sínum tíma (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. en annars var ég að ganga á ís með ferðamenn á Sólheimajökul í gær í um 2 tíma og hef "aldrei" lent í annarri eins rigningu. En eins og við vitum þá er suðurströnd landsins eitt það úrkomumesta og ekki langt frá leitarsvæðinu er eitt úrkomumesta regnsvæði landsins, Kvísker í Öræfum.

mbl.is Um 60 björgunarsveitarmenn leita að þýskum ferðalöngum í Skaftafelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband