13.10.2008 | 05:46
ÆTLI ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ TIL Í SKRIFUM JÓNASAR EFTIR ALLT?
Það skyldi þó ekki vera að það sé eitthvað til í skrifum Jónasar Kristjánssonar eftir allt? Lesa má nánar hér: www.jonas.is
12.10.2008
Vita vonlaus þjóð
Íslendingar eru vonlausir. Seðlabankastjóri, útrásargreifar, bankastjórar,
ráðherrar og fjármálaeftirlit selja ykkur í ánauð. Þið rekið ekki pakkið frá
völdum, heldur farið að skúra undir stjórn þess. Fólk verður að standa saman,
segja leiðarar. Eyðum ekki tíma í blammeringar, segir gott fólk. Við eigum að
sætta okkur áfram við snarvitlausa frjálshyggju. Sætta okkur við, að
brennuvargar séu í brunaliðinu og að bankastjórar séu áfram ráðgjafar. Að
ráðherrar fái syndauppgjöf fyrir kjafthátt í símanum til Bretlands. Að
heyrnardaufur æsingamaður í Seðlabankanum haldi velli. Svei ykkur öllum.
12.10.2008
Nokkrar spurningar um Geir
Af hverju slítur Geir Haarde ekki samningum við umboðsmenn Gordon Brown? Af
hverju segir hann ekki, að Brown hafi teflt skákinni í patt? Af hverju lýsir
hann ekki yfir, að Brown sé terroristi og ræningi? Hann hafi rænt fjórum
milljörðum punda af Íslendingum og þrýst Íslandi á brún gjaldþrots? Af hverju
sakar hann ekki Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðinn um að ganga erinda Brown? Af
hverju segir hann ekki, að ráðamenn Vesturlanda hindri Ísland í að komast á
fætur? Af því að hann er enginn pólitíkus í samanburði við þá, sem náðu fram
stækkun landhelginnar. Hann getur nefnilega ekki ákveðið sig.
Það skyldi þó ekki vera að íslenskir stjórnmálmenn séu búnir að mála sig út í horn í þessu máli eftir margra ára aðgerðar- og sinnuleysi?
Nema að hér sé hrein og klár heimska ráðamanna á ferðinni?
Ef svo er, þá er illa komið fyrir Íslensku þjóðinni.
Auðurinn bætir alla skák ef ei væri mát á borði.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Fundað stíft með IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2008 | 12:49
NÚ RÍÐUR Á AÐ TAKA RÉTTAR ÁKVARÐANIR!
Nú þurfa Íslendingar að standa í báðar lappir og standa "FASTIR" á sínu eins og þeir hafa gert í gegnum tíðina (Þorskastríðið).
Það er greinilegt að alþjóðasamfélagið er ekki alveg sátt við þessa frábæru lánatillögu sem kom óvænt á elleftu stundu snemma að morgni frá Rússneska sendiherranum.
Ekki skal vanmeta Rússa í þessum leik, en Rússar hafa löngum verið skákmenn góðir ekki síður en Íslendingar.
Að sjálfsögðu eru Rússar með öflugt njósnanet og búnir að fylgjast vel með því sem hér er að gerast og hvernig búið er að leiða Íslenska bankakerfið til slátrunar án þess að Ameríkanar, Evrópubandalagið eða frændur vor Skandínavar réttu litla putta til hjálpar. Verst var að sjá hvernig vinir vor Bretar komu svo í lokin og greiddu náðarhöggið til að flýta fyrir fallinu.
Fróðlegt væri að vita hver væri hin raunverulega skýring á öllu þessu sjónarspili?
Því er þessi örvænting í gangi að koma endilega Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) að í þessu máli? Þar sem ALLT snýst um að verja hagsmuni og að endanum láta Íslendinga taka á sig ALLA ÁBYRGÐIR til langframa á skuldum bæði í Englandi og Hollandi?
Nútíma hernaður er ekki lengur háður með vopnum, heldur peningum og með þeirri krísu sem Íslendingar eru að lenda núna, þá er í raun verið að breyta Íslensku þjóðinni í vaxtarþræla um ókomin ár þar sem allur þjóðarauðurinn verður sendur jafnóðum úr landi í hendurnar á ...?
Nú væri ráðið mitt í öllum þessum darraðardansi að hringja líka í Kínverska sendiherrann og kanna lánamöguleika þar og að sjálfsögðu undir þeim formerkjum að lofa að skamma Björk aðeins í staðin :)
Líklega er þessi fjármálakrísa sem nú er í gangi, dæmi um einhverja þá mestu tilfærslu á fjármunum í sögunni og hverjir skildu nú hagnast í raun? Hvar eru blaðamennirnir okkar? Er ekki komin tími á að virkja "Follow The Money" aðferðina núna?
En hvað varð annars um alla þessa milljarða, varla hafa þeir bara gufað upp?
Varðandi lánið frá Rússum, þá man ég ekki eftir að Rússar hafi verið að koma neitt sérstaklega illa fram við Íslendinga hér á árum áður.
Núna eiga ráðamenn að spýta í lófanna og nýta sér eitt stærsta net af sendiherrum sem þessi litla þjóð hefur yfir að ráða og beita þeim ÓSPART í þessari baráttu.
Svo mörg voru þau orð.
Kjartan
![]() |
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eina úrræðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.9.2008 | 14:04
GALDRAR, DRAUGAR, TRÚMÁL OG HINDURVITNI ÍSLENDINGA - MYNDIR

Galdrasafnið og Kotbýli, Strandagaldur á Hólmavík á Ströndum. Picture of "The Museum Icelandic of Sorcery & Witchcraft" in Holmavik at Vestfjord in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
þegar ekið er niður að Þorlákshöfn, þá má finna þetta merki hér við vegin þar sem ekið er í áttina að Eyrabakka

Draugasetrið er staðsett á þriðju hæð í Lista og menningarverstöðinni á Stokkseyri. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá beinagrind af þjóðþekktri persónu sem finna má á Draugasetrinu á Stokkseyri

Draugasafnið í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri býður upp á ótrúlega upplifun af draugum og afturgöngum. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Draugasetrið er í þessu húsi hér sem er aflagt fiskvinnsluhús

Draugasafnið í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki skal undra að margur ferðamaðurinn sjái alskyns forynjur og ófreskjur í Íslensku landslagi. Enda er náttúran hér á Íslandi mjög fjölbreitileg og oft þarf ekki einu sinni að ímynda sér til að sjá eitthvað gruggugt þar á ferð eins og á þessari mynd hér

Hér ríður skrattinn sjálfur hesti í jöklinum við Skaftafell. Picture of Ghosts in Skaftafell at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á bæ einum á Ljótsstöðum má sjá þennan draug hér. En hér er heimili sem var yfirgefið í skyndi!

Staðurinn er eyðibýli sem heitir Ljótsstaðir og er einn af efstu bæjum í Laxárdal fyrir norðan ekki langt frá Mývatni. Að bænum er seinfarin 4x4 jeppaslóði og er kjörið fyrir þá sem þora að fara og líta á staðinn. Picture of ghosts at Ljotsstadir in Laxardal at north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo leikvöllur fyrir þá sem vilja pynta þá sem þeir telja að séu að fremja galdra

Í dag er mun erfiðara að stunda galdra og þessi menning virðist vera líða undir lok hér á Íslandi hvernig svo sem stendur á því. Picture of tools in Atlavik close to Egilsstadir at north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Þjóðverjar sækja í galdur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.9.2008 | 07:25
SKOTSVÆÐI OG AÐSTAÐA - MYNDIR

Hús sem hefur verið byggt á afviknum stað rétt hjá Hestfjalli við Hvítá. Shooting in Iceland is very popular sport, both with cameras and guns. A special made hut for shooting icelandic polar fox. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skotsvæði Iðavöllum Hafnarfirði _ Picture of a shooting area Idavellir close to Reykjavik, Hafnarfjordur in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. http://www.photo.is/07/06/3/pages/kps06070448.html http://www.photo.is/07/06/3/index_3.html Hér er verið að skjóta á leirdúfu á skotsvæði Iðavallar í Hafnarfirði

Að sjálfsögðu er veiðihundurinn hafður með til að venja hann við hvellinn í byssunni. Picture of a shooting area Idavellir close to Reykjavik, Hafnarfjordur in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Loftmynd af skotsvæðinu á Iðavöllum. Vonandi iðar allt af lífi á slíkum stað.

Picture of a shooting area Idavellir close to Reykjavik, Hafnarfjordur in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skotveiðifélag Íslands 30 ára og hér má sjá nýtt skotsvæðið á Álfsnesi. Á Álfsnesi er bæði aðstaða fyrir riffilskotfimi og haglabyssuskotfimi

Á Álfsnesi er líklega fullkomnasta aðstaða sem um getur til að æfa skotfimi á Íslandi í dag. Picture of a shooting area at Alfsnes close to Reykjavik, Mosfellsbaer in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Æfingarsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Hér má svo sjá nýjustu myndina sem tekin var af Álfsnesi

Þessi mynd er tekin í lok sumars 2008 og eins og sjá má, þá eru vellirnir að verða tilbúnir og græni liturinn óðum að taka yfir. Picture of a shooting area at Alfsnes close to Reykjavik, Mosfellsbaer in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þorlákshöfn og mörg minni bæjarfélög hafa komið sér upp aðstöðu úti á landi

Hér má sjá æfingaraðstöðu fyrir skotveiðar fyrir austan fjall. Picture of a shooting area close to Thorlakshofn on south coast in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svo er spurning hvort að það séu einhverjir skotjaxlar sem þekkja þessa mynd hér?

Íþróttagreinar eins og skotfimi hefur átt undir högg að sækja vegna ört stækkandi byggðar og hefur það gerst margoft að það hefur orðið að flytja aðstöðu á nýja staði. Old picture of a shooting area close to Reykjavik in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Skotveiðifélag Íslands 30 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2008 | 09:40
DANSKT VARÐSKIP OG ÞYRLA Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR - MYNDIR

Þetta er að vísu ekki nýja skipið en þessar myndir voru teknar í nóvember 2006 þegar varðskipin voru í Reykjavíkurhöfn. Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á sama tíma er Íslenska Landhelgisgæslan að gera æfingar í Reykjavíkurhöfn þar sem stokkið er í sjóinn í flotgöllum

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér bíða starfsmenn Danska varðskipsins Hvidbjornen (F360) eftir því að þyrla skipsins komi inn til lendingar

Picture of helicopter crew from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér lendir þyrlan af Danska varðskipinu Hvidbjornen (F360) í Reykjavíkurhöfn

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft ofan á þilfarið á danska varðskipinu Hvidbjornen (F360) í Reykjavíkurhöfn í nóvember 2006

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) landing on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það varð mikil bylting í þróun á þyrlum þegar þotumótorinn kom til sögunar.

Picture of helicopter from The Royal Danish Navy. Lynx-helicopter (Super Lynx Mk 90B) on the boat Hvidbjornen (F360) in Reykjavik harbor in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Nýtt danskt varðskip verður til sýnis í Reykjavíkurhöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2008 | 13:14
HÉR BÝR EINN FRÆGASTI KOPPASALI LANDSINS

Þorvaldur Norðdahl eða Valdi koppasal á heima á þessum bæ við Suðurlandsveg. Picture of home of Valdi Koppasali close to Reykjavik in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Til hamingju með afmælið Valdi.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Koppabransinn riðar til falls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2008 | 12:15
HÉR ER ÖNNUR AÐFERÐ TIL AÐ FLJÚGA
Flug | Breytt 8.4.2022 kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2008 | 11:03
BRÚ OG STAÐARSKÁLI VIÐ HRÚTAFJÖRÐUR - MYNDIR

Þessi bygging mun kom í stað gamla Staðarskála sem er núna fyrir utan hefðbundna ökuleið og einnig verður skálinn á Brú lagður niður. N1 er búinn að kaupa báða staðina og er að byggja upp þann nýja. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá "gamla" Staðarskálann ásamt hóteli. Litla húsið við hótelið var reist á einni nóttu árið 2005 en hótelið sjálft var opnað 1994 og var það áður svínahús.

Það hafa margir íslendingar stoppað við Staðarskála til að fá sér snæðing eða fá sér einn alvöru sveittan vegahamborgara. Picture of old Stadarskali in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eitthvað heyrði ég það að framkvæmdir á nýja staðnum hafi seinkað eitthvað

Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að sjá nýja staðinn, geta skoðað nánar þessar loftmyndir hér af Staðarskála í Hrútafirði. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gamla pósthúsið og símstöðin í Hrútafirði er núna orðið af gistiheimili. Þar er líka gömul rafstöð sem að ég held að sé enn í gangi. Virkjun var reist í Ormsá sem sá jafnframt stöðinni fyrir rafmagni

1950 – Póstur og sími byggir símstöðvarhús á Brú undir starfsemi sína. Picture of post office in Bru in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo lón og stíflan í Ormsá sem má sjá þegar ekin er leið sem heitir Haukadalsskarðsleið sem liggur úr Haukadal þar sem bær Eiríks Rauða var yfir Haukadalsskarð að Brú í Hrútafirði

En þó svo að virkjunin sé orðin gömul, þá má sjá enn upprunalega leiðslu úr timbri sem var greinilega orðin míglek á leiðinni því að það var fullt af litlum gosbrunnum sem stóðu upp úr leiðslunni á leið til byggðar. Picture of damp for power station for post office in Bru in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Staðarskáli á nýjum stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2008 | 07:12
HVERAVÍK Á STRÖNDUM, HETT VATN - MYNDIR

Hér má sjá staðinn sem Hveraorka ehf. er að bora eftir heitu vatni á í Hveravík við norðanverðan Steingrímsfjörð. En borholan er orðin 312,5 metra djúp og gefur 4050 lítra á sekúndu af 76° heitu vatni. Picture of hot spring area Hveravik in fjord Steingrimsfjordur in Vestfjord in the north vest of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo yfirlitsmynd af svæðinu. Þó svo að jarðgrunnurnn sé gamall og þéttur á Vestfjörðum, þá virðist vera víða sem heitt vatn kemur upp og má finna náttúrulegar heitar laugar á nokkrum stöðum á Vestfjörðum.

Draumur Gunnars Jóhannssonar, hins eiganda Hveraorku, er að koma hitaveitu til Hólmavíkur og Strandabyggðar. Picture of hot spring area Hveravik in fjord Steingrimsfjordur in Vestfjord in the north vest of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá gamla laug sem var útbúin í Hveravík við Steingrímsfjörð og er laugin líklega ekki notuð lengur.

Picture of hot spring area Hveravik in fjord Steingrimsfjordur in Vestfjord in the north vest of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
GPS feril af fluginu má svo skoða nánar hér: http://www.wikiloc.com/wikiloc/spatialArtifacts.do?event=setCurrentSpatialArtifact&id=160011
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Nóg af heitu vatni í Hveravík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2008 | 13:48
HLÍÐARVATN Á SNÆFELLSNESI - MYNDIR

Það er greinilega nóg af eyjum sem hafa myndast þegar vatnið hefur náð að fylla upp í dalinn. Picture of lake Hlidarvatn at Snafellsnes in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Loftmynd af Hlíðarvatni og Hallkelsstaðahlíð í Kolbeinstaðahreppi þar sem björgunarsveitin Elliða kom bændum í sveitinni til hjálpar.

Picture of lake Hlidarvatn at Snafellsnes in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En kortið í fréttinni vísar því miður á þetta vatn hér sem heitir Oddstaðavatn sem er næsta vatn við Hlíðarvatn.

Picture of lake Oddstadavatn at Snafellsnes in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En þar sem þessi frétt tengist því að verið er að smala sauðfé, þá er núna í gangi myndaspurningakeppni í 50 spurningum um íslenskar fjárréttir. Til að auðvelda þeim sem eru að koma nýir inn til að átta sig á myndunum að þá er ég búin að setja inn tengingu á fleiri myndir og fæst það með því að smella á myndirnar. Einhverjar af myndunum eiga við svæðið sem fréttin fjallar um ef það hjálpar eitthvað :)
FÉ Á ÍSLANDI Í FJÁRHAGSKRÖGGUM http://photo.blog.is/blog/photo/entry/650158/
FJÁRREKSTUR Á ÍSLANDI http://photo.blog.is/blog/photo/entry/645931/
HÉR MÁ SJÁ HVERNIG SAFNA MÁ SAMAN FÉ! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/644332/
FUNDIÐ FÉ ER LAUSNIN http://photo.blog.is/blog/photo/entry/643140/
RÉTT SKAL VERA RÉTT NEMA FJÁRRÉTT, HÁRRÉTT EÐA KÓRRÉTT SÉ - MYNDAGETRAUN! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/641434/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Fé bjargað úr hólmum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)