SUNDLAUGIN FLÚÐUM - MYNDIR

Hér má svo sjá myndir af sundlauginni á Flúðum í Hrunamannahreppi þar sem slysið hefur líklega átt sér stað.

Flúðaskóli, Hótel Flúðir, Grund og félagsheimilið á Flúðum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flúðaskóla, hótelið og félagsheimilið má svo sjá á næstu mynd og verslunina Grund.

Flúðaskóli, Hótel Flúðir, Grund og félagsheimilið á Flúðum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svæðið hefur verið að byggjast ört upp á stuttum tíma enda nóg af heitu vatni að finna á svæðinu og flott aðstaða til útiveru eins og golfvöllur, flugvöllur og fl.

Það þekkja allir Límtré sem var stofnað á Flúðum af framsæknu fólki á sínum tíma.

Fyrstu húsakynni Límtrés á Flúðum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svo má ég ekki gleyma því að ég náði að vera þarna í heimavist í Flúðaskóla á sínum tíma þegar Bjarni var skólastjóri og fékk ég því að kynnast sundlauginni á svæðinu af eigin raun, þó með öðrum hætti væri.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Slasaðist alvarlega í sundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HUGMYND FYRIR NÝJAN SKIPULAGSSÉRFRÆÐING :)

Mikið er það flott að það skuli vera komin skipulagssérfræðingur og arkitekt við stjórnvölin í borginni. Einnig er ótvíræður kostur að hún skuli líka hafa áhuga á umhverfi og landvernd.

Það er staðreynd að samgöngumál og skipulag er það sem verður sett á oddinn í borgarmálum á næstunni og er þá ekki vel við hæfi að kasta fram þessari hugmynd hér :)

Hvernig væri að kanna kosti þess að setja upp neðanjarðarlestarkerfi eða metró í borginni?

Hér er hugmynd að einu slíku:

Hugmynd að 21 Km neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hugmyndin gengur út á að tengja saman 14 staði með 21 Km neðanjarðarlestarkerfi sem liggja myndi um Reykjavík og Kópavog.

Þau svæði sem yrðu líklegust til að tengjast slíku kerfi til að byrja með gætu verið:

Nýja samgöngumiðstöðin í Vatnsmýrinni, Háskóli Íslands, KR svæðið, Miðbær Reykjavíkur, Hlemmur/Borgartún, Laugardalur, Sundahöfn, Holtagarðar, Skeifan, Bústaðarvegur, Mjódd, Smáralind, Hamraborg í Kópavogi og Kringlan/Háskóli Reykjavíkur

Næst er það spurningin, hvernig á að standa að svona framkvæmdum?

Reykjavíkurborg á að stofna enn eitt útrásarfyrirtækið og kaupa þann bor sem eftir er vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka.

Síðan yrði borinn settur í gang og heilboruð hringleið um svæðið undir alla borgina og ekki þarf að fjárfesta í dýru landsvæði því öll framkvæmdin er neðanjarðar.

Svona bor kostar um 1.2 milljarð sem eru smáaurar miða við margt annað sem fjárfest er í samgöngum þessa daganna.

Afköstin eru að minnsta kosti 24 - 100 metrar á sólarhring og er þvermálið um 6 metrar. Borinn vegur um 600 tonn og gengur borinn fyrir rafmagni.

Að bora einn kílómeter getur verið á bilinu 10 til 40 dagar og myndi borun á slíkum göngum vera eitthvað um 2 ár

Nú er bara að bíða og sjá hvað Ólöf Guðný Valdimarsdóttir nýráðin aðstoðarmaður Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra muni taka sér fyrir hendur á næstu vikum :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LAUFÁS KIRKJUSTAÐUR - MYNDIR

Í Laufási í Grýtubakkahreppi hefur verið byggð upp flott aðstaða fyrir ferðamenn og er í dag rekið þar kaffihús, safn og falleg kirkja.

Hér má sjá flott samkomuhús sem býður upp á kaffi og heimabakað bakkelsi eins og það gerist best í sveitinni.

Kaffihús og samkomuaðstaða fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í Laufási er uppgerður torfbær sem gerður hefur verið að myndarlegu safni

Móttaka og afgreiðsla fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Auk kaffiaðstöðu, þá geta ferðamenn keypt ýmsan varning og íslenskt handverk í Laufási

Móttaka og afgreiðsla fyrir ferðamenn í Laufási (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar inn í bæinn er komið, þá má sjá húsgögn og annan búnað frá byrjun síðustu aldar

Húsgögn frá byrjun síðustu aldar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þarna má sjá uppgert hlóðaeldhús að íslenskum sið, en svona eldhús voru til í mismunandi útfærslum

Hlóðaeldhús að gömlum íslenskum sið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Allur matur var unnin á heimilinu og hér má sjá aðstöðuna þar sem ýmsar vörur voru unnar úr kúamjólkinni.
Hér var rjóminn skilin frá mjólkinni og eftir sat undarennan sem var notuð til drykkjar, skyrframleiðslu og til að geyma súrmat í.
Úr rjómanum var strokkað smjör og einnig var búinn til ostur ásamt öðru góðmeti.

Aðstaða til að vinna ost, smjör, skyr og fl. úr kúamjólk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er ekki langt síðan svefnaðstaða flestra Íslendinga leit svona út. Svefnherbergi þess tíma var kallað baðstofa.

Baðstofa á safninu í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Laufáskirkja björt að innan, snyrtileg og einföld að allri gerð.

Laufáskirkja í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Handverk frá sveitungum er selt í byggingu sem er til hliðar við safnið

Handverk og hannyrðir eftir sveitunga í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


og svo í lokin, þá má sjá hér loftmynd af svæðinu sem um ræðir í fréttinni sem deilurnar snúast um

Loftmynd af Laufási í Grýtubakkahreppi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við skulum vona að kirkjunnar menn láti fjölskylduna ekki út á guð og gaddinn og sýni sitt kristilega innræti í þessu máli.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Gert að flytja húsið frá Laufási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búðarhálsvirkjun - Stöðvarhús - myndir

Það kom mér mikið á óvart þegar ég var á ferð með 2 Dani um hálendið sumarið 2003 að ég skyldi rekast á þessa risaframkvæmd sem síðan hefur staðið þarna ónotuð síðan.

Hér má sjá hvar búið er að sprengja fyrir stöðvarhúsi Búðarhálsvirkjunar.

Búðarhálsvirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Þjórsárvirkjanir hafa forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt það besta kemur frá Ameríku :)

Íslendingar er greinilega á góðri leið með að Ameríkusera allt sem hægt er hér á fróni.

Nú þegar getum við státað okkur af fínni ruslfæðumenningu, sjónvarpsglápi og bruðli eins og gerist best í henni Ameríku.

Þá er ekki nema eitt eftir og það er að Ameríkuvæða dómskerfið líka sem margir vilja meina að við séum nú þegar á góðri leið með.

Réttarhöldin yfir O.J. Simpson er líklega eitt frægasta dómsmál sögunar sem sýnir hversu lágt dóms- og réttarkerfi í einu landi getur lagst.

Við skulum vona að þeir sem sækja fyrirlesturinn á einn helgasta stað Íslendinga, í sjálfu Skálholti, muni ná að sækja eins og eina messu til að fá smá mótvægi við þann vísdóm sem stjörnulögfræðingurinn muni predika.

Það verður þá ekki fyrsta skiptið sem Íslendingar beygja sig og bugta gagnrýnislaust fyrir því sem útlent er!

Má til með að koma með þennan aftur :)

Hvenær ljúga lögmenn?

.... þegar þeir opna munninn!


mbl.is Verjandi O.J. Simpson með námskeið á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband