Stór víðmynd úr lofti af Ingólfsfjalli

Ingólfsfjall er merkilegt fjall fyrir margar sakir.

Fjallið er um 551m hátt móbergsfjall. Í lok ísaldar var suðurlandsundirlendið stór flói þegar sjávarstaða var mun hærri en hún er í dag.

Kögunarhóll er höfði sem er rétt suðvestan við fjallið og liggur Suðurlandsvegur á milli fjallsins og hólsins.

Á hryggnum sem er á móts við Kögunarhól má finna silfurberg. Fyrir stuttu voru settir upp krossar við hólinn og segir fjöldi krossanna til um hversu margir hafa látist í umferðarslysum á Suðurlandsvegi.

Fjallið fær nafn sitt eftir landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni og hann er sagður grafinn í grágrýtishæðinni Inghóli uppi á því. Landnáma segir frá þriðju vetursetu Ingólfs að Fjallstúni við sunnanvert fjallið,

Hér má sjá loftmynd af Ingólfsfjalli og Kolviðarhóli sem er vinstra megin við endan á fjallinu (ef smellt er á myndina, þá má skoða risa panorama mynd af svæðinu)

Ef klikkað er á myndina, þá opnast stór panorama mynd af svæðinu frá Hveragerði að Selfossi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ekið á milli Kolviðarhóls og Ingólfsfjalls og er talið að upptök skjálftanna séu á þessu svæði

Krossar við Kögunarhól (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Jarðskjálftar undir Ingólfsfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver gerði Gerði grikk í sumar er frægt lag ... - Hveragerði er flottur bær - Myndir

Hér má sjá sundlaugina í Hveragerði. Nóg er til af vatninu og má segja að bærinn sé nánast byggður á einskonar eldavélahellu.

Sundlaugin í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við Hveragerði eru mörg falleg útivistarsvæði og eitt af þeim fegurri er þessi dalur hér:

Reykjadalur fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eftir Reykjadal rennur heitur lækur þar sem vinsælt er að baða sig í. Vinsæl gönguleið liggur frá Hveragerði inn þennan dal og upp á Ölkelduháls og er mikill jarðvarmi á þessari leið.

Ég hef farið mikið með ferðamenn um þetta svæði og má sjá nánar kort frá Orkuveitu Reykjavíkur af gönguleiðum um svæðið hér:
http://www.or.is/Forsida/Gestiroggangandi/Utivistarsvaedi/Hengilssvaedid/

Golfklúbbur Hveragerðis rekur í Gufudal níu holu golfvöll þar sem öll aðstaða er eins og best verður á kosið. Einnig má finna golfvöll við Hótel Örk.

Golfvöllur Hvergerðinga í Gufudal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Áin Varmá rennur í gegnum bæinn og dregur hún nafn sitt að öllum þeim heitu lækjum sem í hana renna.

Varmá í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í Varmá er þekktur foss sem heitir Reykjafoss og er hann lýstur fallega upp á kvöldin.

Reykjafoss í Varmá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við bakka Varmár neðan við fossinn má sjá leifar af gömlum húsgrunni. Þetta var eitt af fyrstu húsunum í bænum, en í því var ullarverksmiðja sem var reist árið 1902. Verksmiðjan nýtti fallorku fossins.

Í miðjum bænum er stórt og mikið hverasvæði og þar rétt hjá er bakarí sem selur brauð sem bakað er í hverum þarna á svæðinu.

Hverasvæði Hvergerðinga í miðjum bænum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði er endurhæfingardeild og heilsuhæli í eigu Náttúrulækningafélags Íslands

Heilsuhælið hefur getið sér mjög gott orð og er það orðið þekkt fyrir góðan aðbúnað og einstaklega holt fæði sem kokkurinn Jónas ber ábyrgð á.

Heilsuhælið NLFÍ í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nokkur hótel eru á svæðinu og er þeirra stærst Hótel Örk

Hótel Örk í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hótel Frost og Funi, Hverhamar, er niður við ánna Varmá

Hótel Frost og Funi, Hverhamar, er niður við ánna Varmá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eldhestar eru ekki langt undan og taka þeir á móti mörgum ferðamönnum. Þeir eru með skipulagðar hestaferðir m.a. í Reykjadal þar sem hestamenn geta baðað sig eftir erfiðan útreiðatúr.

Hótel Eldhestar í Hveragerði

Hótel Eldhestar í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Byggingarfélagið SS eða Sveinbjörn Sveinbjörnsson byggði fyrir nokkrum árum litla verslunarmiðstöð. Þar má finna alla helstu þjónustu á sviði verslunnar.

Hótel Eldhestar í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo mynd í lokin af Braga Einarssyni ásamt ferðahópi. Bragi byggði upp einn af vinsælli ferðamannastöðum á Suðurlandi - Eden í Hveragerði. Myndin er tekin af hóp eldri borgara sem var á ferð við Hjálparfoss í Þjórsárdal stuttu áður en Einar fellur frá.

Bragi Einarsson frumkvöðul í ferðamennsku (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Finna má fleiri tengingar á Hveragerði og næsta nágrenni hér:
http://www.photo.is/07/05/2/index_14.html



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Magni hvetur vini sína til að flytja til Hveragerðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalfjarðargöngin - myndir

Hér má svo sjá mynd af hinum stórglæsilegu manvirkjum undir Hvalfjörðinn sem Spölur byggði á sínum tíma


Horft til norðausturs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvalfjörðurinn að kveldi í flottu veðri ásamt Kjalarnesi, Hvammsvík, Kjósaskarði, Þingvöllum og Grafarvoginum


Kennsluflug á mótorsvifdreka um Hvalfjörðin (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo ein í lokin þar sem horft er til suðurs


Hvalfjarðargöngin :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Svindlaði sér 65 sinnum í göngin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður fróðlegt að sjá hvað er að gerast þarna á svæðinu. Hér eru kort og myndir.



Á þessari mynd má sjá Herðubreið, Herðubreiðartögl, Öskju ásamt Öskjuvatni, Kverkfjöll og ef farið er aðeins austar, þá má finna Bárðarbungu og Trölladyngju, allt eru þetta gríðarmiklar eldstöðvar. Enda er stærsta hraunflæmi í Evrópu þar að finna, sjálft Ódáðarhraun.

Herðubreið, Herðubreiðartögl, Askja, Kverkfjöll (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á þessari mynd má sjá Trölladyngju sem er eldstöð sem myndast hefur á síðustu 10 þúsund árum. Þarna hefur hraun runnið yfir gríðarlega stórt svæði (Ódáðarhraun). En Páll jarðfræðingur sagði frá í fréttum í RÚV í kvöld að það gæti hugsanlega verið fyrirboði á löngu gosi í Upptyppingum eða Herðubreiðartöglum. Ef svo yrði, þá gæti myndast svona keila, en þó aðeins á mjög löngum tíma.

Trölladyngja (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Magnað hvað veðurstofan stendur sig vel með þessum nýja vef sínum. Núna geta leikmenn fylgst með af miklum áhuga hvað er að gerast í jarðskjálftafræðum hér á Íslandi. Ég fór að fylgjast með þessum jarðhræringum í sumar og tók þá eftir því að það væri eitthvað mikið að gerast þarna á svæðinu þegar ég datt inn á vef Veðurstofunnar.

En flestir hryggir og fjöll sem hafa myndast þarna á svæðinu í kringum Upptyppinga hafa myndast við gos undir jökli og verða þá til þessir móbergshryggir eins og sjá má á eftirfarandi myndum. Og frægasta dæmið þarna á svæðinu er líklega Herðubreið. Að neðan er fjallið móberg eða gosaska sem safnast hefur upp undir miklum þrýstingi og að ofan er þessi myndalegi hattur sem er úr hreinu gosbergi sem hefur náð að fljóta yfir svæðið þegar gosið hefur náð upp úr jöklinum. Því má segja að það er auðvelt að meta hversu þykkur jökulinn hefur verið á þeim tíma þegar þetta gos hefur átt sér stað. Fjöllin og hryggirnir í kringum Herðubreið eins og Herðubreiðartögl eru nánast eingöngu móberg. Það segir okkur að gosið hefur átt sér stað í vatni eða undir ís og líklega ekki náð upp úr jöklinum. Því má lauslega áætla að þessar gosmyndanir séu eldri en 10.000 ára. En þá lauk síðustu ísöld hér á landi. Móbergsfjöll eru sjaldgæf fyrirbæri í heiminum í dag og er eitt af mörgu sem íslensk jarðfræði getur verið stolt af.

Hér má sjá Herðubreið og Herðubreiðartögl þar sem er líklegt svæði þar sem eldgos gæti hafist

Herðubreið og Herðubreiðartögl (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá Herðubreið og Herðubreiðartögl lengra frá.

Herðubreið og Herðubreiðartögl (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá brúnna yfir Jökulsá á Fjöllum og hvar líklegt svæði gæti verið þar sem eldgos gæti hafist

Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það skyldi þó ekki vera að það sé að byrja gos í Upptyppingum rétt austan við Öskju?

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Mývatnskortinu eins og þessar myndir sýna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Líklegt er að það sé kvika að þrýsta sér upp á yfirborðið á þessu svæði. En ekki er annað að sjá en að virknin síðustu kl.st. er orðin mjög mikil.

Ef það kæmi stórgos á þessu svæði, þá gæti myndast stór dyngja í anda Trölladyngju eða Skjaldbreiður á mjög löngum tíma. En líklegt yrði um að ræða gos í anda Kröflu eða Lakagíga eða einskonar sprungugos.

Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Upptyppinga

Kort af svæði við Öskju, Herðubreið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En mér skilst að næstu mögulegu gos geti orðið á Íslandi í Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu, Heklu, við Hágöngur, Öskju, Kverkfjöll og svo við Upptyppinga. Þetta eru 8 möguleikar og þar af er Hekla og Katla komnar í startholurnar.

Því er allt útlit fyrir að það geti farið að gerast eitthvað mjög fljótlega - enda úr nógu að moða.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Jarðskjálftar við Upptyppinga benda til kvikuhreyfinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er fátt eitt fallegt eins og Vestfirðirnir í vetrabúning.

Þó svo að aðstæður geti verið hrikalegar á Vestfjörðunum yfir vetrartímann, þá er fátt eitt fallegt eins og þegar Vestfirðirnir eru í vetrabúningnum.

Hér er ein mynd sem að ég tók árið 1996 þegar ég var að vinna að gerð Íslandsbókarinnar.

Vestfirðir úr lofti. Á myndinni má sjá Ísafjarðardjúp, Súgandafjörð og Önundarfjörð og Gölt fyrir miðri mynd (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það var Hörður Ingólfsson flugmaður á Ísafirði sem var styrktaraðili í umræddu flugi

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Snjóþekja á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar stefna hröðum skrefum í sömu átt og ERU AÐ VERÐA ALLT OF FEITIR.

Það er með ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki enn gripið í taumana þar sem þetta samfélag gengur allt út á rusl- og skyndifæði. Því er ekki hægt að fá tilboð á mat öðruvísi en að það séu sykraðir drykkir með í tilboðinu. Og þá er verið að tala um gervisykur líka sem nýjustu rannsóknir segja að sé engu skárri. Sælgætisverksmiðjur notast við mörg tonn af sykri í viku hverri til að framleiða sínar vörur og einnig er farið að nota sykur í mat í miklu magni eins og mjólkurvörur.

Líklega er Íslenskt samfélag komið að þeim tímapunkti þar sem meðalaldur getur ekki orðið mikið hærri. Við getum átt von á því að sú kynslóð sem núna er að vaxa úr grasi nái ekki þeim tölum sem við höfum í dag.

En annars er sú regla sem að ég fer eftir þessa daganna að borða sem minnst af hvítu hveiti, mjólkurvörur, gosi og ENGIN SYKUR.

Sykur er náskyldur amfetamíni og gefur svipuð áhrif og því von að börn séu orðin erfið þegar þau fá að kaupa nammi í kílóavís í viku hverri. Lausnin sem foreldrar koma svo með er að setja þau á lyf gegn ofvirkni! Enda notkun þeirra með því mesta sem þekkist í heiminum hér á Íslandi!

Ég fæ að heyra það reglulega frá útlendingar sem eru á ferð með mér um landið að Íslendingar séu ALLT OF FEITIR!

Ein lausn á vandanum er að gera eins og Danirnir og það er að hjóla hluta af leiðinni í vinnuna. Setja upp léttlestarkerfi og vera með ódýr hjól þannig að fólk geti hjólað á næstu stoppistöð og skilið hjólið þar eftir :)


mbl.is Offita vandi þeirra sem hegða sér á eðlilegan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Fremra-Selvatn. Myndir og kort.

Fremra-Selvatn er Reykjarfjarðarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu. Úr Fremra-Selvatni rennur Karlmannaá til Mjóafjarðar. Allmikill silungur er í vatninu, mest urriði og eitthvað af bleikju. Enginn akvegur er að vatninu og verður því að ganga nokkurn spöl.
Hér er horft til norðurs þar sem má sjá Fremra-Selvatn við Mjóafjörð

Fremra-Selvatn, Mjóifjörður, Vestfirðir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Ísafjarðardjúpi, Mjóafirði og Fremra-Selvatni

Kort sem sýnir flug fisflugmanna um Vestfirðina (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Allir björguðust á Fremra-Selvatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er æsispennandi að fylgjast því sem er að gerast þarna á svæðinu. Hér eru kort og myndir.



Á þessari mynd má sjá Herðubreið, Herðubreiðartögl, Öskju ásamt Öskjuvatni, Kverkfjöll og ef farið er aðeins austar, þá má finna Bárðarbungu og Trölladyngju, allt eru þetta gríðarmiklar eldstöðvar. Enda er stærsta hraunflæmi í Evrópu þar að finna, sjálft Ódáðarhraun.

Herðubreið, Herðubreiðartögl, Askja, Kverkfjöll (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á þessari mynd má sjá Trölladyngju sem er eldstöð sem myndast hefur á síðustu 10 þúsund árum. Þarna hefur hraun runnið yfir gríðarlega stórt svæði (Ódáðarhraun). En Páll jarðfræðingur sagði frá í fréttum í RÚV í kvöld að það gæti hugsanlega verið fyrirboði á löngu gosi í Upptyppingum eða Herðubreiðartöglum. Ef svo yrði, þá gæti myndast svona keila, en þó aðeins á mjög löngum tíma.

Trölladyngja (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Magnað hvað veðurstofan stendur sig vel með þessum nýja vef sínum. Núna geta leikmenn fylgst með af miklum áhuga hvað er að gerast í jarðskjálftafræðum hér á Íslandi. Ég fór að fylgjast með þessum jarðhræringum í sumar og tók þá eftir því að það væri eitthvað mikið að gerast þarna á svæðinu þegar ég datt inn á vef Veðurstofunnar.

En flestir hyrggir og fjöll sem hafa myndast þarna á svæðinu í kringum Upptyppinga hafa myndast við gos undir jökli og verða þá til þessir móbergshryggir eins og sjá má á eftirfarandi myndum. Og frægasta dæmið þarna á svæðinu er líklega Herðubreið. Að neðan er fjallið móberg eða gosaska sem safnast hefur upp undir miklum þrýstingi og að ofan er þessi myndalegi hattur sem er úr hreinu gosbergi sem hefur náð að fljóta yfir svæðið þegar gosið hefur náð upp úr jöklinum. Því má segja að það er auðvelt að meta hversu þykkur jökulinn hefur verið á þeim tíma þegar þetta gos hefur átt sér stað. Fjöllin og hryggirnir í kringum Herðubreið eins og Herðubreiðartögl eru nánast eingöngu móberg. Það segir okkur að gosið hefur átt sér stað í vatni eða undir ís og líklega ekki náð upp úr jöklinum. Því má lauslega áætla að þessar gosmyndanir séu eldri en 10.000 ára. En þá lauk síðustu ísöld hér á landi. Móbergsfjöll eru sjaldgæf fyrirbæri í heiminum í dag og er eitt af mörgu sem íslensk jarðfræði getur verið stolt af.

Hér má sjá Herðubreið og Herðubreiðartögl þar sem er líklegt svæði þar sem eldgos gæti hafist

Herðubreið og Herðubreiðartögl (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá Herðubreið og Herðubreiðartögl lengra frá.

Herðubreið og Herðubreiðartögl (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá brúnna yfir Jökulsá á Fjöllum og hvar líklegt svæði gæti verið þar sem eldgos gæti hafist

Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það skyldi þó ekki vera að það sé að byrja gos í Upptyppingum rétt austan við Öskju?

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Mývatnskortinu eins og þessar myndir sýna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Líklegt er að það sé kvika að þrýsta sér upp á yfirborðið á þessu svæði. En ekki er annað að sjá en að virknin síðustu kl.st. er orðin mjög mikil.

Ef það kæmi stórgos á þessu svæði, þá gæti myndast stór dyngja í anda Trölladyngju eða Skjaldbreiður á mjög löngum tíma. En líklegt yrði um að ræða gos í anda Kröflu eða Lakagíga eða einskonar sprungugos.

Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Upptyppinga

Kort af svæði við Öskju, Herðubreið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En mér skilst að næstu mögulegu gos geti orðið á Íslandi í Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu, Heklu, við Hágöngur, Öskju, Kverkfjöll og svo við Upptyppinga. Þetta eru 8 möguleikar og þar af er Hekla og Katla komnar í startholurnar.

Því er allt útlit fyrir að það geti farið að gerast eitthvað mjög fljótlega - enda úr nógu að moða.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Áfram skjálftavirkni við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt á floti allstaðar eins og sjá má á þessum myndum úr Þórsmörk

Það er búið að vera ótrúlegt vatnaveður inni á hálendinu þessa daganna og var ég að koma úr einum slíkum túr af Landmannalaugarsvæðinu í gær. En ekin var skemmtileg leið frá Landmannalaugum yfir að Laugafelli þar sem Nafnlausi fossinn er og þaðan niður eftir inn í Hungurfit og Krók og að lokum niður í Fljótshlíð í bæinn. Það má segja að allar smásprænur á leiðinni voru orðin að stórfljóti.

En fyrir stuttu var ég inni í Þórsmörk og voru þá svipaðar aðstæður og voru í gær og mikið í öllum ám eins og sjá má á eftirfarandi myndaseríu.

Hér ekur rúta frá Kynnisferðum / Reykjavík Excursion yfir vaðið þar sem rennur úr lóninu þar sem skriðjökulinn Gígjökull kemur niður.

Kynnisferðir / Reykjavík Excursion yfri á vaði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Og eins og sjá má á þessari mynd, þá var íslendingurinn mættur á staðinn með sitt fellihýsi. Hér er verið að aka yfir Steinholtsá og eins og sjá má á fleirri myndum, þá var mikil umferð að koma innan úr Þórsmörk á leið í bæinn.

Ekið með fellihýsi yfir Steinholtsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Húsin eru að ýmsum gerðum sem landinn flytur með sér inn í Þórsmörk og greinilegt er að það er ekki verið að burðast með tjaldið með sér lengur.

Ekið með hús á palli yfir Steinholtsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er ekið yfir Krossá á leið inn í Húsadal og eins og sjá má þá er mikið í ánni. En bílinn fór fram og til baka yfir ánna til að kanna aðstæður fyrir rútuna sem beið á bakkanum til að sjá hvað verða vildi.

Farið á vaði yfir Krossá á leið inn í Húsadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Þessari fínu brú hefur verið skolað í burtu þar sem liggur vinsæl gönguleið innst inni í Þórsmörk.

Náttúruöflin láta ekki að sér hæða eins og sjá má á eftirfarandi mynd (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér eru svo tengingar á myndir sem teknar hafa verið í Mörkinni við ýmis tækifæri

http://www.photo.is/06/09/2/index_3.html
http://www.photo.is/06/08/4/index_9.html
http://www.photo.is/06/08/3/index_22.html
http://www.photo.is/06/07/6/
http://www.photo.is/06/04/1/index_2.html
http://www.photo.is/06/07/1/index_7.html


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vatnavextir á Þórsmerkurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott - þá eru flugmál og samgöngumál á sömu hendi - hér er hugmynd

Næsta mál á dagskrá hjá Samgönguráðherra er að skoða þessa hugmynd hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/

Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel byggðum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.

Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nú skora ég á borgaryfirvöld, sveitastjórnir og stjórnvöld þessa lands að hugsa að alvöru um þessi mál.

Undirritaður býður sig fram til að safna saman hópi af hönnuðum, hugvitsmönnum og fyrirtækjum til að setjast niður og kortleggja möguleika í svona verkefni.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Rekstur Keflavíkurflugvallar færður til samgönguráðuneytisins um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband