15.1.2008 | 09:10
Stofnannavæðing smáfélaga að hætti Umboðsmanns :)

Grein af Visi.is (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er af sem áður var. Fyrir aðeins örfáum árum var þessi félagskapur án allra boða og banna. Enda hér um grasrótarsamtök í flugi að ræða.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
11.1.2008 | 08:16
SNILLD! OG TIL HAMINGJU :)
Ég vil óska þeim félögum til hamingju með að hafa haft þor og ekki síður úthald til að berjast gegn þessu furðulega lagaumhverfi sem við Íslendingar þurfum að búa við.
Það kemur ekki á óvart að ráðamenn eru þegar farnir að tala um að það þurfi EKKI að virða niðurstöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir að hafa skrifað undir samninga um að virða beri slíka dóma eins og aðrar siðaðar þjóðir hafa skuldbundið sig til að gera.
Við skulum vona að sofandaháttur og sinnuleysi Íslenskra stjórnvalda fari nú að linna og vona að þeir sem kosnir eru til slíkra starfa fari nú að vinna vinnuna sína.
Því miður eru mannréttindabrot víða í Íslensku samfélagi!
![]() |
Alltaf viss um að þetta væri mannréttindabrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2008 | 16:08
STANDANDI VANDRÆÐI SJÁLFSTÆÐISMANNA ÚT AF KVENLEGRI FEGURÐ!
Alveg er það með ólíkindum hvað sjálfstæðismenn ná að beita áhrifum sínum víða. Þarna er líklega komin skýringin á ferðum Geirs til Noregs fyrir stuttu.
Þeir mega nú annars eiga það blessaðir að þeir leggja mikla áherslu á að vera með myndarlegar konur í framvarðarsveit flokksins. Hvernig ætli standi annars á því?
Heyrst hefur að Geir sé að vinna að nýjum inntökuskilyrðum í flokkinn fyrir konur sem huga að frama innan flokksins. En skilyrðin verða á þeim nótum að konur verða að skora hátt í fegurðarsamkeppnum áður en þær fá inngöngu.
![]() |
Norsk frænka forsætisráðherra vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2008 | 08:16
Styðjum við bakið á bakpokaferðalöngum!
Flugstöðvarbyggingarnar eru greinilega hafðar á lágmarks kyndingu á næturnar og hitastigið þessa umræddu nótt var við frostmark.
Á svona flugvöllum eru oft farþegar án "visa" sem þurfa að bíða eftir tengiflugi og fá hreinlega ekki að fara inn í viðkomandi land. Því verða slíkir ferðalangar að láta sér það gott heita að gista á miður þægilegum stöðum víða um flugstöðvarbyggingarnar.
Þessa nótt ráfaði ég ásamt "visa" lausum ferðafélaga um byggingarnar til að finna góðan næturstað og fundum einn góðan þar sem var greinilega búið að koma fyrir sérstökum svefnstólum. Fyrir utan kuldann, þá var þar svo mikil blástur frá loftræstikerfi hússins að þar var ekki líft og var því leitað af betri stað. Við fundum flott svæði þar sem fullt af fólki var búið að koma sér vel fyrir.
Við komum okkur fyrir í þægilegu horni og ekki var verra að geta stungið ferðavélinni í samband.
En kuldinn var óbærilegur!
Það vildi mér til happs að ég var með flotta dún úlpu sem ég klæddi mig í og var eins og ég væri komin í flottan svefnpoka.
Þarna lá ég íslendingurinn hróðugur innan um mikinn fjölda af fólki sem reyndi að festa svefn. Á meðan ég svaf svefni hinna réttlátu, þá tíndust flugstöðvarfarþegar af svæðinu vegna kulda og að lokum var ég einn eftir á svæðinu og steinsvaf alla nóttina þar til að ég var vakin af ferðafélaga sem hafði ekki komið dúr á auga alla nóttina.
Það var greinilegt að löng reynsla Íslendingsins við að hafa sofið við misjafnar aðstæður á hálendi íslands í skálum og bílum í öllum veðrum kom sér vel í þessu tilfelli.
Sökum reynslu minnar á þessu sviði, þá vil ég skora á þá sem reka flugstöðina í Keflavíkurflugvelli að bjóða upp á einhvers konar aðstöðu fyrir farþega sem einhverra hluta vegna þurfa að bíða eftir flugi. Það getur varla verið flókið mál að vera með afmarkað svæði með stólum sem gott er að sofa í og sjálfsala með mat og drykki.
En það vil stundum gleymast að þeir sem sinna ferðamálum hér á Íslandi að "bakpokaferðamaður" í dag kemur mjög líklega aftur til landsins seinna og þá oftar en ekki sem vel borgandi ferðamaður!
Ein besta aðferðin til að kynnast Íslenskri náttúru er að ferðast um hana gangandi.

Hópur bakpokaferðamanna á ferð við Bifröst - 90 Km ganga á 5 dögum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. takk fyrir allar jóla og nýárskveðjur. Þar sem að ég hef ekki verið á landinu, þá tók ég mér blogg frí yfir jól og áramót.
![]() |
Þýskur skáti ekki sáttur við Leifsstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)