13.6.2007 | 10:35
Litla kaffistofan - myndir
Litla kaffistofan nýtur aukinnar vinsældar meðal ferðamanna og höfum við fisflugmenn ósjaldan notið þjónustu þar eins og sjá má á eftirfarandi myndum:

Hér er Jón B. Sveinsson kokkur að úða í sig góðgætinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þægilegt er að ná sér í eldsneyti fyrir litlu fisin. En þau þurfa ekki nema nokkra metra til að taka í loftið. Þau eru að hámarki 450 kíló og með einstaklega góða hægflugseiginleika og auðvelt að svífa þeim inn til lendingar á tún og vegi.

Hér er verið að setja 95 okt bílabensín á fisið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Loftmynd af svæðinu

Litla kaffistofan (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Rétt hjá Litlu Kaffistofunni má sjá aðvörun sem sett hefur verið upp fyrir vegfarendur. Hér er hægt að sjá fjölda þeirra sem látist hafa frá upphafi ársins í umferðarslysum. Þetta virðist virka vel á vegfarendur að hafa þetta til að minna sig á. En á skiltinu má lesa að 17 hafa fallið í valinn þegar þessi mynd var tekin í ágúst árið 2005. Í ár er þessi tala síðast þegar ég vissi aðeins 2 og árið að verða hálfnað!

Aðvörun til vegtfarenda um að aka ekki of hratt (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er ferðafólk á leið í sumarfrí.

Húsbíll á ferð við Litlu kaffistofuna (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Bíll varð alelda við Litlu kaffistofuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.6.2007 | 09:01
Tölvubilun - Hvar er sólin?
![]() |
Bilun í veðurspám á mbl.is |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 08:52
Þægileg vinna!
Hversu langt er nú aftur þetta blessaða frí sem þingmenn fá?
Vonandi nýta þeir tímann vel til að huga að öllum þeim kosningarloforðunum sem þeir gáfu fyrir stuttu!
![]() |
Sér fyrir endann á þinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 08:00
Myndir - Vífilsstaðir
Vífilsstaðir

Vífilsstaðir (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vífilsstaðir voru byggðir af Vífill, leysingi Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmannsins. Hann var annar tveggja þræla Ingólfs, sem fundu öndvegissúlurnar og fengu frelsi fyrir.
Vífilsfell og Vífilsstaðarvatn er einnig kennt við hann.
Rögnvaldur Ólafsson arkitekt er hönnuður hússins sem var tekið í notkun sem heilsuhæli 1. september 1910 fyrir berklasjúklinga. Á þeim tíma var dánartíðni berklasjúklinga hæst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Frá árinu 1973 var síðan rekin spítali fyrir sjúklinga með sjúkdóma í öndunarfærum. Stórt kúabú var rekið samhliða spítalanum, en var lagt niður árið 1974. Meðferðarstofnun fyrir áfengissjúklinga, sem er deild frá Kleppsspítala var stofnuð þar í sérhúsnæði árið 1976. Spítalanum var lokað 2002. Í dag er Hrafnista búinn að taka reksturinn yfir og rekur þar öldrunarheimili.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Geta ekki lengur heimsótt aldraða aðstandendur sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 22:26
Lækjarbotnar við Lögbergsbrekku og tröllabörn!
Held að þetta sé rétt hjá mér :|

Suðurlandsvegur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er önnur loftmyndir af svæðinu og þar má sjá Waldorfskólann í Lækjarbotnum

Suðurlandsvegur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það eru kannski fáir sem vita af því að það eru tröllabörn (tröllaaugu?) þarna rétt við suðurlandsveginn sem vert er að skoða

Tröllaaugu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Tröllaaugu myndast þegar hraun rennur yfir mýri eða rakt svæði. En vatnið sem er undir fer að sjóða og gufusprengingar eiga sér stað. Þá myndast litlir gígar þar sem hraunið slettist upp á barmana og holur myndast í hrauninu.
Ekki langt þarna frá eru gervigígar sem heita Rauðhólar en þeir hafa myndast við svipaðar aðstæður. Margir halda að gos hafi átt sér stað á þessum stöðum sem er ekki rétt. En hraunið getur verið komið langt að. Ekki er ólíklegt að þetta sé sama hraun og rann síðast í átt að Reykjavík. En það var fyrir um 4700 árum síðan.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Féll af vélhjóli og slasaðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 07:52
Viðskiptahugmynd :)
Íslendingar eru svo mikið fyrir viðskiptahugmyndir þessa daganna.
Væri ekki ráð að stofna íslenskan sæðisbanka þar sem nafn sæðisgjafans myndi fylgja með í kaupunum og selja svo til Kína. En krafa yrði að sjálfsögðu sú að notendur yrðu að fara eftir íslenskum lögum varðandi notkun.
Þá gætu þeir fengið nöfn eins og:
Zhou Oddsson
Zhu "Haarde" Geirsdóttir
....
:)
![]() |
Eftirnafnaskortur í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 07:36
Hér má sjá
Hér eru nokkrir bústaðir inn af Skjaldbreið og er það þeim sameiginlegt að endingin á nöfnunum þeirra er ríki. Þarna má finna nöfn eins og Konuríki, Skunkaríki, Karlaríki ... En þeir sem stunda vélsleðaíþróttina eru mikið í þessum skálum, enda stutt að fara á Langjökul. Ekki veit ég hvort að þetta ríkisnafn á ættir að rekja til þess að drykkja sé stunduð á staðnum :)

Skálar við línuveginn sem liggur fyrir norðan Skjaldbreið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á flugleiðinni rakst ég á þessi fallegu sumarhús og hef ég náð að gista í einu þeirra. En fólkið á bænum Kjarnholti rekur ferðaþjónustu. Þarna er einstaklega vel heppnuð útfærsla á sumarhúsi. Myndir úr þeirri ferð má sjá hér: linkur á myndir úr ferð

Sumarhús fyrir ferðamenn í Kjarnholti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Of er búið að fljúga yfir Þrastalund, Sogið, Selfoss og nágrenni og má sjá eina langa seríu hér. Líklegt er að hér má sjá bústaðir við Sogið í eigu starfsmannafélags Landsbankans.

Sumarhús við Sogið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er gaman að sjá hvað gengið er skipulega til verks við hönnun á nýjum sumarbústaðarhverfum. Þessi mynd er tekin rétt fyrir sunnan Þingvallarvatn við virkjunina Steingrímsstöð. Hér er búið að undirbúa svæðið áður en húsin koma og gaman að sjá hvernig falleg rauðamölin skapar skemmtilega andstæður við umhverfið. Hélt annars að menn væru hættir að ná í þessa rauðamöl í gíga úr nágrenninu. Hélt að þeir væru allir orðnir friðaðir!

Rauðamöl (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá myndir sem teknar voru í fyrradag í skemmtilegu flugi frá Reykjavík á Suðurlandið. En eitthvað mátti lesa út úr fréttinni að sumarbústaðirnir væru sífellt að stækka :)

Sumarbústaður af stærri gerðinni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Sumarhús stærri og fleiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2007 | 23:33
Flogið var yfir Lundareykjadal fyrir stuttu
Á myndinni má sjá tvö af fallegri fjöllum á suðvestur horninu, Skjaldbreið og Hlöðufell. Á bak við Þverfell er eitt af stærri vötnum landsins, Reyðarvatn. Hægt er að aka upp úr dalnum Uxahryggjarleið þar sem komið er inn á Kaldadalsleið.

Loftmynd þar sem horft er upp Lundareykjardal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Af þessu svæði á ég góðar minningar frá þeim tíma þegar foreldrar mínir voru veiðiverðir á Reyðarvatni eitt sumarið.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Eldri kona fannst látin í heimasundlaug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2007 | 13:27
Svo að mín tillaga í morgun var þá rétt :)
Fisvélar eru hægfleygar henta mjög vel þar sem fljúga þarf lágflug.
Ekki er ólíklegt að kajakræðararnir hafi nýtt góða veðri til að sigla áfram og jafnvel tekið stefnu á Rauðasand á Vestfjörðum.
Hér má sjá flug sem farið var um Snæfellsnesið á góðum degi.

Hér má sjá öll smáatriði í fjörunni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá þekkta dranga við ströndina - hvað skyldu þeir heita? :)

Drangar (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá þekktan vita við ströndina - hvað skyldi hann heita og hvar er hann? :)

Viti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er þekkt vík - hvað skyldi hún heita? :)

Vík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef þessar myndir eru skoðaðar, þá má sja marga góða staði sem ræðararnir hafa mögulega getað hvílst á leið sinni.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Kajakræðarar fundnir heilir á húfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.6.2007 | 08:13
Hér er hentug lausn - bíll með vængi

Bíll með vængi sem hægt er að draga saman þegar verið er að keyra á venjulegum vegum. (klikkið á mynd til að fara á heimasíðu framleiðanda)
Flugbílinn notar Rotax 912 ULS mótor 100Hp
75% power, cruising speed 120mph.
Þarf "1500 feet" fyrir flugtak og nokkur hundruð metra í lendingu.
Q: What is the useful load of the Transition?
A: Current design estimates place the useful load of the Transition at 550lbs while still maintaining the LSA gross take-off weight limit of 1320lbs. This 550lbs can be divided among people, bags, or fuel.
Q: How much fuel can the Transition carry and what range does it have?
A: The Transition has a 20 gallon (120lb) gas tank. With a full tank, at 75% power, the Transition has a range of 500 miles.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ökumaður á ofsahraða reyndi að ná flugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)