FERÐ TIL GRÍMSEYJAR - TRIP TO GRIMSEY ISLAND - MYNDIR

FERÐ TIL GRÍMSEYJAR - TRIP TO GRIMSEY ISLAND - MYNDIR

Ég var á ferðalagi um Mývatn fyrir stuttu og bauðst þá að skjótast til Grímseyjar með flugfélaginu Mýflug. Örn Sigurðsson flugmaður veitti mér og mótordrekanum húsaskjól á flugvellinum á Mývatni við Reynihlíð eftir erfitt flug frá Hrauneyjum yfir Hálendið nóttina áður.

Flugstöðin í Grímsey er ekki stór, en ferðamenn hafa löngum sótt þessa merku eyju heim. Þegar von er á flugi til eyjunnar, þá þarf að reka upp fugl af brautinni og þurfa flugmenn jafnvel að beita sérstakri tækni í flugtaki og lendingu til að forðast að fá fugl í hreyfilinn. Í Grímsey er margt að sjá og boðið er upp á leiðsögn með ferðafólk þar sem m.a. er farið með fólkið yfir bauginn, í kirkjuna, að vitanum, í fiskverkun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grímsey Airport, one problem is all the birds on the airfield. Lot of Arctic tern are covering the airfield during the breading season. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Það má segja að það hafi verið allt morandi í kríu í Grímsey og mátti leiðsögukonan sem ók okkur um eyjuna hafa sig alla við að aka ekki yfir unganna sem voru á hlaupum út um allt. _ Young Arctic Tern running away from the guide (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Kría Sterna paradisaea fugl ætt þerna farfugl Íslandi verpir norðurslóðum Krían hvít kviði stéli væng svartan koll svarta vængbrodda rauða fætur rautt nef Ungar ungi Havternen Sterna paradisaea Die Küstenseeschwalbe Arctic Tern Kría seabirds puffins Lundi (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Fiskvinnsla og smábátaútgerð er stór atvinnuvegur í Grímsey, enda ekki langt að fara til að komast á miðin. Ferðaþjónusta hefur aukist mikið og eru regluleg flug og hægt að taka ferju frá Dalvík. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The principal industrial activity is commercial fishing. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má sjá minnismerki sem reist var í nafni Willard Fiske. En hann var velgjörðamaður eyjunnar og styrkti íbúa með ýmsum hætti. Meðal annars gaf hann eyjarskeggjum skákborð enda Grímseyingar slyngir skákmenn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

A chess player Willard Fiske took a protective interest in Grímsey in the 1870s, sending supplies, supporting the economy and leaving money in his will, though he never once visited (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Mikið er um lunda í Grímsey. Í klettabeltinu fyrir framan kirkjuna var gott að skoða lundann og þar var líka klettur sem var eins og mannshöfuð í laginu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grimsey island is a perfect place for puffins. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Í eyjunni búa rúmlega 100 manns og er lítil kirkja á staðnum, Miðgarðakirkja sem þjónað er frá Dalvík. Hún var á sínum tíma byggð úr rekavið (1867) og svo endurbyggð 1956. Kirkjan hefur sérkennilegan byggingarstíl, hún er mjög mjó en háreyst, virkar stór úr fjarlægð en lítil og mjó þegar komið er inn í hana. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The church on Grímsey was built from driftwood in 1867 and renovated in 1956. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Í lok ferðar, þá er hægt að fá skrautskrifað viðurkenningarskjal. En allir fá viðurkenningarskjal frá flugfélaginu Mýflugi fyrir að fara yfir heimskautsbaug. Hér ritar Ragnhildur Hjaltadóttir leiðsögumaður: Hér með vottast að Kjartan Pétur Sigurðsson hefur í dag stígið fæti sínum norður yfir Heimskautsbaug í Grímsey á undan norðurströnd Íslands. 66°33 N, 18° 01 V (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grímsey is also a popular tourist destination for visitors who wish to experience the Arctic Circle. You will get a signature as a provident for your trip to Grímsey island (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Til að staðfesta að greinarhöfundur hafi náð þeim merka áfanga að hafa komið á Norðurheimskautsbauginn eða stigið yfir 66° norðlæga breiddagráðu að þá var tekin mynd þar sem staðið er við minnisvarða sem er rétt norðan við flugstöðina í Grímsey. Lengi vel voru sögusagnir um að þessi lína hefði skipt hjónarúmi presthjónanna eða var það hjónarúm oddvitans á Básum í tvennt og hefðu þau því sofið sitthvoru megin við línuna. Frægust er Grímsey trúlega í hugum ferðamanna fyrir heimskautsbauginn og kemur fólk gjarnan langa leið, til þess eins að stíga norður fyrir baug. Saga segir að eitt sinn hafi heimskautsbaugurinn, sem er á örlítilli hreyfingu, legið um mitt hjónarúm oddvitans á Básum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Arctic circle on Grímsey. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má svo sjá loftmynd af suðurhluta Grímseyjar. En flogið var frá Mývatni með Mýflugi á 6 sæta Cessnu flugvél (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial photo of Grímsey island north of Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má sjá kort af Grímsey ásamt örnefnum, Kaldagjá, Eyjarfótur, Básavík, Almannagjá, Vænghóll, Handfestagjá, Flatsker, Hlíðarstapi, Flesjar, Grenivík og Sterta (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Map of Grímsey island in Iceland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson


Eftir þessa ótrúlegu ferð til Grímseyjar, þá útbjó ég myndband sem sett var síðan inn á Youtube.

 



Flying over the Polar circle to Puffin island Grímsey 66° North of Iceland https://www.youtube.com/watch?v=dMhabEmH-Wo

Á wikipedia má lesa nánar eftirfarandi á ensku þaðan sem m.a. fyrrgreindar upplýsingar eru fengnar

Grímsey is a small island 40 kilometres (25 mi) north of Iceland, situated directly on the Arctic Circle. The island constitutes the hreppur (municipality) Grímseyjarhreppur, which is part of the county Eyjafjarðarsýsla. The population is approximately 100; the only settlement is Sandvík.

Geography and climate Grímsey is the northernmost inhabited Icelandic territory; the islet of Kolbeinsey lies further north, but is uninhabited. The closest land is the island of Flatey, Skjálfandi, 39.4 kilometres (24.5 mi) to the south. There are steep cliffs everywhere except on the southern shoreline. Grímsey has an area of 5.3 square kilometres (2.0 sq mi), and a maximum altitude of 105 metres (344 ft). Despite the northerly latitude, the climate is generally mild, due to the North Atlantic Current which brings warm water from the Gulf of Mexico. A maximum temperature of 26°C (79°F) has been recorded, which equals that of the much more southerly capital Reykjavík. Though treeless, the vegetation cover is rich, consisting of marshland, grass, and moss, and the island is home to many birds, in particular auks.

Economy and society The principal industrial activity is commercial fishing. Agriculture and collecting seabirds' eggs are also common. Grímsey is also a popular tourist destination for visitors who wish to experience the Arctic Circle. The island is served by regular ferry and aircraft passenger services from the mainland.[1] The church on Grímsey was built from driftwood in 1867 and renovated in 1956. It is within the parish of Akureyri. The island also features a community center and a school from kindergarten to Grade 8. Beyond this age, students travel to Akureyri for further education. The island has acquired a long-standing reputation for being a bastion of chess-playing. On learning this, the American scholar and keen chess player Willard Fiske took a protective interest in Grímsey in the 1870s, sending supplies, supporting the economy and leaving money in his will, though he never once visited. A local legend holds that the Arctic Circle runs exactly through the middle of the bed of Grímsey's priest. The fact that the circle shifts by a few meters per year makes this unlikely.

Kjartan WWW.PHOTO.IS


mbl.is Æsingur á sjóstöng við Grímsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Þú komst yfir "Baug", ekki group samt.

Helga Kristjánsdóttir, 25.8.2009 kl. 22:02

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Rétt er það hjá þér Helga. Þetta er víst takmark hjá mörgum ferðamanninum að komast yfir þennan blessaða Heimskautabaug. Eins og sjá má hjá Grímseyingum, að þá eru þeir búnir að koma sér upp stiga og alles þannig að það sé hægt að stíga yfir bauginn með formegum hætti.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.8.2009 kl. 21:49

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Meira en mán. síðan þetta er skrifað,en datt þú í hug í kvöld,þegar e.hv.spekingur að vestan(U.S.A.),sagði í Silfri Egils,að Íslendingar ættu að leggja járnbrautir um allt Ísland(sparaðist óhemju fé á því). Var búin að sjá teikningar þínar og tillögur um þetta. Var kanski bara milli Rvk. og Suðurnesja. Ekkert víst þú svarir,vildi bara að þú vissir ef þetta hefur farið framhjá þér. Ég er ekki heima hjá mér er að passa hjá dóttur minni,fer í bloggið í hennar tölvu. Bráðum ár frá hruni,allir eru að sjá að þjóðstjórn var sú eina rétta leið okkar,í þessum hremmingum. Ef þú ert að fara til Kína,væri gaman að sjá þig í Rjúpnasölum áður,en sjáum til.

Helga Kristjánsdóttir, 28.9.2009 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband