Sund í Hvítá - River Rafting - Flúðasiglingar - MYNDIR

Sund í Hvítá - River Rafting - Flúðasiglingar - MYNDIR

Var að koma úr skemmtilegri sundferð úr ískaldri jökulá sem heitir Hvítá. Fór með 4 dani í self-drive 4x4 ferð um illfæra vegslóða um suðurlandið á vegum Æfintýraferða (ArcticRafting) og má sá afrakstur ferðarinnar í skemmtilegum myndbút hér í lokin.

Hamingjan leynir sér ekki hjá einum þátttakandanum þar sem hann brosir framan í myndavélina. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

River Rafting in Iceland, Hvítá White River with ArcticRafting. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er stokkið fram af klettasyllu rétt fyrir neðan brúnna sem er fyrir neðan Gullfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

On of the guide is jumping from a high clif into Hvita river, White river. River Rafting in Iceland, Hvítá White River with ArcticRafting. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er verið að sigla á litlum kanon niður Hvítá, öldurnar geta orðið stórar enda Hvítá vatnsmikið fljót (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

River Rafting in Iceland, Hvítá White River with ArcticRafting (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má sjá nýtt myndband sem að ég var að útbúa af ferð niður Hvítá með Ævintýraferðum (ArcticRafting). Myndbandið var tekið á sérstaka myndavél sem fest er á hjálminn. Í lok myndbandsins má sjá 360° stökk af gúmíbátnum út ánna og er ekki annað að sjá en að myndavélin hafi þolað þá raun.

 



http://www.youtube.com/watch?v=hnK9QHwekHA

Svo við hlaupum úr einu í annað, að þá er frægt brúarstæði á Brúarhlöðum sem siglingaleiðin fer um. Þar er þraungt gljúfur sem áin rennur um. Árið 1907 var byggð trébrú á þessum stað fyrir konungskomuna ásamt vegi í gegnum Þingvöll, Lyngdalsheiði yfir á Gullfoss og Geysi og þaðan yfir Hvítá á Brúahlöðum og niður á Skeið. Þetta ver ein stærsta einstaka framkvæmd á þessum tíma í vegagerð. Brúnna tók af í miklum vatnavöxtum 1929. Var þá gerð ný brú úr stálgrind á steyptum stöplum sem varð einnig fyrir verulegum skemmdum árið 1930. Eftir það var brúin hækkuð og stóð til 1959 og var þá stálgrindinni skipt út með steyptri brú sem var svo endurgerð verulega 1995.

Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Syntu Grettissund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband