Gjástykki - Krafla - Leirhnjúkur. Myndband

 Hér má sjá myndband sem að ég var að útbúa um svæðið í kringum Leirhnjúk, Kröflu og Gjástykki

 

Hér má skoða sama myndband í HD gæðum og með hljóði

http://www.facebook.com/video/video.php?v=1196250819160

Er enn að vinna í hljóðinu og væri fínt að fá tillögu að fallegu lagi fyrir þetta ljúfa myndband. 

Hugmyndir hafa verið uppi um að útbúa eldfjallagarð á svæðinu sem að gæti verið flott hugmynd.

 Var annars að ljúka ferð með einum þekktum eldfjallasérfræðingi þegar þessar myndir voru teknar.

 

Kjartan

www.photo.is


mbl.is Landvernd vill friða Gjástykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæll, ég var að horfa á þetta myndband og hlustaði í leiðinni á lagið „Sunday night just keeps on rolling“ með íslensku hljómsveitinni Múm. Út úr því kom ansi áhrifamikil blanda. Lagið er 8 mínútur og er að finna á plötunni Yesterday was dramatic today is ok.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.8.2009 kl. 10:32

2 identicon

Það er óskiljanlegt að mývetningarnir ætli að leyfa að þetta verði eyðilagt.

Hef ég þá í huga fornan orðstí þeirra er varðar náttúruvernd.

Eftir að virkjanir, gufulagnir og háspennulínur verða komnar, a la Hellisheiði, þá verður svæðið einskis virði til að njóta svona stórkostlegrar náttúru.

einsi (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 10:37

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er nákvæmlega svona tónlist sem að ég er að leita að. Mig langar frekar til að hafa eitthvað "orgina" íslenskt á svona myndbandi. Má vera þrungin dulafull tónlist með djúpum undirtón. Þá er næsta mál að finna lagið og kanna möguleika á að fá að nota það.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.8.2009 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband