Flug yfir hálendið og Lakagíga - Video

Ég var rétt í þessu að ljúka mögnuðu flugi yfir Sprengisand. En flogið var 274 km á mótordreka frá Mývatni og lent við Hótel Heklu á Skeiðum á mettíma í þoku, rigningu og hávaðaroki.

Ég tek í loftið 8:07 í morgun og lendi í kartöflugarðinum við Hótel Heklu 10:26

Meðalhraðinn var 117 km/klst og max hraði var um 182 km/klst. En flughraðinn var aðeins um 90 km/klst svo að vindhraðinn hefur verið töluverður eins og sjá má.

Ég þurfti að fara "On Topp" í 7-8000 feta hæð því að það var rigning og þoka á milli Hofsjökuls og Tungnafellsjökuls og því erfitt að komast þar í gegn.

Var heppinn að finna eina gatið upp úr ruglinu ofarlega í litlum dal rétt við Kiðagil fyrir ofan Bárðardal þar sem Skjálfandafljót rennur.

En ég var einnig á flugi yfir Sprengisand um miðja nótt fyrir 2 dögum líka. En ég þurfti að komast á Mývatn. Til að byrja með var lent um miðnætti á veginum við Hálendismiðstöðina í Hrauneyjum. Þar var bensíntankurinn fylltur. Ég þurfti að bíða af mér rigningu sem var að ganga yfir og nýtt rigningasvæði var á leiðinni. Því var ekki um annað að ræða en að skjótast yfir sandinn um 3-4 um nóttina. Á meðan ég beið, þá fékk að leggja mig í sófa í anddyri hótelsins. Ég tók síðan í loftið við sólarupprás um 3 leitið. Lítil umferð var um svæðið eins og gefur að skilja og var magnað að fljúga við rætur Hofsjökuls þegar sólin var að koma upp. Ekki var hægt að lenda inni í Nýadal því þar rigndi og tók ég krók utan um Tungnafellsjökul og lenti kl. 5 um morgun við Gæsavötn. Þar var fólk sofandi í tjöldum og einnig bílar við skálann sem er í einkaeigu. Mótordreki er frekar hljóðlátur og vaknaði ekki neinn sama hvað ég þandi mótorinn uppi á melnum sem að ég lenti á. Ég tók upp ferðavélina og las gögn af myndavélum þarna eldsnemma um morguninn á meðan ég horfði á rigningaskýin hrannast upp í kringum Kistufell við Dyngjuháls og ekki var viðlitið að fljúga upp að Trölladyngju eða Öskju eins og ég hafði planað. Heldur þurfti ég að fljúga við jaðar rigninguna alla leið niður að Mývatni og lenti þar um kl. 7 um morgun.

Ég er ekki enn búinn að vinna myndbútanna úr þessari skemmtilegu ferð norður og læt ég því nægja að sýna myndband úr síðustu ferð inn yfir Lakagíga.

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=GBccLBvYtao

En ég mun fljótlega koma með myndbúta frá Grímsey, Mývatni, Mýflugi og svo ferðinni yfir Sprengisand.


Hér má svo sjá fleiri myndbúta úr svipuðum ferðum:

Flying over Langisjór close to Vatnajökull - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=nNnYcJY3b4Q

Flug yfir Nesjavallarvirkjun - Flying over Nesjavellir geothermal power plant in Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=cX0_E6Alvx0

Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY

Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8

Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Hótel Valhöll brennur (Hótel Valhöll - Hotel Valholl burning in Thingvellir)
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA


Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


mbl.is Sekt fyrir utanvegaakstur á hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lentir á mel?  Það er utanvegaakstur...  Hvernig umgengni er þetta eiginlega.  Veit lögreglan af málinu?

Gunnlaugur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 15:55

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég lenti í raun á slóða sem liggur yfir mel sem er í raun vegurinn sem liggur í átt að skálanum í Gæsavötnum. En ef þú myndir þekkja til þarna á svæðinu, að þá er þarna aðallega um gróf möl eða litlir steinar og er þetta ekki ósvipað og að lenda á malbiki, ekki einu sinni sandur til að marka í, en veður uppi á hálendinu eru af allt öðrum toga en því sem á að venjast á láglendi og því allur jarðvegur oftar en ekki fokin burt.

Fisið er fislétt og á stórum dekkjum og ég hugsa að ég hafi sporað meira við að ganga um svæðið frekar en mótordrekinn. En annars er jarðvegurinn víða á hálendinu á fleygiferð og mannanna verk fljót að hverfa nema þau séu unnin með stórvirkum vélum eins og á sér stað í kringum virkjanir.

Svæði sem þarf að passa og vernda alveg sérstaklega er þar sem er einhver gróður og jarðvegur hefur náð sér á strik eins og mosi og annar viðkvæmur hálendisgróður.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.7.2009 kl. 16:08

3 identicon

Klikkaðar myndir...

...en ömurlegt lag maður..

Ólinn (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 16:32

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sammála :)

Þetta var eina lagið sem að ég var með inn á tölvunni þegar ég var að útbúa myndbútinn. Spurning hvort að það sé hægt að skipta út hljóðinu nema setja myndbútinn inn aftur.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.7.2009 kl. 16:43

5 identicon

Kjartan, fyrirgefðu, síðasta athugasemd var stríðni.  Mér þótti athugasemdin skondin í ljósi þess hve umhverfis-ofstækið hefur náð miklum hæðum síðustu ár, t.d  móðursýki varðandi utanvegaakstur.   Mér er fullkomlega ljóst að fis gerir ekki skaða í eyðimörkinni þarna á svæðinu. Afsakaðu aulafyndnina..

 

Ég hef ekki séð þessa síðu þína áður, ótrúlega fallegar myndir sem þú tekur.  Alveg ótrúlegar...

Gunnlaugur Ásgeirsson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 17:04

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Maður er nú ýmsu vanur hér á blogginu. Ég fékk það líka á tilfinninguna að það væri smá grín þarna á ferð hjá þér. Ég var mikið að spá í að koma með afsökun í stíl Ómars Ragnarssonar, en sá fjörkálfur er þekktur fyrir að koma sér í ýmsan vanda og svo þegar gjörningurinn hefur átt sér stað, samanber lendingin á Esjunni, of hraður akstur í Ártúnsbrekkunni og í ferðinni hjá honum núna í kringum landið þar sem hann fór aðeins yfir löglegan" hraða í "beinni". Að þá hefur hann gott lag á að reyna að afsaka gjörninginn á fáránlegan máta, sem í raun gerir málið allt meira fyndið en ella. En annars treysti ég Ómari betur en mörgum öðrum til að aka þjóðvegi landsins enda einn reyndasti rallökumaður landsins.

En ég get alveg viðurkennt að þegar ég tók í loftið, þá fór ég út af veginum umrædda yfir steina sem höfðu verið settir upp til að afmarka slóðann í anda Kára landvarðar. En stundum er betra að brjóta pínu af sér frekar en að taka óþarfa áhættu. En melarnir þarna eru í öldum og því mikilvægt að finna góðan beinan kafla til að taka í loftið og lenda á.

En varðandi utanvegarakstur, að þá er stór munur á að aka á bíl með breið dekk eða bíl sem er með það sem kallað er skurðaskífur. Ef farið er á stórum dekkjum yfir viðkvæmt svæði, að þá er meira líklegt að það sé minni þrýstingur á yfirborðið heldur en ef maður eða hestur myndi ganga yfir sama svæði. Mótorhjól og hestar gætu skemmt mun meira. Þetta er meira spurning hvernig farið er að hlutunnum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.7.2009 kl. 17:24

7 identicon

Þetta svæði er sérlega magnað að sjá úr lofti. Ein spurning varðandi myndatökuna; hvers vegna snýrðu vídjóvélinni að þér en ekki fram?

Jóhann (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 18:00

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Laka svæðið er flott.

Upphaflega var ég að reyna að útbúa myndband um flug á fisi um Ísland og í sjálfum sér ágætt að sýna þetta litla flygildi í baráttu við Íslenska náttúru. Núna er þetta að þróast út í að færa myndavélina fram á nef, en þá þarf að spá í hallann og fl. og helst að vera með aukaskjá hjá flugmanninum. Ef það á að gera þetta að einhverju viti, að þá þarf að fjárfesta í dýrum búnaði sem verður að vera seinni tíma mál.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.7.2009 kl. 18:20

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ekkert að þessari músik Kjartan :) en þetta er ágætis vídeó ! 

Með því að beina myndavélinni að flugmanninum þá fær maður aukabónus.. þá sér maður hversu einfalt það virðist vera að fljúga svona flygildi.. áttu bút þar sem þú lendir ? 

Óskar Þorkelsson, 27.7.2009 kl. 18:21

10 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk Óskar,

Nú er maður að reyna að tileinka sér nýjar tónlistastefnur og reyna að setja inn eitthvað sem höfðar til fleirri en sjálfan mig og mína kynslóð.

Ég á flottar lendingar á ótrúlegum stöðum. Spurning um að útbúa eitt "extreme" myndband með slíkum skotum. Lenti hér í kartöflugarðinum í morgun á Hótel Heklu og það er magnað að skoða það skot.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.7.2009 kl. 20:46

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

      Ég vildi ekki missa af hvernig þú berð þig að.  Flott! Ef ég væri flottræfill og hefði smá aukaráð mundi ég leygja þig til að fljúga yfir Flúðir þegar fjölsk.mótið er og henda nammi niður til krakkana eða ehv.   En þetta er bara ekki okkar stíll, þannig tímar liðnir.  Þú myndir ekki vera til í það.    Var að reyna að sjá hvort e.h. pláss er fyrir mat og drykk í fisinu.

Helga Kristjánsdóttir, 27.7.2009 kl. 22:30

12 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Flott videó. Það hlýtur að vera æðislegt að fljúga yfir hálendið á svona græju.

Hvað heitir þetta verkfæri annars á ensku?

Ólafur Eiríksson, 27.7.2009 kl. 22:54

13 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hálendisflugið var magnað. Á það allt á myndbandi, spurning um að klippa það og setja á vefinn líka. Á ensku er mótordreki kallaður trike, ultralight ,,,

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.7.2009 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband