FERÐ YFIR VATNAJÖKUL - MYNDIR OG KORT

FERÐ YFIR VATNAJÖKUL - MYNDIR OG KORT

FERÐ YFIR VATNAJÖKUL - TRIP OVER VATNAJÖKULL GLACIER

Ekki er ólíklegt að dömurnar hafi farið í skálann á Grímsfjalli en vegalengdin þaðan í Tjaldaskarð er um 52 km. Frá Jökulheimum eru svo aðrir 50 km í Grímsvötn. Þannig að þær hafa verið búnar að leggja af baki um 100 km vegalengd. Ef einhverjir eru að huga að ferð á svipaðar slóðir á næstu dögum, að þá er gott að fara inn á

Sem dæmi, þá verður gríðarleg mikil ofankoma næstkomandi miðvikudag um kl. 3 og má þá búast við í nokkra daga á eftir geti verið mikið magn af púðursnjó á svæðinu og færi mjög erfitt. Hér má sjá skjáskot af veðrinu þennan dag í kringum Öræfajökul og suður hluta landsins (smellið á mynd til að fara inn á gamli.belging.is)

Wether map of Vatnajökull. Biggest glacier in Iceland placed on the east-coast of Iceland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson


Hér er horft upp eftir Svínafellsjökli, en í fjarska efst upp á brúninni er Tjaldskarði á Öræfajökli. Á þessum stað hlémegin við Hvannadalshnjúk getur verið gríðarlega mikil úrkoma og oft mjög erfitt færi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

A view up the glacier tong Svinafellsjökul (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er komið nærri brúninni og má sjá hvernig skriðjökulinn lekur niður á milli fjallshrygga sem eru sinn hvoru meginn. Nokkurn vegin þarna efst á brúninni er staðurinn þar sem konurnar voru með tjöldin sín. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

A view up the glacier tong Svinafellsjökul (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má svo sjá mynd af svæðinu uppi á jöklinum með Öræfajökul og Hvannadalshnjúk í baksýn. Það var einmitt á þessum sama kafla sem færið fór að verða verulega erfitt fyrir mikið breytta bíla. Það var þó ekki fyrr en við komum niður á sléttuna fyrir neðan Hermannaskarðið að færið varð virkilega erfitt og var þá meðalhraðinn ekki nema 2-3 km/klst! Myndir af jeppaleiðangri sem farin var páskana svipaða leið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

On top of glacier Vatnajökull close to Svinafellsjökul and Tjaldskarð (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er stoppað til að taka nokkrar myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

A super 4x4 jeep trip over glacier Vatnajökull close to Svinafellsjökul and Tjaldskarð. Stop to make pictures (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Ógleymanleg fegurð á fjöllum þegar veðuraðstæður eru eins og voru þetta kvöldið hjá okkur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

A super 4x4 jeep trip over glacier Vatnajökull close to Svinafellsjökul and Tjaldskarð. Stop to make pictures (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má svo sjá kort af Vatnajökli, Öræfajökli, Hvannadalshnjúki og svo Tjaldskarði þar sem konurnar tjölduðu eftir 10 daga ferð á jöklinum (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Map of Vatnajökull glacier on south coast of Iceland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson


Kjartan WWW.PHOTO.IS

Ferð yfir Vatnajökull - Trip over Vatnajökull Glacier http://photo.blog.is/blog/photo/entry/839736/


mbl.is Moka þurfti tjöld kvennanna upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband