30.1.2009 | 07:03
KÍNAFERÐ - SHANGHAI - TURNAR - BRÚÐKAUP - 8
KÍNAFERÐ - SHANGHAI - TURNAR - BRÚÐKAUP - 8
Dagur - 8 / Day - 8 26. des. 2008
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína
Best að byrja á því að klára söguna frá deginum áður:
Eftir að hafa skoðað EXPO 2010 svæðið í þaula, þá tókum við nýja jarðlest lest sem hafði verið sett upp fyrir EXPO 2010. Þar var einn að dunda sér við að rífa ferðatölvu í sundur á meðan annar var að leika sér í tölvuleik á símann sinn
Shanghai World EXPO 2010 new underground system. Expo 2010 (上海世界博览会) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Áður en við förum í lestina, þá verðum við vitni af smá árekstri. En það var venja að sjá 1 til 3 árekstara á dag! Þegar við erum að koma út úr lestinni, verðum við vitni að slysi þar sem kona með tveggja metra háann hitara/kælir fellur aftur fyrir sig og hreinlega rúllar á aftur á bak niður stóran rúllustigann ásamt skápnum.
Þetta var hrikalegt að horfa upp á. Stiginn skilar svo skápnum og konunni upp á brúnina þar sem hún liggur meðvitundalítil og útlitið ekki gott. Fólk hópast að og Heng ætlar að hringja á sjúkrabíl en konan er að ranka við sér og mótmælir harðlega! Greinilegt er að hún finnur til í baki. Að lokum koma starfsmenn til hjálpar og konan stendur upp við illan leik. Í framhaldinu af þessu ræðum við um heilbrigðismál og tryggingar og segir hún að fátækt fólk í Kína sé mjög illa statt í kerfinu þegar svona kemur upp á. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við vorum orðin mjög svöng eftir daginn (10-20 km labb) þannig að Heng ákveður að fara með mig á Kóreanskan veitingastað þar sem að ég fæ m.a. "snakk" sem eru kryddaðar sinar úr kýr (greinilega ALLT borðað)!!!
Einnig fengum við okkur litlar bollur á pinnum sem er þeirra pulsa með öllu. Hún sýndi mér að vísu líka pulsu með öllu en þar var hægt að velja um 10-20 tegundir og var ótrúlegt að sjá hvað hægt var að nota sem meðlæti :) Þar mátti m.a. horfa á hárgreiðslu í beinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Um kvöldið var stórfjölskylda Heng búin að skipuleggja borðtennismót. En borðtennis er ein af þjóðaríþróttum Kínverja. Við Heng höfðum verið að spila mikið saman á Íslandi og kom það sér því vel og stóðum við okkur bara nokkuð vel. Gaman var að sjá hversu gamlir karlar og kerlingar voru spræk með borðtennisspaðann. Mótið endaði svo með "of miklum mat" eins og vanalega á veitingarstað þar rétt hjá. Á borði komu þrjár stórar súpuskálar með logandi eld undir og var bætt sallati, pulsur og fl. út í eftir þörfum.
Dagur-8 26. des. 2008 (svo að við reynum að halda tímaplani á þessu bloggi) Þennan dag var ákveðið að fara á verslunargötuna Nanjing Road (南京路 Nánjīnglù) sem er 4km löng með um 4.000 verslanir. Við endann á henni er “Bund” sem Evrópubúar kalla oft Wall Street Shanghai og fyrir miðju er People's Square (人民广场).
Ferðin endaði óvart á Pudong (浦东) is Shanghai's þar sem allar hæstu byggingarnar í Shanghai eru. Svæðið hefur byggst upp á aðeins 15 árum. Það fyrsta sem blasir við þegar komið er út úr lestastöðinni er sjónvarpsturninn frægi sem má segja að sé eitt helsta tákn Shanghai borgar.
Oriental Pearl TV Tower [1] (东方明珠塔 Dongfang Minzhuta) - Built in 1994, it is the 3rd tallest tower in the world (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá hluta úr stórri hringmynd af þessum risavöxnu byggingum á Pudong (浦东) svæðinu. Þær hæstu eru "upptakarinn" Shanghai World Financial Center (100 hæðir, 474 m) og Jinmao Tower (88 hæða, 420m)
To the left is Shanghai World Financial Center 上海(秀仕)环球金融中心 and right Jinmao Tower (金茂大厦) 420m high, 88 storey skyscraper (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
hærri turninn er enn í byggingu og eru framkvæmdir á loka stigi. Við settum stefnuna á að fara upp í Jin Mao Tower og á leiðinni þangað verður þetta brúðarpar á vegi okkar
Happy people in China getting married in the Pudong (浦东) Shanghai. Times Square of Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar við erum á leið in í lyftunna, þá hitti ég gamlan félaga, Jackie Chan að nafni sem að ég heilsaði að sjálfsögðu upp á. Síðan var lyftan tekin upp í topp á 88 hæða turni Jinmao Tower sem er risa hótel og skrifstofubygging
Actor Jackie Chan from Hong Kong, (born Chan Kong Sang, 陳港生, 7 April 1954). He is also an action choreographer, film director, producer, martial artist, comedian, screenwriter, entrepreneur, singer and stunt performer. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Útsýnið er alveg hreint ótrúlegt yfir borgina og þarna rennur upp fyrr manni í raun hversu stór borgin er. Þarna voru risa blokkir svo langt sem augað eygir í allar átti (mengun). Á meðan margar þjóðir byggja á þverveginn, þá byggja Kínverjar Shanghai lóðrétt upp í loftið. En þar búa núna á milli 16-20 milljón manns og er borgin talin ein öflugasta markaðsborg í Asíu.
Ótrúlegt var að sjá risa skip líða eftir fljótinu með risa auglýsingaskjá (TV)! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft niður efri hluta Jin Mao Tower turnsins. En þar er hótel þar sem hægt er að fara út á svalir og horft niður eftir miðjum turninum.
A big hotel with balcony is inside Jinmao Tower (金茂大厦) 420m high, 88 storey skyscraper (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það var gaman að sjá helsta tákn borgarinnar, sjónvarpsturninn Oriental Pearl, en á kvöldin er turninn eins og blikkandi jólatré.
Hérna var ég svo heppinn að sjá loftskip með risa auglýsingaskjá líða um himininn rétt yfir toppum háhýsanna
The zeppeling airship is on the right side of the Pearl Tower. A large LCD screen show live video and text. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næst var farið í alvöru Mall eða risaverslunarmiðstöð upp á 12 hæðir og seig neðri kjálkinn alltaf meira og meira niður af undrun eftir því sem leið á ferðina. Þar inni mátti m.a. finna stóra skautahöll, sérstakan enskuskóla fyrir smábörn, heila hæð fyrir allt sem snýr að börnum ...
Grand Gateway Plaza in Xujiahui. Grand Gateway mall in Shanghai (Chinese: 港汇广场 in chinese it is “Gang Wei”). Grand Gateway is one of the largest and most swanky malls in Shanghai. A "must go" destination for Shanghai shoppers. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir að hafa labbað í gegnum svona risa verslunarmiðstöð, þá er vona að sumir verði þreyttir. Hér er ein búin að fá sér góðan Hammara frá Burger King og steinsofnað á eftir.
Sleeping beauty in Burger King Restaurant in Shanghai Grand Gateway mall. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessi var með sölubás og greinilega orðin vel þreyttur líka. Spurningin er hvað eru Kínverjar að gera á næturnar þegar þeir eiga að vera að sofa?
What are all the chines doing during the night when they should be sleeping? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Um kvöldið var frænku sem kunni ensku boðið í 12 rétta máltíð og var það greinilega gert til að kanna minn bakgrunn nánar, en pabbi Heng og konan hans skilja ekki stakt orð í ensku. Á meðan fór Heng og hitti gamla skólafélaga. Að sjálfsögðu var ég spurður spjörunum úr og náði ég að verjast fimlega þrátt fyrir allan minn litríka og skrautlega feril :)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
Dagur - 8 / Day - 8 26. des. 2008
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína
Best að byrja á því að klára söguna frá deginum áður:
Eftir að hafa skoðað EXPO 2010 svæðið í þaula, þá tókum við nýja jarðlest lest sem hafði verið sett upp fyrir EXPO 2010. Þar var einn að dunda sér við að rífa ferðatölvu í sundur á meðan annar var að leika sér í tölvuleik á símann sinn
Shanghai World EXPO 2010 new underground system. Expo 2010 (上海世界博览会) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Áður en við förum í lestina, þá verðum við vitni af smá árekstri. En það var venja að sjá 1 til 3 árekstara á dag! Þegar við erum að koma út úr lestinni, verðum við vitni að slysi þar sem kona með tveggja metra háann hitara/kælir fellur aftur fyrir sig og hreinlega rúllar á aftur á bak niður stóran rúllustigann ásamt skápnum.
Þetta var hrikalegt að horfa upp á. Stiginn skilar svo skápnum og konunni upp á brúnina þar sem hún liggur meðvitundalítil og útlitið ekki gott. Fólk hópast að og Heng ætlar að hringja á sjúkrabíl en konan er að ranka við sér og mótmælir harðlega! Greinilegt er að hún finnur til í baki. Að lokum koma starfsmenn til hjálpar og konan stendur upp við illan leik. Í framhaldinu af þessu ræðum við um heilbrigðismál og tryggingar og segir hún að fátækt fólk í Kína sé mjög illa statt í kerfinu þegar svona kemur upp á. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við vorum orðin mjög svöng eftir daginn (10-20 km labb) þannig að Heng ákveður að fara með mig á Kóreanskan veitingastað þar sem að ég fæ m.a. "snakk" sem eru kryddaðar sinar úr kýr (greinilega ALLT borðað)!!!
Einnig fengum við okkur litlar bollur á pinnum sem er þeirra pulsa með öllu. Hún sýndi mér að vísu líka pulsu með öllu en þar var hægt að velja um 10-20 tegundir og var ótrúlegt að sjá hvað hægt var að nota sem meðlæti :) Þar mátti m.a. horfa á hárgreiðslu í beinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Um kvöldið var stórfjölskylda Heng búin að skipuleggja borðtennismót. En borðtennis er ein af þjóðaríþróttum Kínverja. Við Heng höfðum verið að spila mikið saman á Íslandi og kom það sér því vel og stóðum við okkur bara nokkuð vel. Gaman var að sjá hversu gamlir karlar og kerlingar voru spræk með borðtennisspaðann. Mótið endaði svo með "of miklum mat" eins og vanalega á veitingarstað þar rétt hjá. Á borði komu þrjár stórar súpuskálar með logandi eld undir og var bætt sallati, pulsur og fl. út í eftir þörfum.
Dagur-8 26. des. 2008 (svo að við reynum að halda tímaplani á þessu bloggi) Þennan dag var ákveðið að fara á verslunargötuna Nanjing Road (南京路 Nánjīnglù) sem er 4km löng með um 4.000 verslanir. Við endann á henni er “Bund” sem Evrópubúar kalla oft Wall Street Shanghai og fyrir miðju er People's Square (人民广场).
Ferðin endaði óvart á Pudong (浦东) is Shanghai's þar sem allar hæstu byggingarnar í Shanghai eru. Svæðið hefur byggst upp á aðeins 15 árum. Það fyrsta sem blasir við þegar komið er út úr lestastöðinni er sjónvarpsturninn frægi sem má segja að sé eitt helsta tákn Shanghai borgar.
Oriental Pearl TV Tower [1] (东方明珠塔 Dongfang Minzhuta) - Built in 1994, it is the 3rd tallest tower in the world (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá hluta úr stórri hringmynd af þessum risavöxnu byggingum á Pudong (浦东) svæðinu. Þær hæstu eru "upptakarinn" Shanghai World Financial Center (100 hæðir, 474 m) og Jinmao Tower (88 hæða, 420m)
To the left is Shanghai World Financial Center 上海(秀仕)环球金融中心 and right Jinmao Tower (金茂大厦) 420m high, 88 storey skyscraper (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
hærri turninn er enn í byggingu og eru framkvæmdir á loka stigi. Við settum stefnuna á að fara upp í Jin Mao Tower og á leiðinni þangað verður þetta brúðarpar á vegi okkar
Happy people in China getting married in the Pudong (浦东) Shanghai. Times Square of Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar við erum á leið in í lyftunna, þá hitti ég gamlan félaga, Jackie Chan að nafni sem að ég heilsaði að sjálfsögðu upp á. Síðan var lyftan tekin upp í topp á 88 hæða turni Jinmao Tower sem er risa hótel og skrifstofubygging
Actor Jackie Chan from Hong Kong, (born Chan Kong Sang, 陳港生, 7 April 1954). He is also an action choreographer, film director, producer, martial artist, comedian, screenwriter, entrepreneur, singer and stunt performer. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Útsýnið er alveg hreint ótrúlegt yfir borgina og þarna rennur upp fyrr manni í raun hversu stór borgin er. Þarna voru risa blokkir svo langt sem augað eygir í allar átti (mengun). Á meðan margar þjóðir byggja á þverveginn, þá byggja Kínverjar Shanghai lóðrétt upp í loftið. En þar búa núna á milli 16-20 milljón manns og er borgin talin ein öflugasta markaðsborg í Asíu.
Ótrúlegt var að sjá risa skip líða eftir fljótinu með risa auglýsingaskjá (TV)! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft niður efri hluta Jin Mao Tower turnsins. En þar er hótel þar sem hægt er að fara út á svalir og horft niður eftir miðjum turninum.
A big hotel with balcony is inside Jinmao Tower (金茂大厦) 420m high, 88 storey skyscraper (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það var gaman að sjá helsta tákn borgarinnar, sjónvarpsturninn Oriental Pearl, en á kvöldin er turninn eins og blikkandi jólatré.
Hérna var ég svo heppinn að sjá loftskip með risa auglýsingaskjá líða um himininn rétt yfir toppum háhýsanna
The zeppeling airship is on the right side of the Pearl Tower. A large LCD screen show live video and text. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næst var farið í alvöru Mall eða risaverslunarmiðstöð upp á 12 hæðir og seig neðri kjálkinn alltaf meira og meira niður af undrun eftir því sem leið á ferðina. Þar inni mátti m.a. finna stóra skautahöll, sérstakan enskuskóla fyrir smábörn, heila hæð fyrir allt sem snýr að börnum ...
Grand Gateway Plaza in Xujiahui. Grand Gateway mall in Shanghai (Chinese: 港汇广场 in chinese it is “Gang Wei”). Grand Gateway is one of the largest and most swanky malls in Shanghai. A "must go" destination for Shanghai shoppers. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir að hafa labbað í gegnum svona risa verslunarmiðstöð, þá er vona að sumir verði þreyttir. Hér er ein búin að fá sér góðan Hammara frá Burger King og steinsofnað á eftir.
Sleeping beauty in Burger King Restaurant in Shanghai Grand Gateway mall. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessi var með sölubás og greinilega orðin vel þreyttur líka. Spurningin er hvað eru Kínverjar að gera á næturnar þegar þeir eiga að vera að sofa?
What are all the chines doing during the night when they should be sleeping? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Um kvöldið var frænku sem kunni ensku boðið í 12 rétta máltíð og var það greinilega gert til að kanna minn bakgrunn nánar, en pabbi Heng og konan hans skilja ekki stakt orð í ensku. Á meðan fór Heng og hitti gamla skólafélaga. Að sjálfsögðu var ég spurður spjörunum úr og náði ég að verjast fimlega þrátt fyrir allan minn litríka og skrautlega feril :)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
Vilja „hvítt“ brúðkaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Ljósmyndun, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.