24.1.2009 | 07:52
KÍNAFERÐ - Shanghai - Jarðaför - 3
KÍNAFERÐ - Shanghai - Jarðaför - 3
Dagur - 3 / Day - 3
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína
Eftir að hafa sofið í fyrsta skiptið eins og steinn, þá vaknaði ég við að pabbi og stjúpmóðir Heng voru að lauma sér út til að kaupa í morgunmatinn. En þau komu með flugi deginum áður frá borg sem heitir Harbin. Á meðan skaust ég í sturtu og föt.
Heng byrjaði á að útbúa heitt vatn með hunangi og einhverju sem líktist rauðum rúsínum.
Skömmu síðar koma hjónakornin til baka af markaðinum með ilmandi morgunmat og byrja er að bera á borð hverja kræsinguna á fætur annari fyrir okkur unga fólkið.
Við fengum m.a. að smakka safaríkar þykkar pönnukökur, heimagerða sojamjólk, stóra pylsu og fl. góðmeti. Best of Shanghai is "Breakfast in Shanghai". Our first "REAL" breakfas! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næsti klukkutíminn fór síðan í að útbúa enn meiri morgunmat handa okkur sem var margrétta og hreint ótrúlegur svo ekki sé meira sagt. Pabbi Heng spændi sojahnetur niður og útbjó ekta heimatilbúinn heitan sojadrykk.
Hér er karlinn að steykja fisk á pönnu og mátti sjá að eldamennska var hans fag. Cooking fish on pan in Shanghai, probably not the Top Ten Traditional Chinese Breakfast! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Síðan borðuðum við 2 gerðir af heitum flatkökum með ýmsu góðmeti og súkkulaðifylltar deigbollur með valíum korni (æði).
... og smökkuðust þær alveg einstaklega vel. My favorite! Sweet and soft, very delicious. Cake with cashew nut (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Mikið er um grænmeti og hitað spínat var borðað sem meðlæti með þessari veislumáltíð
Ný steikt ilmandi spínat á pönnu. Lot of green things! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér fáum við 2 gerðir af reyktum pylsum frá svæði sem heitir Harbin sem er í norður Kína við landamæri Rússlands (20 - 40°C frost núna og var áður Rússnesk borg).
En pabbi Heng býr þar ásamt spúsu sinni og komu þau þaðan með flugi þaðan dagin áður. Smoked Chinese sausage from Harbin in north close to russian border. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svona bollur með mismunandi fyllingu eru mjög vinsælar.
Bollurnar geta verið með grænmeti, kjöti og eins og í þessu tilfelli þá fékk ég eina bollu með baunakremi sem bragðaðist eins og súkkulaði. Delicious cake or ball with mixed food inside. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Til að kóróna veisluna, þá fengum við smjörsteiktar rækjur í garliksósu í eftirrétt (við erum enn að tala um morgunmatinn)!
Það var ekki eins og ég væri að springa eftir þessa máltíð, heldur voru hér margir smáréttir, hver öðrum betri. Shrimps á la Shanghai in garlic souce. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á meðan við Heng boðuðum morgunmatinn, þá var pabbi Heng að elda mat fyrir fyrrum eiginkonu (mömmu Heng) með aðstoð frá nýju konunni! En hún dó fyrir rúmum 6 árum síðan úr krabbameini rétt rúmlega fimmtug!
Hvernig má það vera að þau skuli vera að elda mat fyrir konu sem nú er látin mörgum árum áður? Cooking for a funeral or person that pass 5 years ago! How can that be? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Jú það er víst siður í Kína að brenna hina látnu og þeim síðan komið fyrir í litlum kistli. En hin eiginlega jarðaför átti að fara fram í dag í kirkjugarði ca. kl.st. fjarlægð frá Shanghai 5-6 árum seinna og var maturinn hugsaður sem virðing við hina látnu og reynt að gera henni allt til geðs eins og hún hefði sjálf viljað hafa hlutina ef hún væri lifandi enn í dag.
Svona til að setja puntinn yfir allt, þá borða kínverjar mikið af ávöxtum og ekki er óalgengt að fá epli, kíví, peru eða annan ávöxt til að enda máltíðinna.
Hér er verið að skera utan af epli. All good breakfast, lunch or dinner in Shanghai is ended with some kind of a fruit. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Að loknum morgunmati gerði hópurinn sig klára fyrir jarðaförina og var haldið af stað með forlátan kistil og mikið magn af nýelduðum mat, grænmeti og ávöxtum.
Ég var látin kaupa blóm og síðan var farið í sérstaka búð til að kaupa "peninga" og alvöru kínverja eða sprengjubelti eins og krakkarnir myndu vilja kalla það (3 m langt með 1000 kínverjum!). Síðan var lagt að stað í lítilli rútu með hópinn ásamt dyggum fjölskyldumeðlimum sem dreif að úr öllum áttum. Að endingu þurfti að fara á 2 bílum.
Hér situr Heng með kistilinn sem inniheldur jarðneskar leifar móður sinnar asamt blómaskreytingum, mat og öðrum veigum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það tók töluverða stund að komast út úr þröngri götunni með tilheyrandi handapati frá fjölda manns þar sem bílar þurftu að tvístrast í allar áttir til að þessi litla rúta kæmist út. Heng hafði á orð að þessi bílstjóri væri ekki OK, að vísu var það alveg rétt hjá henni en hann skilaði þó sínu eftir mikinn glæfraakstur báðar leiðir. Hann tók fram úr báðu megin og lá á flautunni stanslaust allan tímann á meðan hann reifst við einn farþegann sem vildi ólmur fá að skipta sér að akstrinum líka.
Þegar komið var í kirkjugarðinn, þá var þar algjört umferðaröngþveiti og mátti víða heyra sprengingar og læti óma úr öllum áttum. En þessi dagur var fyrsti vetradagur og þá fara allir í kirkjugarðinn (ath. garður án kirkju, en það eru fáar kirkjur í Kína, flestir trúlausir eða Búddatrúa!).
Því miður harðbannaði Heng mér að taka myndir af athöfninni sem var hreint ótrúlegt myndefni og sannkallað augnakonfekt sem þarf mörg orð til að lýsa. En í fáum orðum, þá eru þúsundi legsteina svo langt sem augað eygir og fyrir framan hvern legstein var rammi eða hola með 1,2 eða 3 hólfum 15 x 35 cm og 20 cm djúpt. Á legsteininum er mynd af viðkomandi og pláss tekið frá fyrir eiginkonu eða eiginmann. Kistlinum með ösku móður Hengs var komið fyrir í einu af hólfinu. En á undan var kveikt í einhverju gulum þykkum blöðum ofan í holunni til að hita hana upp. Síðan er hent í holuna ýmsum smápeningum og gervipeningum og svo kemur starfsmaður og steypti lokið fast efir að jarðneskar leifar og kistilinn er kominn á sinn stað. Næst er "lagt á borð" fyrir hina látnu og þar er sett upp stórt og mikið veisluborð af mat sem er raðað ofan á gröfina og þar má finna ýmsa ávexti, fiskmeti, kjötmeti. Síðan er veislan skreytt með miklu blómahafi frá viðstöddum. Því næst er komið með stórt ílát sem fyllt er með enn meiri peningum sem eru eins og litlir bátar í laginu og eru þeir gull- eða silfurhúðaðir. En þetta var gamall gjaldmiðill sem Kínverjar notuðu fyrir ca. 1300 árum síðan.
Hér má sjá sýnishorn af umræddum peningum
Síðan var kveikt í öllu og á meðan eldurinn logaði þá komu nánustu með hvern sinn pokann og settu á eldinn og þannig brann mikið magn af "gömlum" peningum til heiðurs hinni látnu. Að lokum var sprengibeltinu komið fyrir með 1000 Kínverjum og kveikt í og sprakk það síðan með miklum látum og mikinn reyk lagði yfir svæðið.
Eftir að allir voru búnir að signa sig 3svar sinnum yfir gröfina og hver um sig búinn að stinga 3um reykelsum í vax (þarf að vera oddatala 1,3,5,...) að þá hélt hersingin áfram að annarri gröf. Eftir mikið labb, þá var komið að gröf afa og ömmu Heng og fékk sú gröf svipaða meðferð með mat og reykelsi nema einn kveikti í sígarettu og lagði á gröfina, allt átti að vera eins og það var hjá viðkomandi aðila sem verið var að votta virðingu sína.
Hér laumaðist ég til að taka mynd af einum legsteini við eina gröfina _ Legsteinn við Kínverska gröf.
Graveyard in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir þessa upplifun, var ekið til baka með enn meira offorsi en áður og var ótrúlegt að sjá keyrslulagið þar sem verið er að fara yfir á rauðu ljósi ásamt því að sveigja fram hjá bílum, fólki, mótor- og reiðhjólum af mikilli nákvæmni.
Stefnan var sett á veitingastað og beið þar 20-30 rétta stórveisla og ekkert til sparað.
Hópurinn fékk m.a. froska, ýmsar kjöttegundir eins og lamb, sviðalappir, fuglafit (hænu), nokkrar fisktegundir, kolkrabbi, 3-4 tegundir af súpum og endaði veislan síðan á hárkrabba þar sem ALLT var borðað og virtist það vera hápunktur veislunnar hjá flestum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Að lokum hélt hersingin heim til Heng þar sem útdeilt var gjöfum á alla m.a. frá Danmörku.
Það leið ekki langur tími þar til byrjað var að tala AFTUR um mat og voru gömlu hjónin komin í nýja eldamennsku áður en maður náði að snúa sér við! Núna fengum við þessa dýrindis súpu með grænmeti, pylsum, hrísgrjónum (sem þeir borða víst lítið af) ... og var hún meira borðuð fyrir kurteisi sakir hjá mér enda lítið pláss eftir fyrir meiri mat!
Puff ... núna er ég að borða risajarðaber og kíví með tannstönglum sem er búið að skera niður í stóra bita. Ég man hreinlega ekki eftir að hafa borðað annað eins á svona stuttum tíma áður! Annað hvort þarf maður að leggjast hressilega á meltuna eða þá að þetta er svo þung fæða að maður er búinn að vera hálfsofandi síðan við komum hingað út, líkaminn hefur ekki undan að vinna úr þessu öllu saman.
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Dagur - 3 / Day - 3
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína
Eftir að hafa sofið í fyrsta skiptið eins og steinn, þá vaknaði ég við að pabbi og stjúpmóðir Heng voru að lauma sér út til að kaupa í morgunmatinn. En þau komu með flugi deginum áður frá borg sem heitir Harbin. Á meðan skaust ég í sturtu og föt.
Heng byrjaði á að útbúa heitt vatn með hunangi og einhverju sem líktist rauðum rúsínum.
Skömmu síðar koma hjónakornin til baka af markaðinum með ilmandi morgunmat og byrja er að bera á borð hverja kræsinguna á fætur annari fyrir okkur unga fólkið.
Við fengum m.a. að smakka safaríkar þykkar pönnukökur, heimagerða sojamjólk, stóra pylsu og fl. góðmeti. Best of Shanghai is "Breakfast in Shanghai". Our first "REAL" breakfas! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næsti klukkutíminn fór síðan í að útbúa enn meiri morgunmat handa okkur sem var margrétta og hreint ótrúlegur svo ekki sé meira sagt. Pabbi Heng spændi sojahnetur niður og útbjó ekta heimatilbúinn heitan sojadrykk.
Hér er karlinn að steykja fisk á pönnu og mátti sjá að eldamennska var hans fag. Cooking fish on pan in Shanghai, probably not the Top Ten Traditional Chinese Breakfast! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Síðan borðuðum við 2 gerðir af heitum flatkökum með ýmsu góðmeti og súkkulaðifylltar deigbollur með valíum korni (æði).
... og smökkuðust þær alveg einstaklega vel. My favorite! Sweet and soft, very delicious. Cake with cashew nut (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Mikið er um grænmeti og hitað spínat var borðað sem meðlæti með þessari veislumáltíð
Ný steikt ilmandi spínat á pönnu. Lot of green things! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér fáum við 2 gerðir af reyktum pylsum frá svæði sem heitir Harbin sem er í norður Kína við landamæri Rússlands (20 - 40°C frost núna og var áður Rússnesk borg).
En pabbi Heng býr þar ásamt spúsu sinni og komu þau þaðan með flugi þaðan dagin áður. Smoked Chinese sausage from Harbin in north close to russian border. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svona bollur með mismunandi fyllingu eru mjög vinsælar.
Bollurnar geta verið með grænmeti, kjöti og eins og í þessu tilfelli þá fékk ég eina bollu með baunakremi sem bragðaðist eins og súkkulaði. Delicious cake or ball with mixed food inside. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Til að kóróna veisluna, þá fengum við smjörsteiktar rækjur í garliksósu í eftirrétt (við erum enn að tala um morgunmatinn)!
Það var ekki eins og ég væri að springa eftir þessa máltíð, heldur voru hér margir smáréttir, hver öðrum betri. Shrimps á la Shanghai in garlic souce. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á meðan við Heng boðuðum morgunmatinn, þá var pabbi Heng að elda mat fyrir fyrrum eiginkonu (mömmu Heng) með aðstoð frá nýju konunni! En hún dó fyrir rúmum 6 árum síðan úr krabbameini rétt rúmlega fimmtug!
Hvernig má það vera að þau skuli vera að elda mat fyrir konu sem nú er látin mörgum árum áður? Cooking for a funeral or person that pass 5 years ago! How can that be? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Jú það er víst siður í Kína að brenna hina látnu og þeim síðan komið fyrir í litlum kistli. En hin eiginlega jarðaför átti að fara fram í dag í kirkjugarði ca. kl.st. fjarlægð frá Shanghai 5-6 árum seinna og var maturinn hugsaður sem virðing við hina látnu og reynt að gera henni allt til geðs eins og hún hefði sjálf viljað hafa hlutina ef hún væri lifandi enn í dag.
Svona til að setja puntinn yfir allt, þá borða kínverjar mikið af ávöxtum og ekki er óalgengt að fá epli, kíví, peru eða annan ávöxt til að enda máltíðinna.
Hér er verið að skera utan af epli. All good breakfast, lunch or dinner in Shanghai is ended with some kind of a fruit. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Að loknum morgunmati gerði hópurinn sig klára fyrir jarðaförina og var haldið af stað með forlátan kistil og mikið magn af nýelduðum mat, grænmeti og ávöxtum.
Ég var látin kaupa blóm og síðan var farið í sérstaka búð til að kaupa "peninga" og alvöru kínverja eða sprengjubelti eins og krakkarnir myndu vilja kalla það (3 m langt með 1000 kínverjum!). Síðan var lagt að stað í lítilli rútu með hópinn ásamt dyggum fjölskyldumeðlimum sem dreif að úr öllum áttum. Að endingu þurfti að fara á 2 bílum.
Hér situr Heng með kistilinn sem inniheldur jarðneskar leifar móður sinnar asamt blómaskreytingum, mat og öðrum veigum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það tók töluverða stund að komast út úr þröngri götunni með tilheyrandi handapati frá fjölda manns þar sem bílar þurftu að tvístrast í allar áttir til að þessi litla rúta kæmist út. Heng hafði á orð að þessi bílstjóri væri ekki OK, að vísu var það alveg rétt hjá henni en hann skilaði þó sínu eftir mikinn glæfraakstur báðar leiðir. Hann tók fram úr báðu megin og lá á flautunni stanslaust allan tímann á meðan hann reifst við einn farþegann sem vildi ólmur fá að skipta sér að akstrinum líka.
Þegar komið var í kirkjugarðinn, þá var þar algjört umferðaröngþveiti og mátti víða heyra sprengingar og læti óma úr öllum áttum. En þessi dagur var fyrsti vetradagur og þá fara allir í kirkjugarðinn (ath. garður án kirkju, en það eru fáar kirkjur í Kína, flestir trúlausir eða Búddatrúa!).
Því miður harðbannaði Heng mér að taka myndir af athöfninni sem var hreint ótrúlegt myndefni og sannkallað augnakonfekt sem þarf mörg orð til að lýsa. En í fáum orðum, þá eru þúsundi legsteina svo langt sem augað eygir og fyrir framan hvern legstein var rammi eða hola með 1,2 eða 3 hólfum 15 x 35 cm og 20 cm djúpt. Á legsteininum er mynd af viðkomandi og pláss tekið frá fyrir eiginkonu eða eiginmann. Kistlinum með ösku móður Hengs var komið fyrir í einu af hólfinu. En á undan var kveikt í einhverju gulum þykkum blöðum ofan í holunni til að hita hana upp. Síðan er hent í holuna ýmsum smápeningum og gervipeningum og svo kemur starfsmaður og steypti lokið fast efir að jarðneskar leifar og kistilinn er kominn á sinn stað. Næst er "lagt á borð" fyrir hina látnu og þar er sett upp stórt og mikið veisluborð af mat sem er raðað ofan á gröfina og þar má finna ýmsa ávexti, fiskmeti, kjötmeti. Síðan er veislan skreytt með miklu blómahafi frá viðstöddum. Því næst er komið með stórt ílát sem fyllt er með enn meiri peningum sem eru eins og litlir bátar í laginu og eru þeir gull- eða silfurhúðaðir. En þetta var gamall gjaldmiðill sem Kínverjar notuðu fyrir ca. 1300 árum síðan.
Hér má sjá sýnishorn af umræddum peningum
Síðan var kveikt í öllu og á meðan eldurinn logaði þá komu nánustu með hvern sinn pokann og settu á eldinn og þannig brann mikið magn af "gömlum" peningum til heiðurs hinni látnu. Að lokum var sprengibeltinu komið fyrir með 1000 Kínverjum og kveikt í og sprakk það síðan með miklum látum og mikinn reyk lagði yfir svæðið.
Eftir að allir voru búnir að signa sig 3svar sinnum yfir gröfina og hver um sig búinn að stinga 3um reykelsum í vax (þarf að vera oddatala 1,3,5,...) að þá hélt hersingin áfram að annarri gröf. Eftir mikið labb, þá var komið að gröf afa og ömmu Heng og fékk sú gröf svipaða meðferð með mat og reykelsi nema einn kveikti í sígarettu og lagði á gröfina, allt átti að vera eins og það var hjá viðkomandi aðila sem verið var að votta virðingu sína.
Hér laumaðist ég til að taka mynd af einum legsteini við eina gröfina _ Legsteinn við Kínverska gröf.
Graveyard in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir þessa upplifun, var ekið til baka með enn meira offorsi en áður og var ótrúlegt að sjá keyrslulagið þar sem verið er að fara yfir á rauðu ljósi ásamt því að sveigja fram hjá bílum, fólki, mótor- og reiðhjólum af mikilli nákvæmni.
Stefnan var sett á veitingastað og beið þar 20-30 rétta stórveisla og ekkert til sparað.
Hópurinn fékk m.a. froska, ýmsar kjöttegundir eins og lamb, sviðalappir, fuglafit (hænu), nokkrar fisktegundir, kolkrabbi, 3-4 tegundir af súpum og endaði veislan síðan á hárkrabba þar sem ALLT var borðað og virtist það vera hápunktur veislunnar hjá flestum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Að lokum hélt hersingin heim til Heng þar sem útdeilt var gjöfum á alla m.a. frá Danmörku.
Það leið ekki langur tími þar til byrjað var að tala AFTUR um mat og voru gömlu hjónin komin í nýja eldamennsku áður en maður náði að snúa sér við! Núna fengum við þessa dýrindis súpu með grænmeti, pylsum, hrísgrjónum (sem þeir borða víst lítið af) ... og var hún meira borðuð fyrir kurteisi sakir hjá mér enda lítið pláss eftir fyrir meiri mat!
Puff ... núna er ég að borða risajarðaber og kíví með tannstönglum sem er búið að skera niður í stóra bita. Ég man hreinlega ekki eftir að hafa borðað annað eins á svona stuttum tíma áður! Annað hvort þarf maður að leggjast hressilega á meltuna eða þá að þetta er svo þung fæða að maður er búinn að vera hálfsofandi síðan við komum hingað út, líkaminn hefur ekki undan að vinna úr þessu öllu saman.
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Ljósmyndun, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
skemmtilegt og fróðlegt að sjá svona borðhald. Þetta er alls ekki ósvipað og í thailandi, mikið af grænmeti og ávöxtum, fiskur og rækjur.
Ég mun reyna að birta myndir frá thailandi í lok apríl þegar ég kem heim en það verður brúðkaup of allskonar veilsuvesen í þeirri ferð :)
Óskar Þorkelsson, 24.1.2009 kl. 12:02
Ég var að spá í að gera borðhaldinu betri skil þennan daginn, en við borðuðum 3 stórar máltíðir. Bloggið ræður bara við takmarkaðan fjölda af myndum og svo verður síðan svo lengi að opnast svo að það er betra að búta þetta aðeins niður. Það verður fróðlegt að bera saman borðhaldið í Thailandi og veisluvesenið þar :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.1.2009 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.