KÍNAFERÐ - Shanghai - Matur - Ferðamáti - Kvöldmyndir

KÍNAFERÐ - Shanghai - Matur - Ferðamáti - Kvöldmyndir

Ferð til Shanghai í Kína dagana 18. des. til 6. janúar 2009.

Dagur - 2 / Day - 2

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Næsta dag fórum við út í hliðargötu sem er hér rétt hjá til að kaupa okkur morgunmat.

Hér er verið að elda litlar bollur á pönnu. Þessi matur er mjög vinsæll í Kína.

Það er mjög mismunandi hvað er inni í bollunum. Hjá þessum aðila keyptum við t.d. kringlóttar bollur sem voru fylltar með grænmetissúpu og þurfti að bíta varlega þegar þær voru borðaðar. Street Food in Shanghai: Do you want fried dumplings or Shanghai Soup Dumplings. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það iðaði allt af mannlífi allt frá lögregluþjónum yfir í hrörlega betlara sem voru að heimta pening. Ég hef haft það fyrir venju að forðast að gefa, því ef þeir sjá að ef ég gef einum, þá koma allir hinir líka. Ég tók slatta af myndum af fólki sem var að elda á fullu á meðan Heng var að hlaupa á milli og kaupa nýeldaðan morgunmat fyrir okkur. Við fengum okkur fylltar bollur beint af pönnunni sem þurfti að bíta varlega í svo að innihaldið spýttist ekki út um allt. Einnig keypti hún bollur sem voru með mismunandi fyllingu. Þessu var svo skolað niður með sojamjólk og tófó drykk (tófó = sojakögglar svipað og ostur og notast mikið í matagerð).

Einnig fórum við inn í ávaxtamarkað sem var rétt hjá og nóg var úrvalið

Perur, appelsínur, epli, bananar og ávextir sem að ég hef aldrei séð. Fruit market in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það var sama hvert litið var, fólk var að selja út um allt á öllum götuhornum. Reiðhjól eru mikið notuð

Eins og sjá má, þá er allt flutt sem hægt er að flytja á reiðhjólum. Flower seller in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Seinna um daginn fórum við með leigubíl (ódýrt og mikið notað) í fjölskylduboð og þar tók á móti okkur hlaðborð af mat. Þar fengum við m.a. smokkfiskur (cutler fish).

Í Shanghai eru 45.000 leigubílar og eru ódýr og mikið notaður ferðamáti. Að auki er öflugt lestarkerfi og mikið af léttum farartækjum. Blómasali í Shanghai. Shanghai has approximately 45000 taxis operated by over 150 taxi companies. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þar sem að mig vantaði rúm til að sofa á, þá var farið í verslunarleiðangur í búð sem sérhæfði sig í rúmum.

Búðin var svipuð af stærð og Kringlan, nema hún var upp á 4-5 hæðir. Fyrir utan búðina var þessi litli Hummer jeppi. Shanghai Sleeping bed shopping Mall (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Um kvöldið buðum við Heng í 20 rétta máltíð útvöldum úr fjölskyldu Heng. Sest var við risastórt hringborð og var hægt að snúa miðjunni þar sem matnum var raðað á og þannig gátu allir náð í það sem hvern og einn langaði í með því einu að snúa borðinu (mjög algengt í Kína).

Þarna voru borðaðir froskar, hænuhausar, eitthvert afbrigð af krossfisk eða kolkrabba, þari af ýmsum gerðum (mikið borðað) og grænmeti sem að ég kann ekki að nefna og eins og vanalega, þá borðaði ég ALLT. Sharing the Meal revolves aroung a Chinese round table. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Á kvöldin fyllast svo göturnar af sölumönnum sem eru að selja varning. Það sem kostar $100 í hinum vestræna heimi er hægt að fá á $1 í Kína

ástæðan er auðvita sú að farið er að framleiða flestar þessar vörur í Kína með ódýru vinnuafli. Street Markets in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Shanghai er byggð upp á endann! Hér má sjá turninn þar sem íbúðin hennar Heng er uppi á 8 hæð.

Borgir geta líka verið fallegar eins og sjá má á þessari mynd sem tekin er um kvöld. Parks & Gardens in Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það eru margir fallegir garðar i Shanghai og er lýsing mikið notuð til að auka á stemninguna

The best Parks in Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan WWW.PHOTO.IS
mbl.is Fuglaflensa í Nepal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svona ferð þarf ég að fara í. Myndirnar þínar eru frábærar!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.1.2009 kl. 08:17

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Já, Kínverjar gera lítið annað en að borða og éta. Þess vegna er hægt að fyrirgefa þeim allt!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.1.2009 kl. 08:23

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta er önnur ferðin hjá mér til Kína. Sú fyrri sem ferðamaður (og áhugasamur leiðsögumaður) og þá með leiðsögn frá fagfólki og gist á fínum hótelum. En í þetta skiptið fór ég og bjó með fólkinu á svæðinu í 3 vikur og það var allt önnur og mun skemmtilegri upplifun. Tók um 2000 myndir í ferðinni og kem með link á seinni hlutann seinna :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.1.2009 kl. 08:29

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Varðandi seinni athugasemdina hjá þér :)

Ég er á því að þeir eru sífellt að borða og mun næsti pistill (eða næstu!) taka aðeins nánar á því máli.

Varðandi fyrirgefninguna, þá búa víst 1.3 milljarður af fólki í þessu landi (1.3 billion people á ensku) og stór hluti við frekar frumstæðar aðstæður. Í fyrri ferðinni sem að ég fór til Kína 2003, þá var ég mikið var við lögreglu og hermenn út um allt. Vissulega eru vandamálin, stjórnkerfin og siðirnir mismunandi eftir löndum.

Núna í Shanghai, sá ég nánast hvorki lögreglu- né hermenn. Borgin virkaði á mig sem mjög þróuð borg, þó svo að það mætti finna fátækt þar víða eins og annars staðar.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.1.2009 kl. 10:40

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

svona túr er ég til í :)

Ég er reyndar að fara "jungle" túr í austur thailandi í mars :) 

Óskar Þorkelsson, 23.1.2009 kl. 18:41

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Flottur Kjartan.

S. Lúther Gestsson, 23.1.2009 kl. 18:56

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég sé að gamlir bloggfélagar eru að vakna til lífsins :)

Eins og sjá má þá hef ég mjög gaman að því að mynda og ferðast. Hef sérstaklega gaman að því að stúdera fólk (án þess að dæma) og hversu menning getur verið mismunandi eftir löndum. Ég sá að "rótækur" Vilhjálmur Örn kom hér með smá komment um annars þessa umdeildu þjóð. En líklega er Kínverska þjóðin að ganga í gegnum sína barnasjúkdóma svipaða og Íslendingar hafa sjálfir verið að gera. Merkilegt nokk, þá á ég von á að miðstýringin sé hlutfallslega meiri á Íslandi en í Kína, þó með öðrum hætti sé!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.1.2009 kl. 22:33

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú hefur aldeilis haft útsýnið,skil vel að það þurfi sérstakt aðgangskort inn í hverfið,er það ekki svo?

Helga Kristjánsdóttir, 24.1.2009 kl. 03:19

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hverfið er lokað af og eru verðir sem passa upp á að það fari ekki neinir óboðnir gestir inn á svæðið. Það voru 2 stór hlið og svo nokkur minni og var sama kortið notað til að opna hlið og komast inn í blokkina. Þeir virðast nota mikið slík kort, í lestar, strætó, leigubíla ...

Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.1.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband